Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2001, Side 87

Læknablaðið - 15.10.2001, Side 87
NAMSKEIÐ Námskeið á vegum Björgunarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar í samvinnu við Landspítala háskólasjúkrahús og Wilderness Medical Associates (WMA) Tími: 7.-11. nóvember Staðsetning: Að Gufuskálum á Snæfellsnesi í þjálf- unarmiðstöð Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Verð: Kr. 65.000, öll námsgögn innifalin og auk þess fullt fæði og gisting á Gufuskálum. Námskeiðið er eingöngu ætlað læknum, hjúkrunar- fræðingum og bráðatæknum og er kennt þar meðal annars að vinna skipulega við erfiðar aðstæður, jafn- vel þar sem búnaður er af skornum skammti. Leiðbeinendur koma frá Bandaríkjunum og fer nám- skeiðið því fram á ensku. Aðalleiðbeinandi verður David Johnson, en hann starfar sem læknir á bráða- móttöku í Atlanta og er jafnframt læknisfræðilegur rágjafi WMA. Til að standast námskeiðið þurfa þátttakendur að vera á námskeiðinu allan tímann (100% mæting) og standast skriflegt og verklegt próf. Nánari upplýsingar og skráning hjá starfsmönnum Björgunarskólans í síma 570 5900. Netfang: hordur@landsbjorg. is Hugræn atf erl ismeðf erð við áráttu-þráhyggju og félagsfælni Tími: 5. og 6. október kl. 9.00-16.00. Verð: Kr 19.500. Staðsetning: í Fjölbrautaskóla Suðurlands, Selfossi. Námskeiðið er skipulagt af Fræðsluneti Suðurlands í samstarfi við skólaskrifstofu Suðurlands og fræðslunefnd Sálfræðingafélags íslands. Lágmarks- fjöldi þátttakenda er 40 manns. Kennari verður dr. Þröstur Björgvinsson, forstöðu- maður meðferðarskorar Menninger geðsjúkrahúss- ins (Menninger Clinic: www.menninger.edu). Nánari upplýsingar í síma: 480 5020. Endurmenntunar- stofnun HÍ íþróttaslys Tími: 5. október kl. 8:20-16:10 og 6. október kl. 8:30-12:00. Námskeiðið er ætlað fagfólki sem kemur að íþrótta- slysum, til dæmis þjálfurum, sjúkraþjálfurum, lækn- um, hjúkrunarfræðingum, tryggingasérfræðingum, stoðtækjafræðingum og sálfræðingum. Húmor og heilsa Tími: 26. október kl. 9:00-17:00. Námskeiðið er ætlað öllu starfsfólki í heilbrigðis- þjónustu. Fjölmörg dæmi verða kynnt um hvernig nota megi skop á uppbyggilegan hátt í starfi heil- brigðisstarfsfólks. Kímnigáfa er ekki skilyrði fyrir þátttöku. Námskeiðið fer að hluta til fram á ensku. Beinþynning Tími: 5. nóvember kl. 9:00-16:00. Fjallað verður um greiningu, tíðni og afleiðingar beinþynningar. Kynntar verða forvarnir með réttu mataræði og hæfilegri hreyfingu á öllum aldursstig- um og greint sérstaklega frá meingerð, greiningu og meðferð beinþynningar hjá körlum og hjá öldruðum konum. Parkinsonsveiki Tími: 12. nóvember. Sykursýki Tími: 16. nóvember. Kvennaheilsa Tími: 21. nóvember. Nánari lýsingar: www.endurmenntun.is Læknablaðið 2001/87 851

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.