Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.05.1987, Blaðsíða 3

Fréttir - Eyjafréttir - 27.05.1987, Blaðsíða 3
Verðkönnun í Vm. og víðar: s I verðkönnun á 4 stöðum út um land er það næst lægst í Yestmannaeyjum Rétt eftir áramót var sett á laggirnar nefnd til að kanna vöruverð í Vestmannaeyjum. Var þetta gert í kjölfar verð- kannanna Verðlagstofnunar, en í þeim hafði komið fram aö vöruverð hér og á ísafirði væri með því hæsta á landinu. Frá Landa- kirkju N.k. sunnudag kl. 14 mun sr. Jóhann Hlíðar prédika og þjóna fyrir altari ásamt sóknarpresti. -Petta eru ánægjuleg tíðindi. Fermingarbörn frá árinu 1957 minnast þess um næstu helgi að 30 ár eru liðin frá fermingu þeirra. Af þessu tilefni buðu þau sr. Jóhanni að vera með þeim hér í Vestmannaeyjum og mun hann annast messu í Land- akirkju. Ég er fullviss að margir eru þess fýsandi að hitta sr. Jóhann og hlýða á hann í Landakirkju. Verið öll vel- komin. Kjartan Örn Sigurbj örnsson Um mánaðarmótin mars - apríl var gerð könnun á heildar- verði 36 sambærilegra vöruteg- unda á ísafirði, Egilstöðum. Selfossi og í Vestmannaeyjum. Könnunin fór fram á sama tíma á sama degi í samvinnu við neytendafélög á þessum stöðum. Heildarverö var sent hér segir: ísafjörður .........kr. 5.043.60 Egilstaðir..........kr. 4.902.15 Vestmannaeyjar .....kr. 4.762.35 Selfoss ............kr. 4.678.80 Nefndin kom saman þann 19. þ.m. og til að yfirfara niður- stöður könnunarinnar og í framhaldi af því vildi hún gera eftirfarandi athugasemdir. Samanburður á 36 vörutegund- um könnunarinnar sýnir glögg- lega verðlag á almennum vör- um í Vestmannaeyjum miðað víð sambærilega staði. í könnuninni kemur fram að vöruverð var hæst í Vm. í 10 tilfellum og lægst í 8. Meðalein- ingaverð á stöðunum 4, var 134.60 ogí Vm. 132.30. Einungis var kannað verð á vörum sem smásöluverslunin leggur sjálf á, en ekki á vörum sem ákveðin álagning er á eins og t.d. mjólkurvöru, sem er á föstu verði. Þá er minnst á að flutningsgjöld með Herjólfi lækkuðu 1. mars, sem ætti að gefa verslunum svigrúm til lægra vöruverðs til neytenda. Nefndin bendir á að talsvert af vöru sé flutt beint inn, en það hljóti að teljast óeðlilegt að af þessum vörum séu tekin hafn- argjöld í Reykjavík vegna við- komu skipa þar og stuðli frekar að hærra vöruverði hér. Ekki er tekin afstaða til þess hvort fjöldi verslana hér, hafi áhrif á vöruverð, en bent er á að virkasta og áhrifaríkasta verðlagseftirlitið sé hjá neyt- endum sjálfum og var neyt- endafélögum sem tóku þátt í könnuninni þökkuð aðstoðin. Niðurstöður þessarar könnunar verða að teljast hag- stæðar fyrir okkur, hinn almenna neytenda hér í bæ, og verður fróðlegt að sjá hvort viðmiðun við Reykjavík í næstu verðkönnun Verðlag- stofnunar sýni sömu niðurstöðu og þessi könnun. Knatt- spyrnu- skóli Þórs í sumar verður knatt- spyrnuskóli fyrir 7. flokk, þ.e. stráka sem fæddir eru 1980 og síðar. Knattspyrnu- skólinn verður á þriðjudög- um, fimmtudögum og föstu- dögum kl. 13:00. Nánari upplýsingar gefur Grétar S 2060. Allir velkomnir mm' # Þessar stúlkur gáfu Hraunbúðum ágóða af hlutaveltu, 740 kr. Þær heita María Rós Friðriksdóttir 10 ára, Guðfinna Björk Ágústsdóttir 10 ára, íris Eva Sigurgeirsdóttir 9 ára og Sigríður Svava Sigurgeirsdóttir 3ja ára. AUGLÝSIR Nú eru aðeins eftir 40-41-42 í karlmannaskóm á útsölunni. ★ Meira úrval í kvenskóm. ★ Lítið eftir í barnaskóm. — GERIÐ RElPARAKAUP— Opl®2 -6- Kirkjuvegi 15 (Einarshöfn) fjórhjólaakstur sport er sem marga faerio, ^eftiTa&' reyna- Nu e,íarltanasimí tækr c'vj— - . veöriö. fJÓRHJÖLAXElGA* Ulugagotu bi AUGLÝSIR Á FÖSTUDAG VERÐUR ÍÞRÓTTAFATNAÐUR Á ÚTSÖLUNNI /LjLÖ^ I l^skóverslun einstakt Kirkjuvegi 15 tœkifœri. (Einarshöfn) Frá Apóteki Vestmannaeyja Vegna breytinga verður afgreiðsla Apó- teksins lokuð föstudaginn 29. maí n.k. Lyf verða afgreidd bakdyramegin þenn- an dag. APÓTEK VESTMANNAEYJA f Vitinn S 2280 er toppurinn er með ábyrgð | Vitinn a 2280

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.