Reykjavík


Reykjavík - 07.12.2013, Blaðsíða 2

Reykjavík - 07.12.2013, Blaðsíða 2
2 7. DESEMBER 2013 Rimaskóli sigrar Jólaskákmót Skóla- og frístundasviðs og Taflfélags Reykjavíkur Jólaskákmót Skóla-og frístunda-sviðs Reykjavíkur og Taflfélags Reykjavíkur var haldið í byrjun desember og stóð yfir í tvo daga. Mótið er gífurlega vinsælt og tæplega 200 börn frá flestum skólum höfuð- borgarinnar tefldu í fjögurra manna sveitum fyrir skólana sína. Skáksveitir Rimaskóla reyndust sig- ursælar og unnu alla keppnisflokka sem þær tóku þátt í líkt og í fyrra. Endalaust bætast nýir afrekskrakkar í hópinn í stað þeirra sem ganga upp. Rimaskóli hefur verið mikill af- reksskóli í skák sl. 10 ár bæði hér á landi og gegn grunnskólum á Norð- urlöndunum. Í yngri flokk jólaskák- mótsins sem nemendur 1. - 7. bekkjar tóku þátt í mættu 36 skáksveitir til leiks. Rimaskóli vann í opnum flokki eftir hörkubaráttu við Ölduselsskóla og Kelduskóla sem eru líka að verða miklir afreksskólar í skákíþróttinni. Í flokki stúlkna var stúlknasveit Rimaskóla í sérflokki og meðal efstu sveita mótsins. Í eldri flokk var sama upp á teningnum. Rimaskóli tók for- ystuna frá 1. umferð og hélt henni örugglega til loka mótsins. Jólaskák- mótið fór fram í Skákhöll Taflfélags Reykjavíkur við Faxafen og mótsstjóri var formaður félagsins Björn Jónsson. Helgi Árnason Auglýsingasíminn er 578 1190 REYKJAVÍK VIKUBLAÐ 45. TBL. 4. ÁRGANGUR 2013 ÚTGEFANDI: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. Framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Stefanía G. Kristinsdóttir, stefania@einurd. is og sími 891-6677. Ljósmyndari: Atli Freyr Kristinsson sími 894-1099. Veffang: fotspor.is, Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 52.000 eintök. Dreifing: FRÍBLAÐINU ER DREIFT Í 52.000 E INTÖKUM Í ALLAR ÍBÚÐIR Í REYKJAVÍK, Á SELTJARNARNESI OG Í MOSFELLSBÆ. Ákveðið hefur verið að stækka blöðin fram að jólum um 8 síður auk þess sem við munum leggja sérstaka áherslu á umfjöllun tengda jólum og jólaundirbúningi auk frétta úr borginni, af nesinu og frá Mosfellsbæ en blaðinu er ætlað að þjóna og upplýsa íbúa þessara sveitarfélaga um menningu og samfélag. Við settum okkur í samband við markaðsdeildir verslunarmiðstöðvanna og miðborgarinnar til að leita frétta af viðburðum fyrir fjölskylduna. Ritstjóri fékk nokkra vini í heimsókn til að smakka og meta fimmtán tegundir jólabjóra, að sjálfsögðu bara einn sopi í senn og mikið magn sem fór í vaskinn, en niðurstöður þeirrar könnunnar má sjá á blaðsíðu 8. Ég leitaði uppi fróðleik um jólasveina og aðventuna sem einnig má finna í blaðinu en ef þið lesendur góðir vitið af skemmtilegum viðburðum, jólamörkuðum, uppskriftum eða skreytingum sem þið viljið koma á framfæri þá endilega sendið mér línu og efni. Það sem vakti helst athygli mína í vikunni eru niðurstöður nýjustu Pisa rannsóknar OECD um læsi eða öllu heldur ólæsi íslenskra grunnskóla- barna en samkvæmt rannsókninni þá geta 30% af íslenskum drengjum ekki lesið sér til gagns að loknum grunnskóla. Mér varð hugsað til árlegs jólabókaflóðs og hver afdrif þess yrðu í framtíðinni. Mun einhver lesa allar þessar bækur, hverjir munu lesa blöðin eða vefritin, hverjir taka þátt í samfélaginu og hverjir ekki. Á meðan þekkingarsamfélagið er farið að greina allt og alla þá virðumst við engu nær að leysa vandamálin sem við greinum, hvað veldur? Loksins þegar lesblinda er orðinn viðurkenndur vandi sem farið er að taka á meðal fullorðinna sem fóru í gegnum skólann án þess að fá neina aðstoð þá er ólæsi enn við lýði í grunnskólum. Brott- fall