Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 21.06.2001, Qupperneq 2

Fréttir - Eyjafréttir - 21.06.2001, Qupperneq 2
2 Fréttir Fimmtudagurinn 21. júní 2001 Óvenjulangur fundur Fundir bæjarráðs, sem alla jafna eru haldnir síðdegis a mánudögum, hafa yfirleitt verið mjög stuttir, ol'lasi i ki'ingum 20 mínútur. Fund- urinn á mánudag stóð þó miklu lengur, lrá kl. 16.00 til 17.20 eða klukkutíma lengur en venjulega. Raunar lágu öllu fleiri mál fyrir fundinum en venjulega, eða 15 talsins en Ifklega er þessi „fram- úrkeyrsla" á tíma aðallega vegna mikillar tillögugleði Guðrúnar Erlingsdóttur á fundinum. Fé úthlutað til íþrótta A fundi íþróttaráðs Vestmannaeyja sl. fimmtudag var samþykkt að úthluta eltirtöldum félögum úr Afreks- og viðurkenningasjóði fyrir afrek unnin á árinu 2000: IBV íþróttafélagi, UMF Óðni, Fimleika- félaginu Rán, íþróttafélaginu Ægi, íþróttafélagi Vestmannaeyja, KFS, Golfklúbbi Vestmannaeyja og Sundfélagi IBV. Þá var ákveðið að úthluta sömu aðilunt rekstrar- styrkjum fyrir árið 2001, nteð sérstöku tilliti til barna- og ung- lingastarfs. Bæði úthlutun úr Af- rekssjóði svo og úthlutun rekstrar- styrkja eru trúnaðarmál þar til af- hcnding fjárveitinganna hefur farið fram. Vænn hlutur kvenna í Eyjum Fyrir síðasta fundi bæjarráðs lá bréf frá félagsmálaráðuneytinu um aukinn hlut kvenna í sveitar- stjórnum. I bókun bæjarráðs er vakin athygli á að hlutur kvenna í bæjarstjórn Vestmannaeyja er rúnt 57% og í bæjarráði um 67%. Þá hafi verið jafnvægi milli kynja á framboðslistum ílokka á þessu kjörtímabili. Samkvæmt þessum tölum þurfa konur í Vestmanna- eyjum ekki að kvarta ytir sínum hlut, að minnsta kosti ekki hvað varðar ítök í bæjarstjórn. Listauki vill styrk Bæjarráði hefur borist bréf frá Listauka ehf. þar sem farið er fram á styrk að upphæð kr. 500 þúsund vegna verkefnisins „Midnight sun fashion show“ þann 7. júlí nk. Bæjarráð hefur falið bæjarstjóra að alla frekari upplýsinga vegna þessarar beiðni. Engir nektarstaðir í Eyjum A fundi bæjarráðs á mánudag lagði Guðrún Erlingsdóttir fram svo- hljóðandi tillögu: „Bæjarráð Vest- mannaeyja samþykkir að í endur- skoðuðu aðalskipulagi Vestmanna- eyjabæjar verði nektardansstaðir ekki leyfðir og/eða svipuð starf- semi.“ Þessi tillaga var samþykkt í bæjarráði og því ljóst að svonefndur súludans fær ekki að þrífast í Eyjum, a.m.k. ekki opinberlega. Leiðrétting 1 síðasta blaði féll niður föðurnafn Friðriks Þ. Stefánssonar frá Skelj- ungi sem hér var til að afhenda ÍBV peninga og skrifa undir samning við félagið. Er hann beðinn velvirðingar á þessum mistökum. Big Stórfjón ó vatnsleiðslunni vegna snurvoðartógs: Skiptir milljónum ef ekki milljónatugum 1 ....................... ■- - - r\ SNURVOÐARTÓGIÐ sem skemmt hefur vatnsleiösluna. Er það slæmur vitnisburður fyrir sjómenn að svona nokkuð gerist. F.v. Stefán Martin, skipstjóri á kafarabátnum Hamri, Áslaug dóttir hans og bræðurnir og kafararnir Gunnlaugur og Arnoddur Erlendssynir. Kajakleiga í Eyjum Enn eykst fjölbreytnin í Vest- mannaeyjum hvað varðar íþróttir og tómstundir. Nú hefur bæst hcldur betur við flóruna því opnuð hefur verið kajakaleiga í Eyjum. Nokkrir Eyjapeyjar hafa keypt til Eyja sex kajaka af gerðinni Hasle Explorer. Þessir kajakar hafa reynst mjög vel hér við land og eru