Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 21.06.2001, Side 16

Fréttir - Eyjafréttir - 21.06.2001, Side 16
16 Fréttir Fimmtudagur 21. júní 2001 Djjxaði í Borgarholtsskóla: Áhugi á flugi kviknaði í sandkassanum á Kirkjugerði -segir Guðni Sigurður Guðjónsson, brottfluttur Eyjamaður sem náði frábærum árangri á stúdentsprófi I síðasta blaði sögðum við frá nokkrum Eyjamönnum sem voru að útskrifast m.a. frá Kennaraháskólanum. Allt er þetta fólk upprunnið í Vest- mannaeyjum þó ekki sé þar með sagt að þau velji sér heima- hagana sem starfsvettvang. En þeir eru fleiri Eyjamennirnir að gera það gott og einn þeirra, Guðni Sigurður Guðjónsson, sem útskrifaðist sem stúdent frá Borgarholtsskóla í vor, gerði sér lítið fyrir og tók hæsta próf við skólann. Hefur ræktað sambandið við Vestmannaeyjar Guðni er borinn og barnfæddur Vestmannaeyingur, fæddist hér þann 12. október 1981 og bjó hér til 16 ára aldurs. Er hann bamabam Guðna Ben. vélstjóra og vélvirkja. Hann lauk gmnnskóla í Vestmannaeyjum og útskrifaðist frá Hamarsskóla 1997 og flutti sama ár til Reykjavíkur með foreldrum sínum. Hann útskrifaðist af náttúmfræðibraut frá Borgarholtsskóla og er Dux scholae þetta árið með meðaleinkunnina 9,67. Hann er með ágætiseinkunn í öllum fögum, níur og tíur og hlaut fern verðlaun, fyrir bestan árangur á stúdentsprófi, fyrir bestan námsárangur í sögu, íslensku og raungreinum sem eru eðlisfræði, efnafræði, jarðfræði, landafræði. líffræði, stærðfræði og veðurfræði. í samtali við Fréttir segist Guðni haf'a verið duglegur að heimsækja Vestmannaeyjar og rækta sambandið við gömlu vinina eftir að hann flutti til Reykjavíkur. „Fyrsta árið í Reykjavík var erfitt en þar sem Borgarholtsskóli var fremur lítill í sniðum þegar ég byrjaði eignaðist ég mjög fljótt góða vini sem ég kem til með að eiga alla ævi. I skólanum ereinvala lið kennara sem eru allir með óþrjótandi metnað til að gera eitthvað nýtt og spennandi. Námið var engu að síður strangt og stanslaus verkefnavinna. Félagslífið var mjög gott og alltaf verið að brydda upp á skemmtilegum uppákomum," segir Guðni um Borgarholtsskóla sem hann er nú að kveðja. Guðni segir að eftirminnilegasti hluti tímans í Borgarholtsskóla hafi verið þátttakan í Gettu betur, spum- ingakeppni framhaldsskólanna, þar sem Borgarholtskóli tapaði naumlega fyrir MR í bráðabana. „Eg var liðs- stjóri og þjálfari ásamt Sigurði Ama Sigurðssyni sögukennara og fleirum. Sigurður Ami kenndi við Framhalds- skólann í Vestmannaeyjum fyrir nokkmrn ámm við miklar vinsældir nemenda. Okkur gekk mjög vel og það var gaman að sjá uppskeru alls erfiðisins. Við þjálfararnir sömdum um 20 þúsund spumingar á tímabilinu og keppendurnir, þeir Sæmundur Ari, Páll og Hilmar lásu sig í kaf. Við náðum heldur betur að hrista upp í MR-ingum í æsispennandi lokaviður- eign eins og flestum Islendingum er kunnugt um. En viðureignin skildi engin sáreftirþví milli spumingahópa Borgarholtsskóla og MR var góður andi í keppninni sjálfri og í dag er mikill og góður vinskapur á milli hópanna.11 Guðni segist alltaf hafa átt auðvelt með að læra og allt sitt framhaldsnám hefur hann rniðað við að verða flug- maður. „Á framhaldsskólaárunun hafa Flugleiðir og Atlanta leyft mér að koma sem „observer", það er maður sem er skráður í áhöfn og fylgir flugmönnunum hvert fótmál. Með þessum hætti hef ég bæði flogið með Boeing 474 hjá Atlanta og Boeing 757 hjá Flugleiðum til