Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 38
FRÆÐIGREINAR / UNGLINGAR í VANDA Tafla III. Tengsl unglinganna viö félagslegar stofnanir og lögreglu og hlutfall þeirra sem notuöu tób- ak, áfengi og fíkniefni. Heiman- farnir % Heiman- reknir % Heimilis- lausir % Afskipti Félagslegar stofnanir 69 84 75 Lögregla 28 36 57* Neysla tóbaks 77 88 82 Neysla áfengis 74 84 82 Neysla fíkniefna 22 33 68** *p<0,05 **p<0,001 Tafla IV. Ástæöur komu í Rauöakrosshúsiö. Heiman- farnir % Heiman- reknir % Heimilis- lausir % Erfiðar heimilisaðstæður 31 13 ii* Samskiptaöröugleikar 57 63 18** Stundarósætti 4 5 - Húsnæöisleysi 38 40 79** Neysla foreldra 9 2 4 Eigin neysla 12 27 50** Ofbeldi 22 6 4* *p<0,05 **p<0,001 Meirihluti unglinga af báðum kynjum hafði verið í tengslum við félagslegar stofnanir áður en leitað var í neyðarathvarfið, en saga um afskipti lögreglu var al- gengust í hópi heimilislausra (tafla III). Heimilis- lausir skáru sig líka úr þegar litið var á tegund tengsla við félagslegar stofnanir. Helmingur heimilislausra hafði farið í áfengis- eða vímuefnameðferð, en meðal heimanfarinna var þetta hlutfall 18% og heimanrek- inna 12,6% (x2 (2,235) = 14,4; p<0,005). Hærra hlutfall endurkvæmra en frumkvæmra hafði verið í tengslum við félagslegar stofnanir fyrir komu í athvarfið. Marktækur munur kom þó aðeins fram meðal heimanfarinna (X2 (1,362) = 12,3; p<0,0001) þar sem rúm 60% frumkvæmra, en tæp 96% endur- kvæmra höfðu reynslu af félagslegum stofnunum. Afar hátt hlutfall ungmennanna í athvarfinu not- aði tóbak og áfengi en munur milli hópa var lítill og ómarktækur (tafla III). Hærra hlutfall heimilislausra en heimanfarinna og -rekinna hafði neytt fíkniefna fyrir komu í athvarfið (X2 (2,318) = 19,0; p<0,0001). í hópi heimanrekinna var neysla slíkra efna algengari meðal pilta (44%) en stúlkna (24%) (x2 (1,84) = 5,4; p<0,05), en munur milli kynja kom ekki fram í hinum hópunum. Ekki kom fram munur á reykingum eða neyslu áfengis eða fíkniefna milli frum- og endurkvæmra í hópum heimanrekinna og heimilislausra. I hópi heimanfarinna var munur á reykingum á þann veg að tæp 89% endurkvæmra reykti, á móti rúmum 77% frumkvæmra (X2 (1,362) = 12,3; p<0,0001). Annar munur frum- og endurkvæmra í hópi heimanfarinna var sá að 33% endurkvæmra höfðu notað ólögleg fíkniefni, en sama hlutfall frumkvæmra var 22% (X2 (1,362) = 6,11; p<0,05). í töflu IV eru bornar saman eftir hópum þær ástæður sem ungmennin gáfu upp fyrir komu sinni í Rauðakrosshúsið. Athuga skal að við komu í at- hvarfið eru oftar en ekki nefndar fleiri en ein ástæða. Samskiptaörðugleikar voru oftast nefndir sem ástæða komu stúlkna (66%) íhópi heimanfarinna og greinir þær frá piltum (48%) í þeim hópi (X2 (1,206) = 6,4; p<0,05). Piltarnir tilgreina oftast húsnæðisleysi sem ástæðu komu (53,4%), mun oftar en stúlkur (22,3%), og sú ástæða komu greinir líka milli kynja í hópi heimanfarinna (X2 (1,206) = 21,1; p<0,001). Of- beldi er töluvert oftar nefnt sem ástæða komu í hópi heimanfarinna en hinum tveimur og er algengari hjá stúlkum (31%) en piltum (13%) (X2 (1, 206) = 4,5; p<0,05). Þar er fyrst og fremst um líkamlegt ofbeldi að ræða, en næstum þrisvar sinnum fleiri heimanfarn- ar stúlkur tilgreina þessa ástæðu fyrir komu í athvarf- ið en heimanfarnir piltar (X2 (1,206) = 10,3; p<0,001). Eigin neysla sem ástæða komu í athvarfið greinir milli pilta og stúlkna í hópi heimanrekinna (X2 (1,84) = 7,6; p<0,05), á þann veg að piltar tilgreina ástæðuna oftar (38%) en stúlkur (18%). Enginn munur á ástæðum komu greindist milli kynja í hópi heimilislausra. í hópi heimanfarinna tilgreinir hærra hlutfall frum- kvæmra (32%) en endurkvæmra (22%) ástæðuna erfiðar heimilisaðstæður (X2 (1,362) = 4,2; p<0,05). Endurkvæmir tilgreina hins vegar marktækt oftar húsnæðisleysi (65%) en frumkvæmir (38%) í hópi heimanfarinna (X2 (1,362) = 33,9; p<0,0001). Endurkvæmir í hópi heimanfarinna tilgreina líka oftar en frumkvæmir eigin neyslu sem ástæðu komu í athvarfið (X2 (1,362) = 5,2; p<0,05). Umræða Niðurstöður sýna talsverðan mun milli heimilislausra unglinga annars vegar og heimanrekinna og heiman- farinna hins vegar með tilliti til skráninga við komu. Munur milli heimanfarinna og heimanrekinna ung- linga er minni. I hópi heimanfarinna var kynskipting jöfn, fleiri stúlkur en piltar voru í hópi heimanrek- inna en piltar aftur fleiri í hópi heimilislausra. Þetta kemur heim og saman við niðurstöður eldri rann- sókna (1, 2, 6), þó með einni undantekningu (1) þar sem voru stúlkur 64% heimanfarinna en hér voru hlutföll kynja jöfn. Ofangreindar rannsóknir benda til þess að fleiri stúlkur en piltar fari að heiman. Á tímabilinu 1996 til 2000 leituðu fleiri stúlkur en piltar athvarfs í Rauðakrosshúsinu, en miðað við eldri rannsókn (1) hefur þó dregið töluvert saman með kynjum. Þegar bornar eru saman tölur úr þessari rannsókn og rannsókn á starfsemi athvarfsins 1985-1995 (1) má 510 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.