Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.05.1987, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 27.05.1987, Blaðsíða 6
LÍÚ 50 ára 1989: Unnið að gerð kvik- myndar um sögu vélbátaútgerðar - Reiknað með að stór hluti hennar verði tekin hér. i Erlendur Sveinsson og Hilmar Rósmundsson. Erlendur Sveinsson kvik- myndagerðarmaður var á ferð- inni hér í Vestmannaeyjum í siðustu viku til að vinna að undirbúningi myndar, sem LÍÚ hefur á prjónunum að láta gera um þróun og sögu útgerð- ar í landinu og þó einkum vélabátaútgerðar, sem hófst um síðustu aldamót. Land- sambandið verður 50 ára 1989, og er reiknað með á afmælisár- inu verði myndin tilbúin. Erlendur Sveinsson, sem ásamt Hilmari Rósmundssyni var að kanna tökustaði hér í Vestmannaeyjum sagði um undirbúning myndarinnar. „Hilmar Rósmundsson hefur leitt okkur í allan sanleikann um útgerð hérna í Eyjum. Fyrirtækið Lifandi myndir, sem m.a. gerði myndina um saltfisk- inn fyrir SÍF og síldarmyndina, sem var sýnd hérna fyrir skömmu, vinnur að undirbún- ingi myndar um sögu útgerðar í landinu. Ég hef með nöndum undirbúning og hand.itsgerð. Gert er ráð fyrir að myndin verði í tveim hlutum. Fyrri hlutinn á að fjalla um sögu útvegsins, þróun veiða og fiski- skipa. Seinni hlutinn verður úr nútímanum og reikna ég með að hann yrði að verulegu leyti tekinn hér. Þar yrði lýst stöðu útgerðar í dag. Revnt verður að safna myndbútum sem víð- ast að en vitað er að til er kvikmyndaefni allt frá árinu 1924, sem * oftur Guðmunds- son tók. Svo vitum við að til eru bútar frá Vestmannaeyjum í íslandsmyndum sem útlending- ar hafa tekið m.a. þjóðverjar árið 1926. Það vantar myndir frá byrjun aldarinnar og þætti okkur vænt um ef fólk léti okkur vita af myndum sem það á, frá þessum árum og gæti lánað okkur. Ég reikna með að verulegur hluti myndarinnar verði héðan. Útvegsbænafélagið er eitt elsta félag útgerðarmanna á landinu, Björgunarfélag var stofnað hér 1918 og Bátaábyrgðarfélagið var stofnað 1862 og svo er þetta stærsta verstöð landsins sagði Erlendur að lokum.“ Þremenningar í hafvillum: Ellidaeyj arferðin sem aldrei var farin Hún varð í lengra lagi ferðin þcirra Jóhanns Ragnarssonar, Ingibergs Óskarssonar og Guð- mundar Ólafssonar á föstu- dagskvöldið. Um kl. 21:00 um kvöldið lögðu þeir úr höfn áleiðis út í Elliðaey. Niðaþoka var, en þeir sáu Bjarnarey og þaðan átti að taka stefnuna á Elliðaey. Þegar þeir voru komnir af stað um- lukti þokan þá þannig að ekki sást til lands og tóku þeir það til bragðs að sigla áleiðis upp í sand, eftir sólinni sem þeir sáu í gegnum þoKuna. Þegar þeir Dagur aldraðra í söfnuðinum Uppstigningardagurinn hef- ur um árabil verið helgaður öldruðum í kirkjum landsins. Kirkjan vill fá að vera athvarf allra og sérstaklega vill hún fá að þjóna stækkandi hópi ald- raðra. Kirkjan setur engan til hliðar en metur jafnt hvern einstakling -samkvæmt Guðs orði. Mest er um vert að varðveita þann dýrmæta arf sem við höf- um tekið við og borist hefur til okkar frá kynslóð til kynslóðar. Við höfum mikið að þakka og skuldina