Fréttablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 30
1. apríl 2015 MIÐVIKUDAGUR| SKOÐUN | 30 Fjallkonan er fagurt tákn óspilltrar íslenskrar nátt- úru. Tákn um þá ómældu gestrisni og blíðu, sem þjóðin hefur notið af landi sínu gegnum aldirn- ar. Náttúrupassi er hug- mynd sem gengur út á að Fjallkonan selji blíðu sína. Gestrisni er okkur Íslend- ingum í blóð borin. Menn tjölduðu gjarnan því sem til var svo að gestinum liði sem best meðan á heim- sókn stóð. Fátækir Íslendingar gáfu hér áður fyrr af því litla sem til var af fæðu og viku jafnvel úr rúmi fyrir gestum. Stoltið lá í að gesturinn færi sem ánægðastur og bæri gestgjöfum gott orð. Nú er svo komið í sögu þjóðar- innar að ákveðinn hópur manna fær dollaramerki í augun þegar von er á gestum og lítur á gesti þjóðarinnar sem „auðlind“, sem skila skuli hámarks arði. Mjólka skal hvern gest eins og hægt er og fátækir og auralitlir náms- menn, gjarnan kallaður bakpoka- lýður, því ekki sérlega velkomnir. Þessi dollarasækni hópur verður æ háværari og jafnframt átakan- legri. Margir fella tár þegar þeir heyra hvað á að gera dýra og vold- uga göngustíga við náttúruperlur landsins. Klósett og sjoppur við hvern foss? Krafan er gjald fyrir umgengni á landareign í eigu ríkis og einkaaðila. Svo óheppi- lega vill til fyrir þjóðina að ekki má mismuna fólki, þannig að Íslendingar þurfa sjálfir að greiða aðgangseyri að eigin náttúru. Þetta er hins vegar engan veg- inn óheppilegt fyrir þá dollara- sæknu, því þeir fá meira í budd- una. Margt hefur verið ritað um vandkvæði þess að hinir dollara- sæknu stjórni aðgengi að náttúru Íslands um alla framtíð. Ekki er hér meiningin að endurtaka það, heldur hnykkja á nokkrum atrið- um: 1 Er það svo að þjóðin sættir sig við að eig- andi t.d. eldfjalls eins og Eyjafjallajökuls, eða eld- stöðvar eins og Kersins, geti hirt allan gróða, en þjóðnýtt síðan tapið ef viðkomandi „eign“ fer að gjósa? Á eigandi fljóts að hirða allan gróða, en velta því yfir á almenning ef „eignin“ (fljótið) flæðir yfir bakka sína og veldur skaða? Er ekki víðtæk skaðabótaskylda hér sjálfsögð? Hvað ef eignin veldur truflun á flugsamgöngum. Skyldu flugfélög hafa áhuga á að leita réttar síns hjá landeigendum, eða þá farþeg- arnir? 2 Hvort eru það meiri náttúru-spjöll a) að gras, mosi, grjót og mold séu niðurtroðin af manna- völdum og jafnvel með tilheyr- andi for í rigningu, eða b) byggður sé innheimtuskúr, inngangshlið, menn í einkennisbúningum með bauka á ferðinni ónáðandi fólk og önnur slík tákn andstæð óspilltri náttúru? 3 Nú er það svo að umhyggja fyrir umhverfinu fer vaxandi hjá ferðamönnum, bæði inn- lendum og erlendum. Hversu mikið hafa landeigendur lagt í það að leiðbeina fólki um hvern- ig umgengni þeir vildu sjá? Hafa landeigendur prufað að biðja um frjáls framlög til styrktar átroðn- um svæðum, eða sjálfboðaliða til viðhaldsaðgerða? 4 Hefur verið hugað að því hvort væntanlegur aðgangseyrir fari yfirleitt í aðgerðir á þeim svæðum sem rukkað er fyrir? Eða verður rukkað og svo sukkað, svona 2007-dæmi? Er nokkuð sem hindrar að um innheimtuna verði stofnuð félög, sem auðvitað greiði arð, hvort sem framkvæmdir eru miklar eða litlar? Mun innheimtan leggjast af þegar svæðin eru orðin vel í stakk búin til að taka við fjölda ferðamanna, eða er komið á kerfi sem mun vara um aldur og ævi og börn og barnabörn okkar aldrei kynnast frjálsri íslenskri náttúru? Og þarf svo ekki að hækka verðið reglulega? Það verð- ur auðvitað að fylgja verðlagi, þótt framkvæmdirnar geri það ekki endilega, eða mun einhver fylgjast með því að svo sé? 5 Hefur þjóðin hugsað það til enda ef landeigendur um allt land fara að rukka hver annan og almenning fyrir eðlilega umgengni um íslenska nátt- úru? Er ekki alltaf hægt að tala um slit, álag og þörf á uppbygg- ingu? Munu landlausir borgar- og bæjar búar krefjast borgarpassa fyrir landeigendur, því auðvitað er álag og slit í bæjum eins og annars staðar? 