Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.05.1987, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 27.05.1987, Blaðsíða 10
• Klakkur VE var á heimleið með bilaðan spilrafal þegar slegið var á þráðinn til Klakksmanna á mánudaginn. A mánudegi þegar þetta er skrifað er þokunni að létta eftir að hafa legiö yfir síðan í gær. en hún er búin að lfggja yfir undanfarna daga og gera mönnum lífið leitt. Ungu mennirnir sem fóru til að ná í egg á föstudaginn urðu næstum heimsfrægir eftir að hafa lent í hafvillu heila nótt. Óskari Matt á Leó varð að orði þegar hann ræddi um þetta við ritara að sennilega hefði hann oft orðið að liggja úti á sínum sjómanns- ferli, ef þokan hefði átt að ráða ferðinni. Sigurgeir Jónsson bryggju- spjallari er nú kominn á sjóinn og verðum við því miður að vera án hans þangað til í haust, en hann hefur sinnt einum þætti bæjarlífsins sem er sauðfjár- hald bæjarbúa, með Bjarnhéð- inn Elíasson í aðalhlutverki. Ekki ætla ég mér að gera ná- kvæma úttekt á þessu merka máli, nema hvað að á ferðum mínum um Eyjuna hefur mér sýnst að sauðburður sé langt kominn og flest virðist vera tvílembt hjá þeim Eyjabænd- um. Þetta var nú útúrdúr og þó því þó nokkrir sjómenn og útgerðarmenn bæði fyrrverandi og núverandi eru í aðalhlut- verkum í sauðfjárbúskapnum. „Skyggnið 10-12 mílur,“ segir Sigurð- ur á Suðurey. Örfáir netabátar eru enn að og komið hálfgert lokahljóð í þá sem enn eru að. Sigurður Georgsson á Suðureynni var að draga útaf Portlandinu á mánu- daginn þegar hringt var í hann. „Það er lítið í dag, mér finnst vera að koma lok í þetta. Við erum búnir að draga 3 trossur í morgun, 150 fiskar voru í eina og 100 í tvær, sem er kannski ekki svo lélegt. Þetta er mest þorskur, löngublandaður. í síð- ustu viku voru þetta 10 - 12 tonn eftir daginn nema á laug- ardaginn þá lönduðum við 7 tonnum. Ef fiskiríið verður ekki betra reikna ég með að eyða upp þessum netum sem við erum með úti og hætta svo. Ætli þau endist ekki út vikuna. Veðrið er ágætt, suð-austan gola og þokunni að létta, ætli skyggnið sé ekki um 10-20 mílur núna.“ „Orðið ansi vorlegt“, segir Bergvin á Glófaxa. Bergvin Oddsson á Glófaxa var orðinn nokkuð vorlegur. „Það er lítið í dag. Víð erum búnir að draga 2 og það voru 200 fiskar í hvora. Þetta er orðið ansi vorlegt, langa, ufsi og þorskur. Við erum með trossurnar hérna í kantinum, en ég reikna með að við förum að færa þær innar, það er kom- inn sá tími að það er helst að leita fyrir sér þar. Aflinn í síðustu viku var eitthvað um 50 tonn. 15 tonn fóru upp í stöð og 66 kör í gáma. Um veðrið er það að segja að það er bölvuð þokufýla og kaldi. Þokan var svo svört í morgun þegar við fórum út að maður sá ekki í Klettinn einu sinni, svo svört var þokan.“ „Ágætis veður“ seg- ir Magní á Sigurfar- anum. Þeir á Sigurfaranum, voru að toga á Víkinni og búið að vera ágætis kropp hjá þeim. Magni Jóhannsson stýrimaður var sæmilega ánægður með lífið. „Þetta er búið að vera ágætis kropp, við erum hérna á Vík- inni ásamt nokkrum bátum. Aflinn er mest ýsa. ufsablönd- uð. Við fórum út á aðfararnótt laugardagsins eftir að hafa landað 35 40 tonnum í síðustu viku. Af því fóru 14 kor upp í hús og afgangurinn í tvo gáma. Aflinn hjá okkur í þessum túr hefur verið þetta frá einu og upp í fimm tonn í hali, sem verður að teljast ágætt. Einu fréttirnar sem ég hef annars staðar frá eru