Reykjavík


Reykjavík - 07.12.2013, Blaðsíða 10

Reykjavík - 07.12.2013, Blaðsíða 10
10 7. DESEMBER 2013 Jólasveinar einn og átta eða 12 og einn? Jólasveinarnir eru þeir 9 eða 13. Ef þeir eru þrettán þá kemur sá fyrsti til byggða aðfaranótt fimmtudags en ef þeir eru níu þá kemur sá fyrsti aðfaranótt sunnudags. Almennt er talað um að jóla-sveinarnir séu 13 enda mun skemmtilegra að fá 13 sinnum í skóinn en 9 sinnum. Til að rifja upp sögu jólasveinanna og í hvaða röð þeir komu til byggða þá er ekki úr vegi að fara með vísu Jóhannesar úr Kötlum um jólasveinana sem er eftirfarandi: Segja vil ég sögu af sveinunum þeim, sem brugðu sér hér forðum á bæina heim. Þeir uppi á fjöllum sáust, -eins og margur veit,- í langri halarófu á leið niður í sveit. Grýla var þeirra móðir og gaf þeim tröllamjólk, en pabbinn Leppalúði, -það var leiðindafólk. Þeir jólasveinar nefndust, -um jólin birtust þeir, og einn og einn þeir komu, en aldrei tveir og tveir. Þeir voru þrettán þessir heiðursmenn, sem ekki vildu ónáða allir í senn Að dyrunum þeir læddust og drógu lokuna úr. Og einna helst þeir leituðu í eldhús og búr. Lævísir á svipinn þeir leyndust hér og þar, til óknyttanna vísir, ef enginn nærri var. Og eins, þó einhver sæi, var ekki hikað við að hrekkja fólk - og trufla þess heimilisfrið. Stekkjastaur kom fyrstur, stinnur eins og tré. Hann laumaðist í fjárhúsin og lék á bóndans fé. Hann vildi sjúga ærnar, -þá varð þeim ekki um sel, því greyið hafði staurfætur, -það gekk nú ekki vel. Giljagaur var annar, með gráa hausinn sinn. -Hann skreið ofan úr gili og skaust í fjósið inn. Hann faldi sig í básunum og froðunni stal, meðan fjósakonan átti við fjósamanninn tal. Stúfur hét sá þriðji, stubburinn sá. Hann krækti sér í pönnu, þegar kostur var á. Hann hljóp með hana í burtu og hirti agnirnar, sem brunnu stundum fastar við barminn hér og þar. Sá fjórði, Þvörusleikir, var fjarskalega mjór. Og ósköp varð hann glaður, þegar eldabuskan fór. Þá þaut hann eins og elding og þvöruna greip, og hélt með báðum höndum, því hún var stundum sleip. Sá fimmti Pottaskefill, var skrítið kuldastrá. -Þegar börnin fengu skófir hann barði dyrnar á. Þau ruku’upp, til að gá að hvort gestur væri á ferð. Þá flýtti’ ann sér að pottinum og fékk sér góðan verð. Sá sjötti Askasleikir, var alveg dæmalaus.- Hann fram undan rúmunum rak sinn ljóta haus. Þegar fólkið setti askana fyrir kött og hund, hann slunginn var að ná þeim og sleikja á ýmsa lund. Sjöundi var Hurðaskellir, -sá var nokkuð klúr, ef fólkið vildi í rökkrinu fá sér vænan dúr. Hann var ekki sérlega hnugginn yfir því, þó harkalega marraði hjörunum í. Skyrjarmur, sá áttundi, var skelfilegt naut. Hann hlemminn o’n af sánum með hnefanum braut. Svo hámaði hann í sig og yfir matnum gein, uns stóð hann á blístri og stundi og hrein. Níundi var Bjúgnakrækir, brögðóttur og snar. Hann hentist upp í rjáfrin og hnuplaði þar. Á eldhúsbita sat hann í sóti og reyk og át þar hangið bjúga, sem engan sveik. Tíundi var Gluggagægir, grályndur mann, sem laumaðist á skjáinn og leit inn um hann. Ef eitthvað var þar inni álitlegt að sjá, hann oftast nær seinna í það reyndi að ná. Ellefti var Gáttaþefur -aldrei fékk sá kvef, og hafði þó svo hlálegt og heljarstórt nef. Hann ilm af laufabrauði upp á heiðar fann, og léttur, eins og reykur, á lyktina rann. Ketkrókur, sá tólfti, kunni á ýmsu lag.