Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 21.06.2001, Qupperneq 6

Fréttir - Eyjafréttir - 21.06.2001, Qupperneq 6
6 Fréttir Fimmtudagur 21. júní 2001 FRÍÐUR hópur hestamanna og hesta á Nýjahrauninu. Það er ekki oft sem það gerist að fólk kemur til Eyja með hesta sína en „söfnuði séra Sigurðar“ líkaði dvölin vel. Kom það í hlut Gunnars Arnasonar að vísa til vegar og sýna þeim fallegustu staðina á Heimaey. í hestaferð til Eyja SÖFNUÐUR séra Sigurðar heitir merkilegur hópur sem í síðustu viku kom til Vestmannaeyja með hesta sína og skoðaði Heimaey undir leiðsögn Gunnars Arnasonar hrossabónda í Lukku. Þau tengjast öll á einhvem hátt Gnúpverjahreppi og nær saga safn- aðarins, sem telur tólf til 15 manns, allt aftur til ársins 1983. Fara þau a.m.k. eina hestaferð á sumri. Segja þau að aðaldriffjöðrin sé Arngrímur „djákni" sem reyndar er lálinn. „En við höfum alltaf aukahnakk og hest handa honum sama hvert við förum," segir hópurinn. Hópurinn hefur ferðast um nær allt ísland. Þau hafa m.a. riðið norður Arnarvatnsheiði, í Miðfjörð, Dalina, Löngufjönrr, Vík, Höfðabrekku og nú síðast til Vestmannaeyja. Hér reyndu þau m.a. að sundríða í Klaufinni. „Þetta er hress og skemmtilegur hópur,“ sagði Gunnar Amason, eftir að hat'a sagt þeim til vegar á Heimaey á föstudag og laugardag. „Þau komu með eigin hesta og það sem ég gerði var að sýna þeim það helsta sem hér er að sjá. Þau voru mjög ánægð með ferðina hingað og ég held að þama sé nýr möguleiki í ferðamennsku sem vert er að veita athygli. Eg er viss um að það er ekki síður skemmtilegt að skoða náttúruna hér af hestbaki heldur en úr bíl. Það þyrfti reyndar að útbúa nokkra reiðvegi en þeir væm fljótir að borga sig takist okkui' að fá hingað hópa í hestaferðir. Þetta fólk skilur mikið eftir hvar sem það kemur,“ sagði Gunnar að lokum. BlátindurVE: Þátturinn sem gleymdist I allri þeirri umijöllun sem verið hefur um bátinn Blátind og afhendingu hans á sjómannadag, hafa mörg nöfn verið nefnd. Nöfn manna sem unnið hafa ötult og gott starf að uppbyggingu bátsins. Eitt nafn hefur þó gleymst í þeirri umfjöllun, nafn þess aðila sem kom því til vegar að Blátindi var bjargað norðan frá Ólafsfirði þar sem hans beið að fara á áramótabálköst. Sá aðili var Hcrmann Einarsson, kennari og ritstjóri Dagskrár og hefði hans ekki notið við á þeim tíma hcfði enginn Blátindur verið afhentur á sjómannadegi. Upphaflð var að Hermann skrifaði klausu í Dagskrá í nóvember 1992 þar sem hann impraði á því að gaman væri að eiga og varðveita eitthvað af þeim skipum sem hér hefðu verið smíðuð gegnum tíðina. Skömmu síðar var haft samband við Hermann norðan frá Ólafsfirði og honum sagt að þar lægi í reiðileysi báturinn Blá- úndur sem búið væri að úrelda og væri ætlunin að nota hann sem uppistöðu í bálköst um áramótin 92-93. Hermann segist fyrst í stað ekki hafa trúað þessu, að Blátindur væri enn „lífs“ en hann hafi farið á stúfana í nafni Sögufélagsins, ásamt Jóhanni Friðfinnssyni, og þeir hafi fengið leyfi til að láta draga skipið til Vest- mannaeyja. Landhelgisgæslan tók það að sér og Hermann segir að þeir gæslumenn hafi sagt að skipið hafi ekki verið í verra ástandi en svo að vélin var gangfær og vel hefði verið unnt að sigla honum fyrir eigin vélarafli til Eyja. Það mátti þó ekki þar sem