Málfríður - 15.10.2005, Blaðsíða 16

Málfríður - 15.10.2005, Blaðsíða 16
16 MÁLFRÍÐUR Grein þessi er byggð á erindi sem flutt var á málþingi um gildi er lendra tungumála fyr- ir íslenskt samfélag, í til efni Evrópska tungu- máladagsins. Sigurborg Jónsdóttir Sigurborg Jónsdóttir, formaður STÍL. Nýjar áherslur í tungumálakennslu framhaldsskóla „Tungumál opna dyr“ er heiti bæklings sem mennta- málaráðuneytið hefur sent til skóla í tilefni evrópska tungumáladagsins. Þetta eru orð að sönnu, því í Evrópu einni eru töluð yfir 200 tungumál, lítil og stór. Mikill hluti Evrópu er orðinn að einum markaði og því er góð tungumálakunnátta forsenda þess að geta stundað nám og störf innan hans og flutt sig til eftir þörfum. Með tungumálanámi eykst innsýn í líf annarra þjóða og ólíkir menningarheimar verða ekki eins fjarlægir og illskiljanlegir. Allt lýsir þetta þörf sam- félagsins fyrir góða tungumálakunnáttu. En hverjar eru áherslur í tungumálakennslu? Eru einhverjar nýjungar? Hvernig er búið að kennslu? Nýjar áherslur er stórt orð. Sumt er orðið gamalt án þess að hafa endilega slegið í gegn og enn er verið að finna upp hjólið. Mismunandi áherslur eru á hverj- um tíma og oft dustum við rykið af því sem gamalt er orðið en hefur reynst vel. Fjölbreytni og sveigjanleiki eru lykilorð í kennslu. Sums staðar hentar að leggja áherslu á vísindi eða bókmenntir en annars staðar á viðskiptaþáttinn eða iðngreinar og samþætta þannig tungumál og náms- svið. Margt nýtt og spennandi er að gerast á þessu sviði tungumálanáms en mætti efla enn meir. Í MK hefur til að mynda lengi verið kennd fagtengd danska og einnig er þar fagtengd franska, fyrir nema í matreiðslu og framreiðslu og í MH er IB nám á ensku. Sífellt meiri krafa er gerð um aukna áherslu á talmál í tungumálakennslu í framhaldsskólum. Og eins að laga kennsluna og námsefnið að nútímanum og að kröfum samfélagsins, t.d. ferðaþjónustu og viðskiptalífi sem eru meðal mikilvægustu atvinnu- greina landsins. En ekki er auðvelt að uppfylla kröf- ur um þjálfun talmáls þar sem lítið svigrúm gefst til þess, með 25-30 nemendur í hóp. Vaxandi fjöldi framhaldsskóla tekur þátt í ýmsum áhugaverðum verkefnum með samstarfi við skóla í Evrópu í gegnum landsskrifstofu Sókratesar og notar þannig tungumálið markvisst með nemenda- heimsóknum og þemavinnu. (tungumálaverkefni, skólasamstarf og skólaþróunarverkefni) Með tilkomu lægri fluggjalda hafa námsferðir tungumálanemenda aukist töluvert. Nemendur fá kjörið tækifæri til að kynnast landi og þjóð af eigin raun og reyna að bjarga sér á tungumáli viðkomandi lands. Mikil tæknivæðing hefur átt sér stað í framhalds- skólum landsins og með upplýsingatækninni hafa opnast nýir möguleikar til raunverulegra samskipta við nemendur og skóla í öðrum löndum. Við þekkj- um þá fjölþættu möguleika sem internetið býður upp á eins og online-orðabækur, gagnvirkar æfingar og verkefni, auk alls kyns texta og greina. Ýmsar nýjungar hafa orðið í námsefnisgerð með tilkomu netsins. Í mörgum áföngum hefur notkun kennslubóka verið hætt (þó bókmenntir lifi enn góðu lífi) og efni sett inn í kennsluumhverfi á net- inu eða nemendur sækja sér efni og upplýsingar á vefinn. Heimildaöflun á netinu á rauntíma telst orðið sjálfsagður þáttur í tungumálanámi. Forrit til námsefnisgerðar bjóða upp á gagnvirkni sem leyfir endurtekningar eins oft og nemendum sýnist, hvort sem um er að ræða málfræði, þjálfun í söfnun orða- forða og hlustun. Tæki til að taka upp hljóð og mynd verða sífellt einfaldari og aðgengilegri sem býður upp á að skila verkefnum í öðru formi en rituðu. Portfolio Mikið er horft til einstaklingsmiðaðs náms þar sem ábyrgð og frumkvæði nemenda er í fyrirrúmi og það talin ein af helstu forsendum þess að raunverulegt nám eigi sér stað. En einstaklingsmiðað nám þýðir

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.