greiðum við best með því að nýta okkur reynslu aldraðra og meta þá að verð- leikum. Guðsþjónusta verður í Landa- kirkju á Uppstigningardag kl. 14 og eru allir hjartanlega vel- komnir en sérstaklega aldraðir í bænum. Til að auðvelda fólki kirkjuferð verður boðið upp á akstur til og frá kirkju og eru þeir sem áhuga hafa á þeirri þjónustu beðnir að hafa sam- band við sóknarprest í síma 1607 kl. 11-12 á Uppstigningar- dag. Eftir messu er öldruðum í bænum boðið í kaffi að Hraun- búðum en það er Kvenfélag Landakirkju sem býður í góðri samvinnu við starfsfólkið á Hraunbúðum. Þar mun kirkju- kórinn taka lagið undir stjórn Guðmundar H. Guðj- ónssonar. Vonandi sjá sem flestir sér fært að koma til kirkju á morg- un kl. 14 og við mættum eiga góða stund saman í húsi Drott- ins og samverustupd á eftir. Kjartan Örn Sigurbjörnsson komu að brimgarðinum héldu þeir vestur með landinu í átt til Þorlákshafnar. Eftir að hafa siglt í um klukkutíma ákváðu þeir að bíða því mjög var farið að ganga á bensínbirgðir þeirra. Létu þeir fyrirberast utan við brimgarðinn um nótt- ina í bátnum sem er 15 feta^ langur hraðbátur með utan-' bórðsmótor. Þeir voru án tal- stöðvar og áttavita, en yoru með neyðarblys sem þeir ætl- uðu að nota þegar von væri til þess að fólk á bæjum sem þeir sáu til væri komið á fætur. Þegar þeir komu ekki fram um kvöldið var farið að óttast um þá og um kl. 04:00 var hafin leit og tóku humarbátar, Lóðsinn, menn úr Björgunar- félaginu og Landhelgisgæslan þátt í leitinni. Rétt fyrir kl. sjö fór Lanhelgisþyrlan í loftið og fann hún bátinn um hálftíma síðar og þá voru þremenning- arnir heilir á húfi, en heldur þótti þeim vistin köld um nótt- ina í opnum bátnum. Þótti þeim verst að geta ekki látið vita af sér og látið vita að allt var í lagi hjá þeim. Tilgangur ferðarinnar var að sækja egg út i Elliðaey sem þeir tíndu þar á fimmtudaginn. Sögðust þeir ætla að láta sér þetta að kenningu verða og það sýndi sig að hægt væri að villast þó vegalengdir væru ekki miklar. ★ Saltkjötsrúllur ★ London-lamb ★ Kálfakjöt o.m.fl._ VORUMAÐ FÁ MIKIÐ ÚRVAL AF TEUM, EARL- GRA Y-SÍTRÓNU MANGÓ, OG SÓLBERJA 3 TEGUNDIfí af rauðrunna te 6 TEGUNDIR af ávaxtate og 3ja ára te. Decmin megrunartöflumarkomnaraftur - LÍTIÐINN, ÞAÐ BORGAR SIG - 17171 g Krakkar-krakkar - Frjálsar íþróttir - Innritun á sumarnámskeið sem hefjast 1. júní, verður í Félagsheimilinu laugardaginn 30. maí kl. 13. Aldurstakmark er 6 ára. Mánaðargjald 600 kr. (systkinaafsláttur), 400 kr. fyrir barn nr. 2»og barn nr. 3 frítt. Námskeiðin skiptast þannig: 2 tímar á dag, 5 daga vikunnar, kl. 9:30-11:30, 13:30- 15:30 og 20-22. FRJÁLSÍÞRÓTTADEILD ÍBV Aðalskoðun á dráttarvélum fer fram við lögreglustöðina við Hilmisgötu, vikuna 9.-12. júní 1987 kl. 8-12 f.h. hvern dag. BIFREIÐAEFTIRLIT RÍKISINS VINNUEFTIRLIT RÍKISINS Orlofsvika Húsmæðra Konur athugið! Orlofsvika verður að Laugarvatni 22.-28. júní n.k. Vinsamlegast látið skrá ykkur fyrir 10. júní í síma 1595 (Valgerður), 1057 (Sigrún). ORLOFSNEFND HÚSMÆÐRA

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.