- Hann þrammaði í sveitina á Þorláksmessudag. Hann krækti sér í tutlu, þegar kostur var á. En stundum reyndist stuttur stauturinn hans þá. Þrettándi var Kertasníkir, -þá var tíðin köld, ef ekki kom hann síðastur á aðfangadagskvöld. Hann elti litlu börnin, sem brostu glöð og fín, og trítluðu um bæinn með tólgarkertin sín. Á sjálfa jólanóttina, -sagan hermir frá,- á strák sínum þeir sátu og störðu ljósin á. Svo tíndust þeir í burtu, -það tók þá frost og snjór. Á Þrettándanum síðasti sveinstaulinn fór. Fyrir löngu á fjöllunum er fennt í þeirra slóð. -En minningarnar breytast, í myndir og ljóð. Sveinarnir halda síðan aftur heim til fjalla í sömu röð þ.e. Kertasníkir síð- astur á þrettándanum. Sjá myndir frá Þjóðminjasafninu af sveinunum 13, grýlu og leppalúða. Jólasveinarnir í Þjóðminjasafninu Á sunndag kl. 14 en þá munu Dr. Gunni og vinir skemmta gestum ásamt Grýlu og Leppalúða. Skemmtunin er ókeypis og allir velkomnir meðan hús- rúm leyfir! Jólaskemmtun Þjóðminjasafnsins er upphitun fyrir komu jólasveinanna en sá fyrsti, Stekkjastaur kemur til byggða 12. desember og mun líta við á Þjóðminjasafninu klukkan 11. Í kjöl- farið koma bræður hans hver af öðrum og líta þeir allir við á safninu klukkan 11 alla daga til jóla. Allir velkomnir en hópar eru beðnir að bóka heimsóknir á jólasveinadagskrá hjá kennsla@thjod- minjasafn.is. Viðtal við jóla- sveinasamtökin Ritstjóri ræddi við samtök jólasveina fyrir útgáfu blaðsins og spurði þá út í hvers konar gjafir þeir væru að setja í skóinn hjá þægu börnunum? Þau óþægu fá náttúrulega bara kartöflu. Það kom í ljós að álfarnir, sem eru að framleiða gjafirnar hafa vart undan og hafa fengið þekkta framleiðendur á smávöru í lið með sér. Þá þótti jóla- sveinunum ráð að setja sér ákveðin mörk í hversu glæsilegar slíkar gjafir ættu að vera þannig að viðmiðunar- pakki í skó hjá sérlega þægu barni má alls ekki fara yfir krónur 500 að verðgildi. Kertasníkir var ekki alveg sáttur og skrifaði ekki undir þennan samning enda er hann stundum sérlega rausnarlegur í síðasta pakkanum fyrir jól enda er hann yfirleitt sá eini jóla- sveinanna sem fær einhver laun fyrir ómakið eða uppáhaldshlutinn hann í veröldinni kerti. SGK Í HALLGRÍMSKIRKJU LAUGARDAGINN 14. DESEMBER KL. 17.00 OG SUNNUDAGINN 15. DESEMBER KL. 17.00 OG 20.00 MIÐASALA Á WWW.MIDI.IS, WWW.KKOR.IS OG EYMUNDSSON KRINGLUNNI OG Í AUSTURSTRÆTI MIÐAVERÐ KR. 4.900 KOLBEINN JÓN KETILSSON, TENÓR BENEDIKT GYLFASON, DRENGJASÓPRAN LENKA MÁTÉOVÁ, ORGEL ÁSGEIR H. STEINGRÍMSSON, TROMPET EIRÍKUR ÖRN PÁLSSON, TROMPET EGGERT PÁLSSON, PÁKUR FRIÐRIK S. KRISTINSSON

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.