Málfríður - 15.10.2005, Blaðsíða 23

Málfríður - 15.10.2005, Blaðsíða 23
MÁLFRÍÐUR 23 Baldur A. Sigurvinsson, verkefnisstjóri hjá Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins. eTwinning leið til að efla tungumálanám Menntaáætlun Evrópusambandsins eTwinning er ætlað að gefa ungu fólki á aldrinum 12-20 ára, aukin tækifæri til náms með rafrænu samstarfi milli grunn- og framhaldsskóla í Evrópu. Markmið eTwinning er að auka hreyfanleika fólks innan Evrópu, auka tungumálakunnáttu og koma á menningartengslum milli landa og menntastofnana. Fyrir kennara er eTwinning leið til að efla gagnvirkar og fjölbreyttar kennsluaðferðir og bæði fyrir kennara og nemendur aðferð til að komast í bein og óhindruð kynni við fólk af öðru þjóðerni og uppruna. Í eTwinning geta nemendur og kennarar komið á samvinnu við bekki í öðrum skólum í Evrópu starfrækt námsverkefni, tengt námsefni skólanna. Algengasta form eTwinning samstarfs er á milli tveggja bekkja í tveimur skólum en engin takmörk eru á því hversu margir skólar geti verið í samstarfi á sama tíma. Verkefnin geta sömuleiðis verið eins og hentar hverjum og einum að stærð, umfangi og hraða, eina skilyrðið í eTwinning er að verkefnið falli að uppeldis- og kennslufræðilegum markmið- um skólans. Þannig er hægt að byrja með lítil og þægileg verkefni sem síðan er hægt að víkka út þegar á líður ef vilji er til þess en slíkt er í raun sam- komulagsatriði við skólann sem samstarfið er við. Verkefnin geta verið á sviði tungumála, samfélags- fræði, landafræði, sagnfræði, stærðfræði, eðlisfræði, líffræði, o.s.frv. Sökum þess að samstarfið er oftast milli tveggja bekkja er mögulegt fyrir sama skóla að starfrækja fleiri en eitt verkefni í einu. Samstarfið getur einnig leitt til frekari tengsla við samstarfsskól- ann og þannig orðið til stöðugt og gagnvirkt vinask- ólasamband sem gagnast báðum aðilum. Hægt er að byggja á þeirri reynslu sem margir skólar hafa þegar aflað sér með þátttöku í öðrum áætlunum. Reynslan af eTwinning getur einnig auðveldað þátttöku í þess- um áætlunum, eins og til dæmis Sókrates-Comeníus og Nordplus Junior. Fyrir tungumálakennara er þátttaka í eTwinning kjörin leið til að efla færni nemenda í tungumála- námi, hvort sem er í grunnskólum eða framhalds- skólum. Hvort sem verkefnið miðast við að láta nemendur skiptast á tölvupóstskeytum milli landa, nota fjarfundabúnað eða aðra margmiðlunartækni, er eTwinning kjörin leið fyrir nemendur að æfa þekkingu sína í því tungumáli sem þeir leggja stund á. Heimasíða miðstöðvar eTwinning í Brussel, www. etwinning.net, er til á tungumálum allra þeirra þjóða sem standa að Evrópusambandinu. Þar er hægt að nálgast dæmi um tungumálaverkefni, fá aðgang að forritum sem gagnast í tungumálakennslu og komast í samband við ráðgjafa og kennara. Eitt af þeim forritum sem gagnast vel í tungumálakennslu er Fréttasmiðjan (Magazine Factory) sem Svíar og Finnar hafa unnið í sameiningu. Fréttasmiðjan er dagblaðsumhverfi á netinu þar sem nemendur eru blaðamenn og ljósmyndarar en kennarar eru í hlut- verki ritstjóra. Í gegnum Fréttasmiðjuna er hægt að skrifa greinar á öllum tungumálum heims. Einnig er hægt að vinna blaðið í samvinnu við aðra skóla í Evrópu. Aðgangur er frír fyrir þátttakendur í eTw- inning og Nordplus Junior. eTwinning-áætlunin var formlega opnuð í Brussel í Belgíu 14.-16. janúar 2005 og var yfir 300 kenn- urum og sérfræðingum á kennslusviði í Evrópu boðið á opnunarhátíðina. Fyrir hönd Íslands var Baldur A. Sigurvinsson frá Alþjóðaskrifstofu háskól- astigsins, sem er umsjónarskrifstofa eTwinning á Íslandi, ásamt sex kennurum og skólastjórnend- um úr grunn- og framhaldsskólum landsins, þeim Hjör dísi Skírnisdóttur frá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu, Jónasi Helgasyni frá Mennta skólanum á Akureyri, Ágústu Bárðardóttur frá Víkurskóla í Reykjavík, Guðrúnu Á. Guðmunds- dóttur frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði, Krist- ínu Jónsdóttur frá Langholtsskóla í Reykjavík og Sigurði Sigursveinssyni frá Fjölbrautarskóla Suður- lands á Selfossi.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.