Reykjavík


Reykjavík - 07.12.2013, Blaðsíða 22

Reykjavík - 07.12.2013, Blaðsíða 22
Einkarekið Apótek Lágt lyfjaverð - góð þjónusta 22 7. DESEMBER 2013 Hönnunarnálgun í stefnumótun og skipulagi skólastarfs Hönnunarsmiðja um fram-tíð tækni og menntunar var haldin í Hlöðunni í Gufunesbæ í nóvember. Virajita Singh sérfræðingur í hönnunarnálgun frá Háskólanum í Minnesota hélt fyrirlestur um hvernig á að nota hönnunarnálgun í stefnumótun skólamála, á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Síðan stýrði hann ásamt Tryggva Thayer verkefnastjóra Menntamiðju, hönnunarsmiðju um framtíð tækni og menntunar þar sem þátttakendur tókust á við það verk- efni að hanna skólakerfi til að takast á við áskoranir 21. aldarinnar. Hvaða tækninýjungar það eru sem fólk haldi að eigi eftir að hafa áhrif á menntun framtíðarinnar og gera tillögu um hvernig best sé að nýta þær. Á fyrirlestri Virajitu sem hún hélt um hvernig væri hægt að nota hönnunar- nálgun í stefnumótun skólamála þá mættu ekki margir en ánægjulegt var að sjá þar einn aðila frá forsætisráðu- neytinu en að sama skapi saknaði ég þess virkilega að enginn frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu kæmi, sérstaklega þar sem ráðuneytið er að úthýsa verkefnum svo það geti lagt meiri áherslu á stefnumótunarvinnu. Umræður voru virkilega gagnlegar og snérust aðallega um hvort og hvernig væri hægt að nýta þá nálgun sem Vira- jita kynnti við stefnumótunarvinnu stjórnsýslunnar, í námskrárgerð og kennsluskrám skóla. Hönnunarsmiðjan var daginn eftir og hist var að morgni dags í Hlöðunni í Gufunesbæ þar sem þátttakendur hlustuðu fyrst á Tryggva og Virajitu kynna dagskrá dagsins og fengu síðan fræðslu um hvað hönnunarnálgun væri en það reyndist vera um að ræða ósköp hefðbundin hönnunarvinnubrögð sem líklega allir hönnuðir kannast við en ekki mikið af skólafólki. Þátttakendur voru um fimmtíu og komu flestir frá grunnskólum en einnig mátti sjá þarna þrjá framhaldsskólakennara, þar af einn frá Akureyri. Auk þeirra voru fulltrúar frá Reykjavíkurborg, Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Félagi Heimspekikennara, Skólasafnavefnum, GERT, Háskólanum í Reykjavík, Há- skóla Íslands og Rannís. Þátttakendur unnu fyrstu fjögur skrefin í hönnunarnálguninni þar sem þeir beindu sjónum sínum að framtíð tækniþróunar og mögulegum áhrifum hennar á menntun. Fyrsta skrefið byggðist á að byggja upp samúð með þeim sem áttu að vinna með tæknina og reyna að sjá fyrir hver viðbröð þeirra yrðu við að innleiða og nota tækninýj- ungar. Í öðru skrefinu fólst að skilgreina hvert hið raunverulega vandamál væri og komast að samkomulagi um það. Síðan tók við í þriðja skrefi að koma með hugmyndir að lausnum (hug- stormun) og svo hófst skemmtilega vinnan í fjórða skrefi þar sem hóparnir bjuggu til frumgerðir að þeirri lausn sem þeir vildu koma í framkvæmd í skólakerfinu. Að lokum kynntu þátttak- endur vinnu sína en ef um raunveru- legt verkefni hefði verið að ræða hefði prófun átt að eiga sér stað en um það sköpuðust einmitt svo skemmtilegar umræður á fyrirlestrinum deginum áður, þ. e. hvort væri möguleiki á því að búa til stefnu sem væri hægt að prófa í hálft ár áður en hún yrði samþykkt. Sjötta skrefið fólst svo í að meta hvernig til hafði tekist og annaðhvort halda áfram með frumgerðina og betrumbæta hana eða að henda henni og byrja upp á nýtt í ferlinu. Það kom skemmtilega á óvart hvað hugmyndaflug þátttakenda var mikið og hvað allir voru skapandi og höfðu gaman af að vinna með höndunum. Það voru ansi margar hendur sem hnoðuðu