Evrópu. Einnig hef ég fengið tækifæri til að fara sem „observer" með Landhelgisgæslunni á Fokker F-27. Þeir hjá Landhelgis- gæslunni, Flugleiðum og Atlanta hafa verið sérlega liðlegir að leyfa mér að koma með. Það er skemmtilegt að hafa fengið tækifæri til að fljúga með mönnum eins og Arngrími Jóhanns- syni hjá Atlanta og þeim Páli Halldórssyni og Benóný Ásgrímssyni hjá Gæslunni. Þetta hefur verið mér mikil hvatning í mámi því þama eru mínar fyrirmyndir í lífinu. Að auki hef ég tekið slatta af flugtímum og ekki hefur það virkað letjandi á mig. Þetta er baktería sem hefur lýlgt mér frá því ég var í sandkassanunt á Kirkjugerði og virðist ekki ætla að eldast af mér,“ GUÐNI Sigurður Guðjónsson, sem útskrifaðist sem stúdent frá Borg- arholtsskóla í vor, gerði sér lítið fyrir og tók hæsta próf við skólann. segir Guðni. Hann segist vera að skoða mögu- leika á að komast á styrk hjá erlendu flugfélagi og er með nokkur í huga. „Möguleikamir eru samt frekar tak- markaðir því tugir þúsunda sækja um þessar stöður á hverju ári. í þessum styrkveitingum felst að að félögin borga allt námið og í staðinn er maður samningsbundinn þeim í fimm ár. En það sakar ekki að reyna.“ Gangi það ekki eftir ætlar Guðni í véla- og iðnaðarverkfræði í Háskóla íslands í haust. „Ég er reyndar þegar búinn að skrá mig og að því loknu færi ég í atvinnuflugmannsnám. Ég tel að ég muni standa betur að vígi þegar kemur að því að sækja um flug- mannsstöðu með háskólapróf í far- teskinu. Það em ekki mörg atvinnu- tækifæri fyrir flugmenn hér á landi og því er um að gera að mennta sig til að standa betur að vígi í samkcppninni." sagði Guðni að lokum. Elsa Valgeirsdóttir, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir og Helgi Bragason skrifa: Hinn nýi Eyjamaður eða hvað.... Sigrún Inga Helgi Elsa Hér er eingöngu stiklað á nokkrum atriðum sem fram koma hjá hinum Nýja Eyjamanni. Satt best að segja hefur maður ekki í langan tíma orðið vitni að eins málefnasnauðum og röngum málflutningi, málflutningi sem skaðar ímynd Eyjanna. Það skýtur skökku við að sá maður sem er ábyrgur fyrir hinum Nýja Eyjamanni, Andrés Sigrnundsson, er jafnframt formaður Bæjarmálafélags Vestmannaevialistans. 7.991.602,- Nú nýlega var borið í hús í Vest- mannaeyjum dreifibréf sem ber yfirskriftina Nýi Eyjamaðurinn. Ut- gefandi að bréfi þessu kallar sig „Áhugahóp um málefni bæjarfélags- ins“. Við lestur þessa bréfs vakna ýmsar spurningar. Hvaða öfi reka menn áfram til þess að setja á prent aðrar eins rangfærslur og jafnmikla neikvæðni eins og þama er gert? Hvaða hópur er það sem eyðir tíma sínum í það að sverta ímynd Eyjanna jafnmikið og raun ber vitni? Við bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins sem myndum meirihluta í bæjarstjórn Vestmannaeyja ásamt Guðjóni Hjörleifssyni bæjarstjóra viljum koma á framfæri nokkrum leiðréttingum vegna atriða sem fram koma í ofangreindu dreifibréfi. í 1. lagi: Laun bæjarstjóra: Mismunur upp á tæpar 3.7 milljónir á ári. Laun bæjarstjóra eru sögð kr. 780.000,- á mánuði en em: Föst laun :..........: 298.220,- kr. á mánuði Föst yfirvinna 50 tímar: 154.851.-kr. á mánuði Orlof á eftirvinnu:..: 20.193.- kr. á mánuði Samtals..............: 473.264,- kr. á mánuði Auk þess fær hann, eins og aðrir forstöðumenn bæjarsjóðs og stofnana hans, greiddan bifreiðastyrk sem er kr. 39.302,- á mánuði svo og eins og aðrir kjömir bæjarfulltrúar, bæjarlulltrúalan og laun fyrir setu í ráðum og nefnum á vegum bæjarins. Mismunur á mánaðarlaunum er 306.736,- eða kr. 3.680.832,- á ári. I 2. lagi: Skuldir pr. íbúa: Samkvæmt ársreikningum bæjarsjóðs em skuldir á hvem íbúa kr. 337.000.