Fréttablaðið - 27.02.2015, Page 36

Fréttablaðið - 27.02.2015, Page 36
10 • LÍFIÐ 27. FEBRÚAR 2015 SKÓR SKYLMINGA- ÞRÆLSINS Gladiator-sandalar eru með því heitasta í vor- og sumartískunni þetta árið. Við hérna á okkar ylhýra þurfum að hinkra allavega þar til mesti snjórinn er farinn áður en að við bjóðum þessa tísku velkomna hingað heim. Samhliða þessu verða litríkar og lakkaðar táneglur algjör nauðsyn í sumar en þá henta einmitt sandalar skylminga- þrælsins vel. Skórnir eru bæði flottir flatir sem og með hælum. Séu skórnir þannig sniðnir þá er mjög smart að vera í þeim yfir þröngar buxur. Skóna mátti sjá á tísku- pöllum margra hönnuða fyrir vor og sumar 2015. Skórnir njóta sín best við stutta kjóla eða buxur. Snyrtivörur eiga sinn líftíma líkt og matvör- ur og ber að huga vel að því hversu lengi vörurnar duga. Séu snyrtivörurnar útrunn- ar er frekari hætta á því að þær valdi ert- ingu í húðinni, sýk- ingu sem og ofnæm- isviðbrögðum. Nú til dags ættu flestar snyrtivörur að vera merktar með þeim líf- tíma sem þeim er gef- inn eftir að innsiglin hafa verið rofin. Líf- tíminn er mismunandi eftir því hvernig varan er notuð og hvað í henni er. Maskari endist til dæmis í mun skemmri tíma en raka- krem. LÍFTÍMI SNYRTIVARA Snyrtivörur endast misjafnlega vel og lengi. Mikill munur er á því hvernig þær eru geymdar og hvernig þær eru notaðar. Fallegt, fágað og töff allt fyrir fermingarnar. Hér koma nokkrar þumalputtareglur varðandi líftíma snyrtivara; NAGLALAKK 1 ár VARAGLOSS 1 ár SÓLARVÖRN 8 mánuðir MASKARI 3 mánuðir AUGNBLÝANTAR 2 ár AUGNSKUGGAR 2 ár FLJÓTANDI FARÐI 1 ár LAUST PÚÐUR 2-3 ár RAKAKREM 1 ár AUGNKREM 1 ár SJAMPÓ 18 mánuðir HÁRVÖRUR 18 mánuðir TANNKREM 2 ár SVITALYKTAREYÐIR 3 ár 2 6 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 F 3 -6 0 4 4 1 3 F 3 -5 F 0 8 1 3 F 3 -5 D C C 1 3 F 3 -5 C 9 0 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.