6 Eðlilegast er að sveitarfélögin hafi yfirumsjón með náttúru- perlum á sínu svæði. Þar býr fólk- ið, sem þekkir best til. Náttúru- perlurnar eru hluti af gæðum þess að búa í viðkomandi sveitarfélagi. Margir fleiri í sveitarfélögunum hafa tekjur af sókn í náttúruperl- ur en bara landeigendurnir sjálfir. Því er eðlilegast að sveitarfélögin kosti viðhald og framkvæmdir á sínu svæði í nánu samráði við landeigendur. Sveitarfélögin geta skipulagt sjálfboðaliðastarf til viðgerða á svæðum, sem þurfa viðhald. Sveitarfélögin eigi síðan kost á að sækja í sjóði, sem ríkið hefur sett til þess arna. Hvern- ig ríkið safnar í þann sjóð er svo annað mál. Þannig yrði tryggt að auðmenn muni ekki ráða umferð um landið um aldur og ævi. Fjallkonan er stolt tákn um feg- urð og frelsi íslenskrar náttúru. Nú er heiður hennar í veði. Er Fjallkonunni nú ætlað að selja blíðu sína? Guðrún Einarsdóttir, rúmlega áttræð kona sem bíður þess að flytja á hjúkrunarheimili, lét til sín heyra á dögunum um fjárráð sín og vand- aði stjórnvöldum ekki kveðjurnar. Það var þarft framtak sem þegar í stað vakti athygli og mörgum brá í brún. Er gömlu fólki ætlað að lifa á 50 þúsund krónum á mánuði? Sví- virða! Það er svolítið erfitt að halda umræðunni áfram. Um leið og maður reynir að tala um öldrunar mál í öðrum dúr en „aumingja gamla fólkið“ dúrnum er maður búinn að stimpla sig ill- menni. En ég ætla að reyna. Mér finnst flott hjá dugnaðar- konunni Guðrúnu Einarsdóttur að tala opinberlega um kjör sín og fleiri aldraðra. Ef fleiri gerðu það væri málum aldraðra betur komið, en þeir eru ekki sterk- ur þrýstihópur. En mér fannst vanta á að RÚV sem birti viðtal við Guðrúnu fylgdi því eftir með frekari upplýsingum. Smá tilraun til slíkrar umræðu: „Vasapeninga“-fyrirkomulagið er eitt, rauntekjur annað. Árið 1990 breyttu Danir þessu fyr- irkomulagi hjá sér: lífeyris- og bótaþegar sem bjuggu á ýmiss konar stofnunum héldu sínum tekjum en borguðu fyrir sig. Það þýddi ekki endilega að þeir hefðu meira fé handa á milli, en það þýddi að þeir höfðu sín fjár- ráð sjálfir. Af einhverjum ástæð- um varð aðalumræðuefnið í fjöl- miðlum frænda okkar á þessum tíma hvort eðlilegt væri að íbúar hjúkrunarheim- ila keyptu vændisþjón- ustu og ef svo væri hvort starfsfólk ætti að milli- gangast þau viðskipti. En það er önnur saga, segir þó kannski eitthvað um áhugasvið fjölmiðla fyrr og nú. Breytinga þörf Það að bætur fólks gangi upp í fæði og húsnæði að veru- legu leyti er auðvitað raunveru- leiki flestra sem lifa á bótum eða lífeyri. Ef hjúkrunarheimili væru skilgreind sem búseta, leigu- húsnæði líkt og þjónustuíbúðir, væri vissulega ekkert óréttlátt við það þótt íbúar greiddu upp að einhverju vissu marki fyrir það. Upphæðirnar munu ætíð verða umdeildar svo sem upp- hæða er siður. En íslensk hjúkr- unarheimili eru skilgreind sem sjúkrastofnanir. Það gildir um allar slíkar – líka sjúkrahúsin, að fólk sem þarf að dvelja þar sex mánuði eða lengur