- og skuldbindingar 221.000,- sem em aðallega lífeyrisskuldbindingar og gera þetta 558.000.- á hvern íbúa. í hinum Nýja Eyjamanni er þessi tala sögð vera kr. 1.000.000.- á hvem íbúa. Það er þessi upphæð sem notuð er til samanburðar milli sveitarfélaga. Þama er mismunur upp á 442.000. kr. á mann. í 3ja lagi: Herjólfsbréf og bók- haldsbrellur: Þegar hlutabréf bæjarins í Herjólfi hf vom seld vom hagsmunir bæjar- félagsins hafðir að leiðarljósi. Bréfin vom seld á 55 milljónir króna sem er að flestra mati 25-30 milljónum yfir markaðsverði. Minnihlutinn íbæjar- stjóm/V-listamenn reyndu allt til þess að gera þetta mál tortryggilegt. Eins og málum var komið var salan á þessu verði gerð með hagsmuni bæjarsjóðs að leiðarljósi. Við töldum að þegar við vorum kosin í bæjarstjórn, hvort sem við hefðum orðið í meirihluta eða minnihluta að hagsmunir bæjarins væm nr. 1 2 og 3. Söluhagnaður af bréfunum er færður til tekna eins og gert er annars staðar og skv. bókhaldsvenju, þannig að „orðinu“ bókhaldsbrellu í Nýja Eyjamanninum er vísað til föður- húsanna. I þessu samhengi má benda á að Jón Hauksson, kjörinn skoðun- armaður reikninga bæjarins og sam- starfsmaður ábyrgðarmanns Nýja Eyjamannsins, gerði enga athugasemd um bókhaldsbrellu. Hér sitja bókarar bæjarins og endurskoðendur undir ósanngjömum ámælum. í 4. lagi: Hraun og menn Samkvæmt útgáfu blaðsins er sagt að verkefnið Hraun og menn hafi kostað bæjarbúa 11 milljónir króna. Hið rétta er að verkefnið kostaði Vestmanna- eyjabæ kr. 3.008.398.- og þar er hluti kostnaðar vinna bæjarstarfsmanna og tækja Áhaldahússins. Annar kostn- aður v/Hrauns og manna er greiddur í formi styrkja og sértekna Þróunar- félagsins. Þama er munur upp á I 5. lagi: Skatttek jumismunur upp á 148 niilljónir: I samanburði em skattekjur sam- kvæmt tjárhagsáætlun 2000 kr. 942 milljónir en í blaði þeirra félaga kr. 794 milljónir. Þama er mismunur upp á 148 milljónir króna. 16. lagi: Baksíðan - úrklippa úr DV Á baksíðu Nýja Eyjamannsins em notaðar fyrirsagnir úr DV sem slitnar vom úr samhengi viðtals sem Eiríkur Jónsson blaðamaður tók við undir- ritaðan, Helga Bragason, bæjar- fulltrúa. Helgi hefur gert grein fyrir því í Fréttum hversu frjálslega og rangt var haft eftir honum. Greinin í DV var engum til framdráttar og slæm fyrir ímynd Eyjanna og er það miður að hinn Nýi Eyjamaður skuli feta í fótspor framangreinds blaðamanns. Lokaorð: Hér er eingöngu stiklað á nokkmm atriðum sem fram koma hjá hinum Nýja Eyjamanni. Satt best að segja hefur máður ekki í langan tíma orðið vitni að eins málefnasnauðum og röngum málflutningi, málflutningi sem skaðar ímynd Eyjanna. Það skýtur skökku við að sá maður sem er ábyrgur fyrir hinunr Nýja Eyjamanni, Andrés Sigmundsson, er jafnframt formaður Bæjarmálafélags Vest- mannaeyjalistans. Vestmannaeyjalistinn myndar minnihluta í bæjarstjóm og hefur haft hátt um það að ímynd bæjarins þurfi að bæta, þeirra höfðingi er hér ábyrgur. Það er von okkar að hinn Nýi Eyjamaður noti krafta sína og fjármuni til jákvæðari verka, verka sem byggja upp ímynd Eyjanna en brjóta hana ekki niður. Elsa Valgeirsdóttir, Sigrt'm htga Sigurgeirsdóttir og Helgi Bragason.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.