búið var að úrelda hann. En vel gekk að draga skipið til Eyja þó svo að Hermann segi að einhverjir hafi nú hrist höfuðið yfir því ráðslagi að vera að draga þetta „brak" hingað. Hermann segir að Sögufélagið hafi síðan afhent menningarmálanefnd bæjarins bátinn formlega úl varðveislu 11. maí árið 1993, á 60 ára afmæli Byggðasafnsins og þar með hafi þætti Sögufélagsins að mestu verið lokið. Það sé því hálfgildings hráskinns- leikur að báturinn skuli á ný hafa verið afhentur nefndinni sl. sjómannadag. „En ég gleðst með öðrum yfir því að skipið skuli nú vera komið í það horf sem okkur dreymdi um á sínum tíma. Þeir aðilar sem þar hafa komið að verki hafa unnið vel og nú er bara að vona að bæjaryfirvöld sjái sóma sinn í því að halda skipinu við,“ sagði Hermann Einarsson. Guðrún með ellefu fyrir- spurnir vegna skepnuhalds Guðrún Erlingsdóttir lagði á síðasta fundi bæjarráðs fram fyrirspurn í 11 liðum og varða allir liðirnir skepnuhald í Vestmannaeyjum: a) Hve mörg hross eru nú í Vest- mannaeyjum? b) Hve mörg hross er heimilt að hafa í Vestmannaeyjum? c) Hve margar kindur eru annars vegar á Heimaey og hins vegar í úteyjum? d) Hve mikið af kindum er heimilt að hafa á Heimaey og í úteyjum? e) Hvemig er leyfum til hestahalds og fjárbúskapar úthlutað? f) Hver hefur efúrlit með því að þeir sem halda skepnur hafi til þess úlskilin leyfi? g) Hvaða viðurlög eru við óleyfilegu skepnuhaldi og hver sér um að beita þeim? h) Hve mikið af hundum er nú í Vestmannaeyjum? i) Hvemig er skráningu hunda og eftirliti með þeim háttað? j) Hveijum ber að sjá um skráningu og eftirlit með hundum? k) Hvenær má vænta niðurstaðna túnsamninganefndar? Ymsar þessara fyrirspuma hafa raunar birst undanfarin misseri á síðum Frétta en erfiðlega gengið að fá við þeim viðhlítandi svör. Ef til vill verður bæjarfulltrúa V-listans betur ágengt í viðleitni sinni að fá þau svör. Héraðsdómur Suðurlands: Sviptur ökuleyfi -Neitaði ölvunarakstri og kvaðst hafa drukkið áfengi eftir að akstri lauk Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóm 31. maí sl. yfir manni sem ákærður var fyrir ölvunaraskstur. Málið var höfðað gegn honum af lögreglustjóranum í Vestmanna- eyjum en maðurinn neitaði sakar- giftum og kvaðst hafa neytt áfengis eftir að hann kom inn á heimili sitt. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ekið bifreið undir áhrifum áfengis, og svo óvarlega að hann ók fyrst upp á gangstétt og síðan þvert yfir götuna þar sem bifreiðin lenú á steinsteyptum vegg og stöðvaðist. Síðan ók ákærði áfram að heimili sínu og var handtekinn þar skömmu síðar. Ákærði neitaði, eins og fyrr segir, að hafa ekið undir áhiifúm áfengis en kvaðst hafa misst stjórn á bifreið sinni þar sem eitthvað hefði gefið sig í stýri bifreiðarinnar. Hann kvaðst hafa neytt áfengis eftir að hann kom að heimili sínu og að 40 - 50 mínútur hafi liðið frá því hann hóf drykkju eftir akstur og þar til honum hafi verið tekið blóð. I frumskýrslu lögreglunnar kemur fram að að tilkynning hafi borist frá vegfaranda kl. 20.25 um atburðinn og vegfarandi, sem hafi komið beint af árekstursstað á lögreglustöð klukkan 20.28. Lögregla fór beint á heimili mannsins og var hann handtekinn kl 20.35. Honum var dregið blóð kl. 20.55 og aftur 22.01. Þvagsýni var tekið 23.15 og endanleg niðurstaða