Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2001, Qupperneq 61

Læknablaðið - 15.10.2001, Qupperneq 61
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÚTTEKT RÍKISENDURSKOÐUNAR Úttekt Ríkisendurskoðunar á launagreiðslum til lækna Veruleg tilfærsla frá verktakagreíðslum til fastra launa Flestir hópar lækna hafa haldið í við almenna launaþróun Ríkisendurskoðun gerði í sumar ÚTTEKT Á LAUNUITl lækna og hefur orðið nokkur umræða um vinnu- brögð stofnunarinnar eins og sjá má stað í þessu hefti Læknablaðsins. Hvað sem um það er að segja þá eru niðurstöður úttektarinnar býsna fróðlegar, ekki síst þegar skoðuð er þróunin í samsetningu launanna. Ríkisendurskoðun ber saman niðurstöður þessar- ar úttektar við niðurstöður úr samskonar úttekt sem gerð var árið 1992. Stofnunin slær ýmsa varnagla um að erfitt sé að bera saman þessar tvær skýrslur en engu að síður lýsa þær ákveðinni þróun. Alls bárust stofnuninni upplýsingar um 1.037 starfandi lækna. Launagreiðslur til lækna eru að sjálfsögðu ákaf- lega mismunandi og þeir alhæstu eru með æði drjúg- ar tekjur. En ef litið er á dreifingu launanna þá sést að tæpur þriðjungur lækna er með árstekjur undir fimm milljónum, tæpur helmingur er á bilinu fimm til níu milijónir en innan við fimmtungur fær yfir níu millj- ónir í árslaun. Vert er að geta þess að hér er eingöngu um launagreiðslur að ræða, búið er að draga frá greiðslur fyrir rekstrarkostnað og ökutækjastyrkir, dagpeningar, húsaleigustyrkir, símastyrkir og greiðsl- ur vegna námsferða eru ekki inni í þessum tölum. í úttektinni kemur fram að meðallaunagreiðslur til lækna hafa hækkað um 53% á þessum átta árum og er það í samræmi við almenna launaþróun í land- inu. Hækkun umfram launavísitölu er 2,54% en hækkun umfram vísitölu neysluverðs er 25%. Launa- breytingar hafa verið misjafnar eftir sérgreinum, þannig hafa meðallaun skurðlækna hækkað um 17% umfram launavísitölu og embættis- og svæfinga- og gjörgæslulækna um 14% en 17% vantar upp á að meðallaun sjálfstætt starfandi heimilislækna hafi haldið í við almenna launaþróun. Forvitnilegt er að skoða fylgni aldurs og launa- greiðslna. Þar kemur fram að meðallæknirinn nær hámarkslaunum 43 ára gamall og heldur síðan þeim launum lítt breyttum þar til hann fer á eftirlaun. Hlutur fastra launa eykst í úttektinni er launagreiðslum skipt eftir uppruna og kemur þá í ljós að hlutur sjúkrahúsa í launagreiðslum hefur aukist úr 47% í 51% en athyglisverðust er þó tilfærslan hjá heimilislæknum: árið 1992 var hlutfall launa sem læknar fengu fyrir störf á læknastofum 34% af heildinni en féll niður í 18% árið 2000. Á sama tíma hækkaði hlutur heilbrigðisstofnana og heilsugæslustöðva í launagreiðslum úr 10% í 26% af heildinni. Þetta á sér þó þá skýringu að með úrskurði kjaranefndar árið 1998 voru launagreiðslur til heilsu- gæslulækna færðar til heilsugæslustöðvanna en áður hafði stór hluti þeirra verið greiddur af Trygginga- stofnun í formi verktakagreiðslna. Lítum næst á skiptingu heildarlauna allra lækna eftir því hvað er verið að greiða fyrir: 1992 2000 Föst laun 31% 47% Yfivinna og vaktaálag 35% 31% Verktakalaun 28% 18% Hlutur sjúklinga 6% 4% Það sem er athyglisverðast í þessum tölum er hversu mjög hlutur fastra launa hefur aukist á þeim átta árum sem líða milli úttektanna. Það gerist að stærstum hluta á kostnað verktakalaunanna en yfir- vinnan og hlutur sjúklinga hefur einnig dregist sam- an. Það síðastnefnda gengur þvert gegn því sem oft hefur verið haldið fram í pólitískri umræðu. Hlutur verktakagreiðslna er mjög misjafn eftir sérgreinum, auk þess sem fram kemur að hlutur þeirra hækkar eftir því sem laun lækna eru hærri. Ef litið er á sérgreinarnar skera tvær þeirra sig úr. Hlut- ur verktakagreiðslna er 57% af launum augnlækna og 55% af launum húð- og kynsjúkdómalækna. Sömu stéttir fá líka stærri hluta launa sinna beint frá sjúklingum en aðrir læknar. Húð- og kynsjúkdóma- læknar fá þriðjung launa sinna frá sjúklingum og augnlæknar 18%. Uttekt Ríkisendurskoðunar er fyrir margra hluta sakir fróðleg lesning en hana má nálgast á heimasíðu stofnunarinnar: www. rikisend.althingi. is -ÞH Læknablaðið 2001/87 825
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.