missir bætur, sé það bótaþegar. Allir sjúkling- ar sem ætla að snúa aftur heim lenda í úlfakreppu vegna þessa, og er breytinga vissulega þörf. Ég skil vel að Guðrúnu gangi illa að láta 50 þúsundin endast ef hún rekur jafnframt heimili. Jafnvel sem afgangur eftir að allar grunnþarfir eru greiddar eru þau fremur snautleg upphæð. En hvort sem maður er sammála eða ósammála þessu fyrirkomu- lagi – ég er til dæmis djúpt og innilega ósammála því – verður að hafa í huga að hugmyndin er að þetta sé afgangur þegar búið er að sjá fyrir helstu grunnþörfum: mat, húsnæði, þvottum, þjónustu, snyrtingu. Svona flókin rann- sóknarblaðamennska er greini- lega ofraun fyrir helsta fjölmiðil þjóðarinnar, því þetta kom hvergi fram. Afnám „vasapeninga“-fyrir- komulagsins hefur verið á döfinni í velferðarráðuneytinu í mörg ár, án þess þó að það hafi skilað sér í neinu handföstu. Einnig hefur verið til umræðu, bæði þar og víðar, að fara að skilgreina hjúkr- unarheimili sem búsetu fólks fremur en sjúkrastofnanir eins og nú er gert. Um það er þó deilt og m.a. með þeim rökum að fólk á hjúkrunarheimilunum hér sé svo miklu veikara en annars stað- ar. Vissulega erum við stórust í mörgu, en ekki þessu. Munur- inn er frekar í hina áttina: íbúar íslenskra hjúkrunarheimila eru minna veikir en víða gerist. Hjúkrunarheimilin þróuðust á sínum tíma út frá langlegudeild- um sjúkrahúsa. Það leiddi til stofnanaumhverfis, með áherslu á líkamlega umönnun fremur en mannleg samskipti, á öryggi á kostnað frelsis, skipulag fremur en heimilislegt umhverfi. Allt er þetta á undanhaldi sem betur fer. Enginn á heima á sjúkrastofn- un. Sjúkrastofnun verður aldrei heimili. Fjárráð gamla fólksins Í stuttu máli er veru- leiki almennings þann- ig að íbúðaverð á höfuð- borgarsvæðinu er alltof hátt. Byggingarkostnað- ur er allof hár og þving- uð kaup leiða yfir menn vaxtaokur með verð- tryggingu sem er langt út úr korti. Leigumarkaður er hálfgerður ræningja- markaður – og braskar- ar „harka tímabundið á markaðinum“. Húsnæðis- samvinnufélög og leigu- félög almennings sem rekin eru án hagnaðarkröfu eru afar lítil og sum veikburða. Skipulag hverfa og byggingar eru „verktakadrifnar“ og allt mögulegt hagræði af bygg- ingastarfsemi og framlegð er leyst út úr greininni. Hagnaðurinn ef til verður fer að mestu til fjárfesta og verktaka en kemur ekki kaup- endum eða húsnæðisfélögum til góða að neinu marki. Byggingar og húsnæðismarkaðurinn er þann- ig fyrst og fremst braskdrifinn og spinnur upp kostnað fremur en að leita hagkvæmni og hagræðing- ar og lækkandi verðs í þágu þess almennings sem þráir húsnæðis- öryggi. Breyttar lánareglur frá 1. nóv. 2013 hafa fjölgað verulega í hópi þeirra sem ekki geta keypt á eigin kennitölu og reynsla eftir- hrunsins gerir mörgum erfiðara eða ómögulegt að njóta aðstoðar fjölskyldu eða eldri kynslóða til að eignast húsnæði. Í flestum nágrannalöndum er leigu- og búseturéttarmarkaður – án hagnaðarkröfu – algengt eða algengasta form íbúðarekstrar fyrir almenning. Hagkvæmar íbúð- ir þar sem lögð er áhersla á sveigj- anlegar lausnir og samfélagslega ábyrgð – um leið og ýtt er undir fjölbreytni og umhverfisgæði. Á árinu 2013 startaði Eygló Harðardóttir húsnæðisráðherra víðtæku samráði um mótun hús- næðisstefnu. Fjöldamargt var dreg- ið upp á borðið til skoðunar í þessu ferli – en því miður skyggði fráleit staða Íbúðalánasjóðs og stjórnun- arkreppa talsvert á þá lausnaleit sem fram hefði þurft