Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.06.2001, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 21.06.2001, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 21. júnf 2001 Fréttir 17 Lýðveldisdagurinn var haldinn hátíðlegur að venju um allt land síðastliðinn sunnudag. I hugum margra rifjaðist upp jarðskjálftinn á Suðurlandi í fyrra. Eins og tvö undanfarin ár var safnast saman við íþróttamiðstöðina og gengið í skrúðgöngu við undirleik félaga í Lúðrasveit Vestmannaeyja inn í Herjólfsdal. Fyrir gönguni fóru lögreglumenn og skátar sem báru fána. Færra var í göngunni nú en árið áður og átti leiðinlegt veður á sunnudagsmorguninn trúlega mestan þátt í því. Hátíðardagskrá hófst síðan uni tvöleytið með ávarpi Sigrúnar Ingu Sigurgeirsdóttur forseta bæjarstjórnar og leik Lúðrasveitar Vestmannaeyja. Kynnir var Steingrímur Agúst Jónsson. Veður var orðið hið prýðilegasta, þurrt og bjart og fjölgaði mjög í dalnum þegar á dagskrána leið. Guðrún Margrét Pálsdóttir frá ABC - hjálparstarfi afhenti Sigrúnu Ingu fyrir hönd Vestmannaeyinga viðurkenningu fyrir veglegt framlag þeirra í söfnuninni Börn hjálpa börnum sem börn í Hamarsskóla og Barnaskólanum höfðu veg og vanda af. Safnaðist í Eyjum andvirði einnar skólastofu á Hcimili litlu Ijósana sem er skóli á Indlandi fyrir biirn sem hafa búið á götunni. Kom fram að Vestmannaeyjar var annað tveggja sveitarfélaga á Islandi þar sem sá árangur náðist. Finnig flutti Robert Solomon þakkarávarp en hann hafði verið götubarn en fengið aðstoð og menntun fyrir tilstilli þessa hjálparstarfs áður fyrr. Að loknu ávarpi fjallkonunnar, Laufeyjar Daggar Garðarsdóttur, fór fram kapphlaup barna og var hlaupið umhverfis tjörnina í Dalnum að þessu sinni. Tónsmíðafélagið lék nokkur lög, Götuleikhúsið sýndi listir sínar og hestamenn leyfðu börnum að stíga á bak licstum sínum. LAUFEY Dögg Garðarsdóttir flutti ávarp Fjallkonunnar. FJÖLMENNI var í tjaldinu í Dalnum þar sem Líknarkonur héldu uppi karnivalstemmningu. FURÐUVERUR úr Götulcikhúsinu. Natalja söng sig inn í hjörtu hátíðargesta nteð frábærum söng. ÞAÐ rauk vel úr grillinu hjá Líknarkonunum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.