alkóhólákvörðunar í þvagi mældist 2,36 o/oo, en í blóðsýnum 1,84 o/oo í því fyrra en 1,60 o/oo í því síðara. Lögregla sem ræddi við ákærða við handtöku fann daufan áfengisþef frá honum. Vitni bar að ákærði hefði verið í annarlegu ástandi á áreksturs- stað og hafi ekki viljað sinna bend- ingum sínum um að stöðva. I framburði og álitsgerð lyfjafræð- ings og deildarstjóra Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræðum hjá Háskóla Islands kom fram að vegna hins mikla etanólmagns í blóði umrædds ökumanns kl. 20.55 er líklegt að hann hafi verið undir talsverðurn áhrifum áfengis allt að þremur stundarfjórðungum fyrr eða um kl. 20.15. Við mat á niðurstöðum alkóhólmælinga í blóði og þvagi, kvað hún töku tveggja blóðsýna og eins þvagsýnis gefa mun fyllri mynd af alkóhólneyslu en taka eins blóð- sýnis og þvagsýnis, eins og venja er til um í sambærilegum málum. Þá segir í dóminum að sannað sé með fram- burði lögreglumanna og eins annars vitnis „... að lögregla hafði afskipti af ákærða í síðasta lagi 10 mínútum eftir að..." hann hætti akstri bifreiðarinnar. Ekki þótti dómara þó framkomin nægileg sönnun þess að vínandamagn í blóði ákærða við aksturinn hafi verið eins mikið og niðurstöður blóðtöku kl. 20.55 sögðu til um og því var miðað við að áfengismagnið hefði verið mun minna og refsing því milduð í samræmi við þá niðurstöðu. Ákærði var því dæmdur í 50.000 kr. sekt til ríkissjóðs og sviptur öku- réttindum í sex mánuði. Hvað kostar bland í poka: Mismunur allt að 231% milli verslana Þann 6. júní sl. tók Rut Áslaugsdóttir sig til og gerði verðsamanburð á sælgæti í átta verslunum í bænuni. Ástæða þess að hún framkvæmdi þessa könnun var sú að hún þóttist taka eftir því að niagn þess sælgætis sem hún fékk hverju sinni var afar mismunandi. Áslaug fór í verslanirnar og bað um sælgæti fyrir eitt hundrað krónur en þess ber að geta að í 11/11 og KA er greitt eftir vigt og magn keypt sem næst verðgildi hundrað króna. Niðurstöður könnunarinnar eru birtar eins og þær koma fyrir. Könnunin var gerð miðvikudaginn 6. júní e.h. Farið var í 8 verslanir og keypt bland í poka fyrir 100 kr. og sérstaklega beðið um að ekki væri gúmmí með. Eins og sjá má á töflunni fyrir neðan er verðmunurinn gífurlegur eða 231 % á dýrasta og ódýrasta namminu. Verslun Verð (kr) Þyngd (gr) Kr/kg Klettur 100 52,54 1903 Bónusvídeo 100 68,17 1467 11/11 * 112 91.42 1225 Tvisturinn 100 90,93 1100 KÁ * 98 96,90 1011 ísjakinn 100 104,66 955 Skýlið 100 109,11 917 Kráin 100 121,30 824 * 50% afsláttur á laugardögum. Nammið var vigtað án umbúða. Nýtt geymslusvæði við Sorpbrennsluna Skipulags- og byggingafulltrúi hefur lagt fram tillögu að skipulögðu geymslusvæði fyrir fyrirtæki á svæðinu norðan og austan við athafnasvæði Sorpu. Tilgangur þessa er að bæta úr því ástandi sem verið hefur á geymslusvæðinu við Sorpu og einnig til að gefa þeim aðilum kost á geymslusvæði sem ekki eiga þess kost á sínum lóðum. Skipulags- og bygginganefnd hefur samþykkt tillöguna og mun skipu- lags- og byggingafulltrúi ganga frá þeim atriðum sem þurfa að liggja fyrir áður en úthlutun svæða fer fram. Hann mun einnig ganga frá uppkasti að lóðarleigusamningum en stefnt er að því að svæðið verði tilbúið til notkunar eins fljótt og unnt er.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.