Fréttablaðið - 27.02.2015, Síða 32

Fréttablaðið - 27.02.2015, Síða 32
6 • LÍFIÐ 27. FEBRÚAR 2015 I lmur af nýbökuðu bakkelsi og brosmild kona er það sem tekur á móti mér þegar ég banka upp á hjá hönnuðin- um og verslunareigandan- um Ásu Ninnu Pétursdóttur einn fallegan vetrarmorgun vestur í bæ. „Ég elska morgunmat og get dundað mér lengi við hann þegar tími gefst, morgunninn er mikil- vægasti tími dagsins,“ segir þessi bjarti gestgjafi sem svo höfðing- lega tekur á móti mér, ég sé strax eftir því að hafa japlað á þurru prótínstykki í bílnum á leiðinni en stenst þó ekki mátið og dýfi mér í kræsingarnar sem bíða. Íbúð- in sem fjölskyldan býr í er björt og falleg og augljóst að hér býr smekkfólk með næma sýn á það hvernig réttast er að raða hlutun- um saman. Hugurinn eins og Júpíter Fjölskylda Ásu Ninnu saman- stendur af þeim Guðmundi Hall- grímssyni, kærasta hennar, og sonum þeirra tveimur, Pat- reki Thor, 12 ára, og Kormáki Krumma, 7 ára. „Við Gummi erum búin að vera saman í þrett- án ár. Við kynntumst þegar ég var ófrísk, sem er svolítið falleg saga. Ég vissi ekki á þeim tíma sem við kynntumst að ég væri ófrísk en örlögin gripu í taumana og það varð ekki aftur snúið þar sem við gátum ekki haldið okkur hvort frá öðru þó að eðlilega hafi þetta verið svolítið erfið aðstaða. En Gummi studdi mig frá fyrsta degi og þetta varð einhvern veg- inn allt eins og skrifað í skýin. Stuttu síðar fæddist Patrekur og tæpum fimm árum síðar eign- uðumst við Kormák Krumma,“ segir Ása Ninna. Þegar Patrek- ur var um þriggja ára aldur- inn grunaði Ásu Ninnu að eitt- hvað væri jafnvel að. Hann átti erfitt með augnsamband og gat til dæmis aldrei unað sér í hóp. Síðar kom svo í ljós að hann er á einhverju rófi og líklega með Asperger heilkenni. „Patrekur Thor er fyrir mér fullkominn eins og hann er og stórkostleg- ur karakter, við segjum stundum að hann sé „Limited edition“. Það sem háir honum kannski mest er að hann upplifir sig oft í öðrum heimi og á í kjölfarið stundum erfiðara tilfinningalega og félags- lega séð.“ Eitt af þessum ein- kennum Asperger er að hann á til dæmis erfitt með að lesa í svip- brigði og talanda hjá fólki og þar af leiðandi á hann til að taka því sem sagt er of bókstaflega. „Sem dæmi þegar hann var lítill þá sagði ég einu sinni eftir matinn að ég væri alveg að springa, þá varð hann mjög hræddur og kom svo í ljós seinna að hann hélt í al- vöru að ég myndi springa,“ segir Ása Ninna og bætir við að hugar- heimur Patreks sé stórfengleg- ur og oft mjög skemmtilegt að fá að kíkja í þann heim. „Eitt sinn þegar hann var að reyna að sofna var hann að reyna að lýsa fyrir mér óreiðunni í hausnum sínum. Á þessum tíma var hann mikið að pæla í geimnum og sagði að hug- urinn sinn væri eins og Júpíter. Hugsanirnar væru eins og loft- steinar í kringum Júpíter sem rekast hver á annan og falla svo niður og týnast. Mér fannst þetta svo flott hjá honum og ótrúlega sterk myndræn lýsing á athygl- isbresti og einhverfu.“ Patrek- ur er sterkur á mörgum sviðum og gæddur einstökum hæfileik- um þegar kemur að leiklist og söng og þykir Ásu Ninnu lík- legt að hann feti sína braut á því sviði. „Það kom okkur foreldrun- um í opna skjöldu þegar Patrek- ur sóttist eftir því að fara í pruf- ur fyrir leikritið Mary Poppins og hreppti í kjölfarið aðalhlutverk- ið. Við höfðum ekki hugmynd um að hann gæti leikið svona vel og hvað þá að hann hefði kjarkinn til að syngja á risastóru sviði,“ segir Ása Ninna stolt af syninum. Kormákur Krummi, yngri sonur okkar, er líka algjör gullmoli og mikil gleðisprengja. Hann er mikil félagsvera og eru þeir bræðurnir, þrátt fyrir aldursmun- inn, bestu vinir. Þeir bakka hvor annan upp sama hvað gengur á og segjast oft óska þess að þeir væru tvíburar.“ Saman allan sólarhringinn Ása Ninna og Guðmundur reka saman verslanirnar Suit á Skóla- vörðustíg og GK á Laugaveginum. En hvernig er það að vinna með maka sínum allan liðlangan dag- inn og halda svo í ofanálag krefj- andi heimili sem þarf sína athygli til að þrífast? „Það getur bara hreinlega verið erfitt suma daga svo að ég sé alveg hreinskilin en auðvitað eru margir kostir við það líka. Þetta snýst svolítið um að reyna að finna jafnvægi og að- greina vinnuna frá heimilislífinu. Það sem er vandmeðfarið er að takast á við áskoranir í vinnunni og koma svo heim, breyta alger- lega um takt og ákveða til dæmis hvað eigi að vera í matinn, það eitt getur þá stundum orðið kata- strófískt,“ segir Ása Ninna blátt áfram með kómískum undirtón. Það er eitt af því sem einkenn- ir hana, hún kemur til dyranna eins og hún er klædd og tekur ekki þátt í leikriti lífsins. Hún er það sem hún er með öllum sínum kostum og göllum en það er ein- mitt það sem að gerir hana svo áhugaverða og litríka. „Tíska hefur alltaf verið mikill partur af lífi mínu en samt sem áður hef ég átt í ástar- og haturssambandi við hana í gegnum tíðina og oft reynt að skilgreina af hverju mér finnst þessi bransi stundum frá- hrindandi og yfirborðskenndur. „LIMITED EDITION“ Ása Ninna Pétursdóttir, fatahönnuður og versl- unareigandi, á sér margar ólíkar og litríkar hliðar sem skína í gegn í hönnun hennar. Hún segir drauminn vera að reka fyrirtæki sem drifið sé áfram af ástríðu, forvitni, framsækni og samfélagslegri ábyrgð. Til hvers að flækja hlutina? 365.is Sími 1817 SJÁLFKRAFA í BESTA ÞREP! Í upphafi mánaðar byrja allir viðskiptavinir í 0 mínútum og 0 SMS-um. Það fer síðan eftir notkun í hvaða þrepi hann endar þann mánuðinn. 0 kr. 2.990 kr. 4.990 kr. 60–365 mín. og SMS Endalaust 60 mínútur og 60 SMS í GSM og heimasíma á Íslandi. 365 mínútur og 365 SMS í GSM og heimasíma á Íslandi. Endalausar mínútur og SMS í GSM og heimasíma á Íslandi. 0–60mín. og SMS Friðrika Hjördís Geirsdóttir umsjónarkona Lífsins | rikka@365.is Ása Ninna Pétursdóttir, fatahönnuður og verslunareigandi. MYND/SAGA SIG. 2 6 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 F 3 -4 7 9 4 1 3 F 3 -4 6 5 8 1 3 F 3 -4 5 1 C 1 3 F 3 -4 3 E 0 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.