leir, saumuðu saman efni, klipptu pappír og unnu saman að því að skapa draumaframtíðarskólann. Þarna átti sér stað mikil sköpun og vinna sem á örugglega eftir að skila sér út í skólaumhverfið þrátt fyrir að kerfið sé oft ekki vinveitt nýjum aðferðum og innleiðingu á nýrri tækni. En það tekur oft langan tíma að nýta nýja tækni og breyta gamalgrónum hugsunarhætti hefðanna en það hlýtur jú alltaf að vera jákvætt að skólarnir reyni að halda í við þróun tækninnar og noti hana til að gera kennsluna betri og áhugaverðari fyrir nemendur. Verum meðvituð um að vera alltaf skapandi, notum óhefðbundnar að- ferðir og leitum endilega í smiðju hönnunar til að reyna að komast ennþá lengra með þau verkefni sem við erum að fást við. Sigurbjörg Jóhannesdóttir Í ræðu þinni talaðir þú um þjóð- félagslegt hlutverk Háskóla Íslands og að þátttaka starfsmanna skólans í samfélags- og tækniþróun utan veggja háskólans sé mikilvæg og bitni ekki á framgangi þeirra í starfi. Hvað veldur og hvernig má breyta þessu? Ég hef alltaf verið upptekin af fá- menninu hér á Íslandi, það eru heilu þekkingarsviðin þar sem við eigum engan eða einn sérfræðing sem oft er starfsmaður háskóla. Þess vegna er mikilvægt að háskólarnir leggi þjóð- inni til þessa þekkingu og stuðli að því að starfsfólk þeirra vinni slík verkefni, en einblíni ekki bara á fjölda birtra fræðigreina. Það er áríðandi að þetta hlutverk sé skilgreint og metið til fram- gangs í kerfi háskólanna. Kerfið í Há- skóla Íslands er seinvirkt og stundum er því miður jafnvel slegið á puttana á þeim sem koma fram með nýjar hug- myndir. Mér finnst t. d. alveg upplagt að koma hér upp alþjóðlegu námi í ferðamálafræðum, öllum greinum þess sem skipta máli, menntun leiðsögu- manna, stjórnun hótela o. s. frv. Mig langar líka til að sjá miðstöð rannsókna á hvölum og sjávarspendýrum verða til við Háskóla Íslands. Við höfum allt til þess, vísindamann á heimsvísu þar sem er Marianne Rasmussen forstöðu- maður Rannsóknaseturs HÍ á Húsavík, unga vísindamenn sem eru að ljúka námi, hvali rétt við ströndina, mjög gott samstarf við hvalaskoðunarfyrir- tækin sem veita aðstöðu til rannsókna um borð í skipum sínum. Í Evrópu eru rannsóknir á sjávarspendýrum einkum stundaðar í St. Andrew‘s í Skotlandi en þeir hafa ekki hvalina rétt við ströndina líkt og við og ekki þessa miklu möguleika sem samstarfið við hvalaskoðunarfyrirtækin gefur. Hvað er framundan nú þegar þú ert komin á „eftirlaun“ fleiri hjólaferðir eða óvissuferðir? Ég hef alltaf haft meira en nóg að gera m. a. í tengslum við setu mína í hinum ýmsu stjórnum sem er heil- mikil vinna, oft sjálfboðavinna. Ég hef undanfarið unnið allmikið að verkefnum tengdum ferða- náttúru- verndarmálunum s. s. Verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs og Rammaá- ætlun og vona að tækifæri gefist til að sinna slíkum málum áfram. Það verða mér vonbrigði ef Rammaáætlun og Náttúruverndarlögin nýju verða ekki samþykkt því það er mikilvægt að við setjum okkur samræmdar reglur og staðla varðandi umgengni við auðlindir okkar. Ásóknin í náttúru- verndarsvæði er orðin slík að þar þarf skipulag, reglur og eftirlit ef þau eiga að verða okkur til gagns og ánægju í framtíðinni. Það gildir það sama um þessar auðlindir og fiskimiðin okkar. Engar fleiri hjólaferðir á dagskránni? Nei ekki í bili, ég er að reyna að fá Sigríði konuna mína með næst, en hún þvertekur fyrir að fara í ferð sem ég skipulegg. Við höfum því ákveðið að hún velji næstu ferð. SGK Framhald af bls. 18

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.