sérstaklega taldir henta byrjendum. Að sögn eigend- anna var þetta skyndiákvörðun, tekin fyrir nokkrum vikum þegar félagamir hittust. Þó að ákvörðunin hafi verið tekin skyndilega þá höfðu þeir flestir gengið með þennan draum í mag- anum í nokkum tíma. Að sögn peyjanna þá er stórkostlegt að sigla á kajak við Eyjarnar enda óvíða þar sem fuglalífið er eins fjöl- breytt og náttúran jafn stórbrotin. Kajakíþróttin er jafnt fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir. Leigan útvegar allan öryggis- búnað og fylgir leiðsögumaður í allar ferðir þannig að hámarksfjöldi gesta er fimm manns. Þeir sem hafa áhuga á að reyna sig í íþróttinni þurfa einungis að mæta í þægilegum útivistarfatnaði og léttum skóm. Áhugamönnum og konum um kajak- róður er því bent á að hringja í einhvem af eftirfarandi aðilum og þeir munu skipuleggja ferðina í samvinnu við gesti: Egill Amgrímsson, Þor- steinn Sverrisson, Páll Marvin, Ármann Höskuldsson eða Helgi Bragason í síma 698-1068. Innbrot í Golfskálann í síðustu viku kom í ljós að verulegar skemmdir hafa orðið á vatnsleiðslunni milli lands og eyja. Dræsa af snurvoðartógi hafði vafist utan um leiðsluna, þar sem hún liggur milli Klettsnefs og Elliðaeyj- ar, og valdið miklum skemmdum. Friðrik Friðriksson, veitustjóri, segir að þetta hali kornið í ljós við eftirlit með neðansjávarmyndavél. „Við höfðum talið að þarna væri leiðslan á kafi í sandi en svo reyndist ekki vera,“ sagði Friðrik. Leiðslan er rammlega gerð og á að vera tryggilega varin gegn skemmd- um, alls em tíu lög utan um sjálfa pípuna, þar af þrjú sem em níðsterk vamarlög en Friðrik segir að þau hafi öll látið á sjá. „Það er búið að ákveða hvemig staðið verður að viðgerðinni. Þar sem leiðslan er verst farin verða settar ryðfríar hulsur utan um hana til að hefta frekari skemmdir. Annars staðar þar sem skemmdir em minni verða plaströr glennt sundur og sett utan unt hana,“ segir Friðrik. Viðgerð stendur nú yfir og Friðrik segir hana ekki þurfa að taka langan tíma en veðrið ráði þar mestu. Tveir kafarar vinna að viðgerðinni auk aðstoðarmanns á skipi. Friðrik segir ekki ljóst hver kostnaður verði við viðgerðina en víst sé að hann skipti milljónum. „Aðaltjónið er þó sjálf leiðslan. Hver km af henni kostar um 20 milljónir og svo kemur að auki kostnaður við að fá skip til að leggja hana,“ sagði Friðrik. Slrkar neðan- sjávarlagnir em ekki tryggðar þannig að tjón Vestmannaeyjabæjar er umtalsvert. Aðfaranótt mánudagsins 18. júní var farið inn í tækjageymsluna í Golfskálanum, nokkrir skápar opnaðir og þegar er ljóst að stolið hefur verið úr einhverjum þeirra. Þetta mál er litið alvarlegum augum af stjóm GV og hefur það verið kært til lögreglu. Þeir sem hafa lent í tjóni vegna þessa em beðnir að láta Elsu Valgeirsdóttur, framkvæmdastjóra klúbbsins, vita. Þá em þeir sem ein- hverjar upplýsingar geta gelið um mannaferðir eða annað sem getur upplýst málið, beðnir að láta framkvæmdastjóra eða lögreglu vita og verður fyllsta trúnaðar gætt. Hátíð hjá Sparisjóði og bænum þann 7. júlí Goslokanna verður minnst laugardaginn 7. júlí nk. í Skvísusundi eins og verið hefur undanfarin ár. Hefur skemmtun þar mælst vel fyrir og margir gestir komið frá fastalandinu til að taka þátt í hátíðahöldum dagsins. Sparisjóðsdagurinn verður einnig