Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2001, Side 62

Læknablaðið - 15.10.2001, Side 62
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRÁ SÓTTVARNALÆKNI Nýjar reglugerðir um bólusetningar og skýrslugerð vegna smitsjúkdóma Alþjóðlegt samstarf um farsóttaskráningu Bólusetningar A síðasta ári féllu úr gildi lög um ónæmisaðgerðir nr. 38/1978. I stað þeirra hefur verið sett reglugerð (nr. 221/2001) um bólusetningar og er hún byggð á stoð í sóttvarnalögum nr. 19/1997 (sjá viðauka 1). Reglu- gerðin kveður á um hvenær mönnum eru bólusetn- ingar að kostnaðarlausu og hvernig greiðsluhlutdeild er háttað þegar greiða þarf fyrir þær. Allar bólusetningar skal skrá annars vegar í sér- stakt skírteini sem afhent er þeim sem er bólusettur og hins vegar í sjúkraskrá. Þar skal koma fram hvaða bóluefni var gefið, hvenær það var gefið og hvort aukaverkanir hlutust af. Ef barn er ekki bólusett í samræmi við 2. gr. reglugerðarinnar þar sem þau bóluefni, sem mælt er með, eru talin upp skal skrá ástæðu þess. Sóttvarnalækni skulu sendar skýrslur um bólusetningar að minnsta kosti árlega eða oftar samkvæmt ákvörðun hans. Þá er kveðið á um að senda skuli sóttvarnalækni tilkynningar um hver var bólusettur, með hvaða bóluefni og hvenær, sam- kvæmt. 2. gr. reglugerðarinnar eða samkvæmt nánari ákvörðun sóttvarnalæknis. Ástæðurnar fyrir því að komið er á slíkri skrá eru í aðalatriðum eftirfarandi: 1. Fylgjast þarf með árangri bólusetninga og greina með skjótum hætti hvað valdi því að smitsjúkdóm- ur greinist sem stefnt er að að bægja frá (eliminate) eða útrýma (eradicate). 2. Afla þarf nákvæmra upplýsinga um þekjun bólu- setninga og ástæður fyrir því ef þátttaka í bólu- setningum verður ónóg til að ná fullnægjandi hjarðónæmi. 3. Þegar þeir sjúkdómar sem bólusett er gegn og af- leiðingar þeirra verða einungis óljósar minningar beinist athygli manna í vaxandi mæli að hugsan- legum, óheppilegum áhrifum bólusetninga til lengri eða skemmri tíma. Heilbrigðisyfirvöld þurfa á hverjum tíma að geta rannsakað og svarað gagnrýni sem beinist að bóluefnum. Því eru að- gengilegar upplýsingar um framleiðanda og teg- und bóluefna sem gefin voru ásamt upplýsingum þá sem eru bólusettir nauðsynlegar. 4. Auðvelda þarf aðgengi heilbrigðisstarfsmanna og almennings að upplýsingum um bólusetningar sem hafa verið gerðar, til dæmis vegna umsókna um skólavist. Skráningar og tilkynningar um smitsjúkdóma Gefin hefur verið út reglugerð nr. 222/2001 (l.,2.) um breytingu á reglugerð nr. 129/1999 urn skýrslugerð vegna smitsjúkdóma. Nokkrir smitsjúkdómar sem áður voru skráningarskyldir verða samkvæmt reglu- gerðarbreytingunni framvegis tilkynningarskyldir. Fyrst og fremst er um að ræða sjúkdóma sem bólusett er gegn eins og rauðir hundar, mislingar, hettusótt, kikhósti, Hemophilus influenzae gerð b og stíf- krampi. Ástæðan fyrir því að þessir sjúkdómar eru tilkynntir einstaklingsbundið er að þegar það mark- mið er að nást að sjúkdómi sé bægt frá samfélaginu er nauðsynlegt að rannsaka hvert og eitt tilfelli sérstak- lega. Nauðsynlegt er að fyrir liggi örugg greining með ræktun eða mótefnamælingum og einnig þurfa upp- lýsingar um bólusetningar að liggja fyrir eins og áður var getið um. Framvegis verður litið á eitt tilvik vegna sumra af þessum sjúkdómum, til dæmis mislinga, rauðra hunda og hettusóttar sem faraldur. Þá er blóðkreppusótt af völdum Entamöba histiolytica ekki lengur á lista yfir tilkynningarskylda sjúkdóma en þess í stað þess eru sýkingar af völdum Giardia lamblia tilkynningarskyldar. Ástæðan fyrir þessari breytingu er að ólíkt E. histiolytica virðist G. lamblia eiga sér smitleiðir hér á landi sem lítt eru kunnar. Það er því mikilvægt að fá heildarmynd af faraldsfræði sjúkdóms af völdum G. lamblia svo hægt sé að grípa til viðeigandi sóttvarna. Vakin skal athygli á því að auk gulusóttar (mý- gulusótt, Yellow fever), sem skal tilkynna í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar, skal einnig lilkynna aðrar blæðandi veiruhitasóttir, svo sem Ebola, Mar- burg, Lassa og krímversk-kongóska veiruhitasótt. I viðaukum 2-3 eru sýnd eyðublöð fyrir skráning- arskylda- og tilkynningarskylda sjúkdóma sem leysa eldri eyðublöð af hólmi. Alþjóðlegt samstarf um skráningar og tilkynningar um smitsjúkdóma Sóttvarnir þurfa eðli máls samkvæmt að vera alþjóð- legar enda virða sjúkdómsvaldarnir engin landamæri. Islendingar hafa alltaf tekið þátt í sóttvarnastarfi Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Um þessar mundir er þar efst á baugi að útrýma lömunarveik- inni úr heiminum. Umtalsverður árangur hefur þegar náðst. Heita má að sjúkdómnum hafi verið bægt frá Evrópusvæði Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Þó eru til svæði í Mið-Afríku og í Austurlöndum fjær þar sem sjúkdómsins verður enn vart en búast má við því að honum verði einnig bægt frá þeim svæðum heimsins eða útrýmt þaðan innan örfárra ára. Eftir stendur þá að uppræta lömunarveikiveiruna þar sem hana er að finna á rannsóknarstofum. íslendingar eins og aðrir þurfa að sýna fram á það að lömunar- veikiveiruna sé ekki að finna hér á landi. íslendingar eru einnig virkir þátttakendur í sótt- 826 Læknablaðið 2001/87

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.