að það er búið að vera ágætt í Lónsbugtinni, en lítið við Ingólfshöfðann." „Allt jafn saklaust hérna“, segir Jóhann á Halkion. Jóhann Norðfjörð stýrimað- ur á Halkion er alltaf jafn saklaus. „Allt saklaust hérna eins og venjulega. Það er búið a" vera bölvað bras okkur í nótt. Gat á poka og fleira ann- ars er þetta búið að vera ágætt og ég held að aflinn sé orðinn um 60 tonn síðan á miðviku- dag. Við erum hérna á Gaura- svæðinu (fyrir austan land) og á Langabanka. Heyrðu nú verð ég að hætta þessu því við erum kolfastir, sagði Bóbó að lokum.“ Það er vonandi að hann hafi náð trollinu heilu og einhver fiskur í trollinu. „Lítið að frétta,“ segir Logi á Smáey. Logi Snædal á Smáeynni var nýkominn út eftir að hafa verið með bátinn í slipp, vegna smá- bilunar. „Það er lítið að frétta. Við komum út í gærmorgun, eftir að hafa verið með bátinn í slipp, það var skrúfan sem þurfti að lagfæra. Þetta er búið að vera 1-2 tonn í hali síðan við komum út, svo það má segja að það sé heldur rólegt yfir þessu núna, en það var búið að vera eitthvert kropp áður en við komum út. „Lítið að hafa,“ seg- ir Andrés á Hafliða VE. Andrés Þórarinsson á Haf- liða VE , kenndur við Mjölni, var að láta trollið fara á Álseyjar- bleyðunni. „Það er lítið að hafa, það var einn poki síðast. við erum að kasta hérna rétt vestan við Álseynna. Baldur og Björgin er hérna líka og það hefur verið lítið hjá þeim líka. Við fórum út í morgun, en vorum líka sjó í gær. Fyrir helgi lönduðum við 17 körum. Veðr- ið er ágætt nema þessi þoku- skratti, sem er nú aðeins að létta.“ „Segi mest Ijótt,“ segir Óskar á Klakknum. Heldur var dauft hljóðið í Óskari Ólafssyni á Klakknum. enda á heim leið með bilaðan spilrafal. „Ég segi nú mest Ijótt. Við erum á Öræfagrunninu á heimleið með bilaðan spilrafal og það má reikna með viku til tíu daga stoppi. Þetta er búinn að vera hálfgerður ræfill hjá okkur. Við erum komnir með um 100 tonn eftir 9 sólarhringa. Mest er þetta grálúða og karfi. Rafallinn fór í morgun og það passar til að nú heyrist mér að það sé eitthvað að lifna yfir þessu þarna fyrir austan." Við látum fylgja góðar ósku til þeirra á Klakknunt með von um aö stoppiö verði sem stvst og þeir komist sem tvrsi ,i sjóinn aftur. þ\ i nu lei að nálgast besti timinn h|a logurn um. • Sæbjörn og Andrés Þórarins. á Hafliða VE. '[ FKErrife j MÁLGAGN VESTMANNAEYINGA Framhaldsskólinn — INNRITUN — Innritun nýrra nemenda fer fram á skrif- stofu skólans frá kl. 9-12 alla virka daga til 10. júní n.k. Umsóknir má einnig senda í pósthólf 160. Umsókn skal fylgja afrit af grunnskólaprófi. í boði eru eftirtaldar námsbrautir: A: 4ra ára brautir til stúdentsprófs: F élagsvísindabraut, N áttúrufræðabraut Hagfræðibraut. B: Tveggja og þriggja ára brautir: Vélstjórnarbraut, Iðnnámsbrautir, Uppeld- isbraut, Viðskiptabraut, Heilsugæslubraut, Tæknibraut, Fiskvinnslubraut og íþrótta- braut, ef næg þátttaka fæst. C: Eins árs grunnnám - verklegt: Grunndeild rafiðna, Grunndeild málmiðna, Vélavarðanám. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu skól- ans í síma 1079 á ofangreindum tíma. SKÓLAMEISTARI Félagsstarf aldraðra Að kvöldi fimmtudagsins 28. maí heldur félagsmálaráð skemmtikvöld að Hraunbúð- um. Á dagskránni verður söngur, glens og gaman auk góðra veitinga. Njótum sumar- kvöldsins saman. FÉLAGSMÁLARÁÐ

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.