að fara. Ekki er heldur ástæða til að vanmeta það yfirburðaafl sem lobbýistar á vegum banka og lífeyrissjóða hafa þegar kemur að samráðsferli. Þrátt fyrir málefnalegar tilraunir þeirra aðila sem tala fyrir v-evrópskum lausnum í húsnæðismálum gekk undar lega illa að fá verkefnisstjór- nina til þess að hleypa efnislegum greiningum á því með hvaða hætti áherslur og starfsrammi leigu- og búseturéttarfélaga á EES-svæðinu væri almenningi hagkvæmari en hér hefði þekkst. Verkefnisstjórn ráðherra skil- aði tillögum og greinargerðum í maí 2014. Þar er vissulega sleginn verulega breytt- ur tónn varðandi áherslur – með því að gert er ráð fyrir að leigu- og búseturéttar íbúðir fái verulega aukið vægi í húsnæðis- stefnunni til framtíðar. Lævíst áróðurstríð Frá þeim tíma sem tillögur verk- efnisstjórnarinnar voru kynntar hefur staðið yfir lævíst áróðurs- stríð fjármálakerfisins gegn þeim áherslubreytingum sem gefið er undir fótinn með. Landsbankinn hefur farið þar fyrir öðrum fjár- málafyrirtækjum með áróðri í þá veru að „allt sé í stakasta lagi á fasteignamarkaði“ – og bankinn spáir nú allt að 30% verðhækk- un fasteigna á höfuðborgarsvæð- inu á skömmum tíma. Lobbýistar lífeyrissjóða og bankanna fylla bæði eyrun á ráðamönnum og fjölmiðlafólki og þessum „mála- liðum braskaranna“ tekst enn að fá almennu umræðuna til að hverfast mest um skammtíma- hagsmuni „fjárfesta“ og bank- anna. Á sama tíma fjölgar þeim sem berjast á eignamarkaði með alltof þunga greiðslubyrði í of dýrum íbúðum í höfuðborginni eða berjast við markaðsbrest í jaðarbyggðum – og sá fjöldi sem alls ekki sér fram á að geta keypt á eigin kennitölu vex. Leigu- markaðurinn á þenslusvæðunum verður bara ruddalegri og alltof ótraustur og dýr. Sveitarfélögin komast upp með að innheimta óraunsætt yfirverð fyrir lóðir og smyrja á gatnagerðargjöld þannig að á höfuð borgarsvæðinu nemur fyrirframgreiðsla til sveit- arfélaganna 16-23% af bygging- arkostnaði almennra íbúða skv. mati Samtaka atvinnulífsins. Svo fyrir hvern er óbreyttu kerfi þá viðhaldið? Hvernig stendur á því að fjöl- miðlarnir virðast hafa mjög tak- markaðan áhuga á að fjalla um húsnæðismálin út frá þeim veru- leika sem ríkir t.d. í Svíþjóð og Þýskalandi – þar sem sveitarfé- lög leika afar virkt hlutverk í því að örva framleiðslu hagkvæmra íbúða fyrir almenning í gegn um húsnæðissamvinnufélög og almenn sjálfseignarfélög/leigu- félög almennings? Húsnæðismál almennings HÚSNÆÐISMÁL Benedikt Sigurðarson framkvæmdastjóri Búseta á Norðurlandi hsf. FERÐA- ÞJÓNUSTA Einar Guðmundsson læknir SAMFÉLAG Sigrún Huld Þorgrímsdóttir hjúkrunarfræðingur BROTTFARIR ÍMAÍ, JÚNÍ, JÚLÍOG ÁGÚST SÍÐASTI DAGURINN TIL AÐ NÝTA BÓKUNARAFSLÁTTINN ER Í DAG! NÁNAR Á UU.IS/BOKUNARAFSLATTUR 15.000 KR.BÓKUNARAFSLÁTTURÁ MANN TIL 1. APRÍL ➜ Í fl estum ná- grannalöndum er leigu- og búseturéttar- markaður – án hagn- aðarkröfu – algengt eða algengasta form íbúðarekstrar fyrir almenning. ➜ Stoltið lá í að gesturinn færi sem ánægðastur og bæri gestgjöfum gott orð. ➜ Um leið og maður reynir að tala um öldrunar mál í öðrum dúr en „aumingja gamla fólkið“ dúrnum er maður búinn að stimpla sig illmenni. 3 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 6 F B 0 8 0 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 5 9 -D F 6 0 1 4 5 9 -D E 2 4 1 4 5 9 -D C E 8 1 4 5 9 -D B A C 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 8 0 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.