úr framhaldsskólum hefur nánast ekkert minnkað og staða drengja þar er ekki betri en í grunnskólunum. Í nýlegri grein sinni á hugras.is (vefrit hugvísindasviðs) ræðir Gauti Kristmannsson þessar niðurstöður og vísar á heimilin og uppeldið en ekki skólana, hann bendir réttilega á að krakkarnir eru ekki í tölvunni í skólanum (sem er að vísu þekktur vandi í framhaldsskólunum) heldur þegar heim er komið. Fjölmiðlavæðingin hefur orðið til þess að heimilisfólkið situr jafnvel allan daginn í tölvunni í sitt hvoru herberginu og auðveldasta leiðin til að kalla fólk saman í mat er að gera það í gegnum Skype. Kannski geta matarboð og aðrar samverustundir um jólin geta orðið vettvangur samlesturs og hvatning til ungmenna að taka sér bók (raf eða pappírs) í hönd. Stefanía G. Kristinsdóttir, ritstjóri Leiðari Jólin koma Áhrif byggingar- reglugerðar á nýja búsetuvalkosti Hvernig hefur ný bygginga-reglugerð áhrif á upp-byggingu leigumarkaðar og framboð lítilla íbúða á höfuðborgar- svæðinu? Þessari spurningu verður svarað á málþingi sem Reykjavíkur- borg stendur fyrir í samvinnu við Mannvirkjastofnun og fleiri aðila. Málþingið verður haldið fimmtu- daginn 12. desember kl.13 – 16 í Borgartúni 12 – 14 í húsakynnum Reykjavíkurborgar við Höfðatorg. Auk Mannvirkjastofnunar og Reykja- víkurborgar hafa framsögu fulltrúar frá Búseta, Félagsstofnun stúdenta, Félagsbústöðum og Samtökum iðnað- arins. Að loknum framsögum verða pallborðsumræður. Málþingið er öllum opið og ókeypis. Skráningu skal senda á net- fangið sea@reykjavik.is Jón Halldór Jónasson Sterkar stelpur í skákinni. Þessar Rimaskólastúlkur hafa verið sigursælar á öllum Reykjavíkur-og Íslandsmótum frá því að þær byrjuðu að tefla í yngstu bekkjum. Með þeim á myndinni er skólastjórinn og liðsstjóri sveitarinnar Helgi Árnason Meistarar í yngri flokk eftir æsispennandi keppni. Hjörvar Steinn Grétarsson stórmeistari og liðsstjóri ásamt bráðefnilegum Rimaskólakrökkum, f.v. Mikael Maron Torfasosn, Joshua Davíðsson, Kristófer Halldór Kjartansson og Nansý Davíðsdóttir Broadway breytt í lækna- og heilsumiðstöð og Park Inn hótel þróast í heilsuhótel EVA consortium ehf. hefur fest kaup á fasteigninni Ármúla 9 en þar eru nú til húsa Park Inn hótel og skemmtistaðurinn Broad- way. Starfsemi hótelsins mun í ríkara mæli þróast yfir í heilsuhótel og ætl- unin er að breyta Broadway í eina af stærstu lækna- og heilsumiðstöðvum landsins. Húsnæðið fyrir miðstöðina verður endurhannað frá grunni og ráðist verður í umfangsmiklar fram- kvæmdir en gert er ráð fyrir að fjár- festingin í verkefninu nemi vel yfir 2 milljörðum króna. Markmiðið er að byggja upp einn stærsta heilsukjarna höfuðborgarsvæðisins þar sem veitt verður víðtæk velferðarþjónusta allan sólarhringinn allan ársins hring. Mik- ilvægasta nýjungin felst í því að fagfólk á velferðarsviði getur nú í fyrsta sinn boðið sjúklingum sínum gistingu í sama húsnæði og þeir njóta þjón- ustunnar. Húsnæðið er alls um 9.000 fm, þar af er hótelið um 5.000 fm og Broadway hátt í 4.000 fm. EVA er í eigu Ásdísar Höllu Braga- dóttur, stjórnarformanns félagsins, Ástu Þórarinsdóttur, framkvæmdastjóra EVU og Sinnum, og fjárfestingafélagsins Kjölfestu. Meðal eigenda Kjölfestu eru 14 lífeyrissjóðir og fagnar Kolbrún Jóns- dóttir, framkvæmastjóri fjárfestingafé- lagsins, þessum áfanga enda geti hann verið mikilvægur þáttur í því að leiða saman öfluga aðila á heilbrigðismarkaði, efla þjónustu við sjúklinga af landinu öllu og stuðla að aukinni nýsköpun á þessu sviði. Fréttatilkynning

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.