haldinn 7. júlí og dagskrá nteð hefðbundnu sniði s.s. grilli og ýnisum uppákomum. Aðaláherslan verður á afþreyingu fyrir börn sem oft á tíðum hafa skemmt sér konunglega þcnnan dag. Þátttaka hefur verið mjög góð undanfarin ár og virðast bæjarbúar kunna vel að meta þetta framtak. Lokframkvæmda á malan/elli Iþróttafulltrúi hefur lagt fram kostn- aðaráætlun við að Ijúka fram- kvæmdum við íþróttavöllinn í Löngulág, þeim er snúa að iðkun frjálsra iþrótta sem og fram- kvæmdum við umhverfi vallarins. Kostnaðaráætlunin er 3 milljónir króna en í fjárhagsáætlun ársins er gert ráð fyrir framkvæmdum fyrir 1,5 milljónir kr. Þessar fram- kvæmdir hafa verið samþykktar í íþróttaráði og hefur íþróttafulltrúa verið falið að ganga til samninga við verktaka um niðurlagningu á kanti hlaupabrautar. Við endur- skoðun á fjárhagsáætlun ársins mun íþróttaráð leggja Iram tillögur um tilfærslur á fjármagni í málaflokk ráðsins en að öðru leyti er samþykkt að geil verði ráð fyrir umfram- kostnaði í fjárhagsáætlun ársins 2002. Mörkin komin í gagnið Einir Ingólfsson sendi fyrir nokkru íþróttaráði erindi, fyrir hönd drengja sem iðka götuknattleik (street hoekey). I erindinu er þess óskað að bæjaryfirvöld láti smíða eitt sett af mörkum fyrir þessa íþróttagrein og mörkin verði staðsett við íþrótta- miðstöðina. Fram kemur í erindinu að drengirnir eru reiðubúnir að styðja verkefnið Ijárhagslega en kostnaður við þessa smíði nemur 50.200 kr. íþróttafulltrúi upplýsú á síðasta fundi íþróttaráðs að þessi rnörk hefðu verið smíðuð og væri þegar búið að koma þeim upp við Iþróttamiðstöðina. Þá hefði annað sett af mörkum verið srníðað og því komið fyrir við Túngötu. Þessi framkvæmd rúmast innan ljárhags- áætlunar ársins. Vilja setja upp skilti ÍBV íþróttafélag hefur sent skipu- lags- og bygginganefnd beiðni um að koma fyrir nokkmm auglýsinga- og tilkynningaskiltum. Einu þeirra verði komið fyrir vinstra megin vegar þegar ekið er í bæinn frá Flugstöðinni. Hinum verði komið fyrir við fánaborg Iþróttamið- stöðvar. á horni Illugagötu og Hlíðavegar. á homi Strandvegar og Heiðarvegar. á homi Heiðarvegar og Kirkjuvegar og á homi Skóla- vegar og Vesturvegar. Skipulags- og bygginganefnd hefur frestað því að afgreiða þetut erindi. Hittast á þriðjudögum Skógræktarfélag Vestmannaeyja stendur nú í ströngu við að gróð- ursetja tré í nýja hrauninu austan við bæinn, ásamt unglingum í vinnu- skólanum og öðmm bæjarstarfs- mönnum. Áætlað er að gróðursettar verði um 6000 trjáplöntur sem er sami fjöldi og í fyrrasumar og er þetla hluti af landgræðsluskóginum Hraunskógi. Sjálfboðaliðar mæta á planinu sunnan við Skansinn kl. 20 öll þriðjudagskvöld í júní og em allir hjatlanlega velkomnir. Utgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Omar Garðarsson. Blaðamenn: Sigurgeir Jónsson, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. i Á j1 j Æ Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 4711. hæð. Sími: 481 -3310. Myndriti: 481- ; ~ a 1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrjft og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruvai, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn og í Jolla í Hafnarfirði. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum baejar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.