Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.05.1987, Blaðsíða 5

Fréttir - Eyjafréttir - 27.05.1987, Blaðsíða 5
• Páll Pétursson aðstoðarforstjóri Coldwater, Stefán Runólfsson forstjóri Vinnslustöðvarinnar, Magnús Gústafsson forstjóri Coldwater, Anna Sigurlásdóttir verkstjóri, Viðar Elíasson verkstjóri og Ingi Júlíusson verkstjóri. Vinnslustöðin fær viðurkenningu frá Coldwater, annað árið í röð • Páll Pétursson aðstoðarforstjóri Coldwater afhendir Inga Júlussyni verkstjóra viðurkenningaskjalið. Á mánudaginn var Vinnslu- stöðinni afhent viðurkenning- arskjal frá, Coldwater, fyrir- tæki SH, í Bandaríkjunum. Er þetta annað árið í röð sem Vinnslustöðin fær þessa viður- kenningu sem er veitt vegna góðrar og vandaðrar fram- leiðslu. Stefán Runólfsson forstjóri Vinnslustöðvarinnar sagði við þetta tækifæri að starfsfólk Vinnslustöðvarinnar væri hinn raunverulegi handhafi þessarr- ar viðurkenningar, því hand- verkið væri þess. Magnús Gú- stafsson forstjóri Coldwater sagði að nú þegar ekki væri hægt að anna eftirspurn væri nauðsynlegt að halda gæðunum í hámarki og það væri það orð sem fyrirtækið hefði áunnið sér að vera með jafnbestu fram- leiðsluna á Bandaríkjamarkaði á þeim 40 árum sem fyrirtækið hefur starfað og það væri nauð- synlegt að halda því. Sagði Magnús m.a. „Það er vandinn að vera með jafngóða vöru og það er greinlegt að það hefur tekist hérna að vera í afbragðs- flokki með góða vöru. Það er líka gaman að koma hingað, ég var hérna á ferðinni 1984 og þá stóðu yfir heilmiklar breytingar og endurbætur og það er alltaf mikið um að vera og mikið heilbrigðismerki. Þegar maður talar við stjórnendurnar eru alltaf áform um að laga og endurbæta og það hefur sann- arlega borið árangur sem ég vil óska ykkur til hamingju með.“ Páll Pétursson aðstoðarfor- stjóri Coldwater afhenti verk- stjórum Vinnslustöðvarinnar viðurkenninguna, sem tóku við henni fyrir hönd starfsfólksins. Sagði Páll að það væri alltaf ánægjulegra að koma og veita viðurkenningar, frekar en þeg- ar þyrfti að gera athugasemndir við framleiðslu frystihúsanna. „Það eru 6 frystihús sem fá þessa viðurkenningu núna fyrir framleiðslu ársins 1986, jjað eru Útgerðarfélag Akureyrar, íshúsfélag ísfirðinga ísafirði auk Vinnslustöðvarinnar. Þessi þrjú hús eru í hópi stóru frysti- húsanna, en svo fengu 3 hús, sem við getum kallað miðlungs stór hús, einnig viðurkenn- ingu.“ Sagði Páll að þessi þrjú hús væru í Ytri-Njarðvík, Seyðisfirði og Sauðárkróki, einnig sagði hann að frysti- togarinn Akureyrin frá Akur- eyri hefði fengið viðukenningu fyrir góða framleiðslu. Þá var nokkrum húsum sem höfðu bætt framleiðsluna veitt viður- kenningu. Samtals eru þetta 12 hús. Ennfremur sagði Páll : Ég vil geta þess til gamans að í sam- bandi við þessar gæðaeinkunnir sem við gefum húsunum, að það sem við köllum góða og frábæra einkunn, fengu um 80% húsanna, sem sýnir hvað framleiðsluheildin er góð.“ Einnig kom fram hjá þeim Páli og Magnúsi að þeir sem starfa við framleiðsluna stefndu að því að auka tengslin við framleiðendur hér á landi og gefa starfsfólki hér meiri mögu- leika á því að fylgjast með því hvað þeir eru að gera í Banda- ríkjunum. Að lokum tók Stefán Run- ólfsson til máls og óskaði starfs- fólki Vinnslustöðvarinnar til hamingju með þessa viður- kenningu. „Vitanlega er þessi viðurkenning ykkar. Þið hafið unnið vel og fyrir það fáið þið viðurkenningu. Ég vil nota þetta tækifæri og óska ykkur til hamingju með þessa viður- kenningu og einnig vil ég þakka þeim Magnúsi og Páli fyrir komuna og vonast til að sjá þá aftur að ári í sömu erindagerð- um og að sjálfsögðu stefnum við að því. Afhendingin fór fram í mats- al Vinnslustöðvarinnar að við- stöddu starfsfólki og voru fram- bornar veglegar veitingar. ATTIAÐ FARA AÐ LEITA AÐ UNGUM MANNI Rétt fyrir kl. 7 á laugar- dagsmorguninn komu nokk- ur ungmenni til lögreglu, sem vildu fá aðstoð lögreglu við leit að ungum manni sem farið hafði suður í Lyng- fellisdal þá um nóttina. Að sögn ungmennanna var maðurinn mjög drukk- inn og voru þau búin að leita hans um Lyngfellisdalinn og á þeim stöðum sem þótti líklegt að hægt væri að finna hann, en án árangurs. Agnar Angantýsson sagði í samtali við blaðið að um bil sem hann ætlaði að fara að kalla til leitarflokka hefði ungi maðurinn fundist sofandi í húsi vestur í bæ, heill á húfi. Frábæru Adidas Challenger gallarnir komnir. Stærðir 150-192. LITIR: grár/dökkblár, dökkblár/ dökkblár, rauður/dökkblár. svartur/dökkblár. Ijósblár/ dökkblár. KULUHUSIÐ VESTURVEGI 18 VESTMANNAEYJUM SÍMI 1333 AUGLÝSIR: Tilboðsverð í kjötborði: Kryddlegin lambarif....................99 kr. kg. Kryddlegnirgrillleggir............... 295 kr. kg. Kryddlegnar framhryggjasneiðar .. 398 kr. kg. Kryddlegnar lærissneiðar............. 456 kr. kg. Kryddlegnar grillkótilettur.......... 399 kr. kg. Heimsendingarþjónusta Bakariá staðnum. OPIÐ TIL KL. 19.00 ALLA VIRKA DAGA NEMA FÖSTUDAGA TIL KL. 19.30. Vestmannaeyingar athugið! Höíum opið í hádeginu í sumar tilkl. 12:30. ANNARSOPIÐÁ VENJULEG- UM OPNUNARTÍMA KOMIÐ OG LÍTIÐINN! f Vitinn a 2280

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.