Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 58

Læknablaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 58
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ Landlæknisembættið sótt heim á Seltjarnarnes Vaxandí starfsemi ný verkefni Sigurður Guðmundsson landlœknir á skrifstofu sinni en á veggnum er mynd sem heita má táknrœn fyrir stöðu embœttisins. Hún er eftir Örlyg Sigurðsson, föðurbróður Sig- urðar, og er afhinu eina sanna beini sem máltœkið „að taka menn á beinið" er dregið af. Þetta bein var á skrifstofu Sigurðar skólameistara á Akureyri en hann var afi landlœknis og segir sagan að delinkventar hafi verið látnir sitja á þessu beini meðan meistari las þeim pistilinn. Beinið mun nú vera komið aftur á skrifstofu skólameistara MA. Þröstur Haraldsson Landlæknisembættið er eitt elsta, ef ekki elsta embætti landsins og var stofnað árið 1760. Þá var hafist handa við að byggja yfir landlækni á Seltjarnar- nesi þar sem nú heitir Nesstofa. Það mætti því ætla að embættið sé að leita uppruna síns þegar það flytur aftur á nesið þegar halla tekur í 250 ára afmælið. Síðla vetrar tóku starfsmenn landlæknis upp tjaldhæla sína við Hlemm og fluttu að Austurströnd 5. Embættið er nú starfrækt í nýlegu húsi á tveimur hæðum. Megin- þungi starfseminnar er á efri hæðinni þar sem sér- fræðingar hafa skrifstofur sínar en á þeirri neðri er af- greiðsla og fleira. Embættið hefur vaxið ört á undanförnum árum og fengið ný verkefni. Vöxtinn má meðal annars ráða af því að þegar Vilborg Ingólfsdóttir yfirhjúkrunarfræð- ingur kom til starfa fyrir átján árum var hún sjötti starfsmaður embættisins. Nú eru fastráðnir starfs- menn um 25 talsins og eru þá ótaldir ýmsir sem sinna hlutastörfum, þeirra á meðal stór hópur lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna sem taka þátt í að semja klínískar leiðbeiningar. Þegar blaðamaður heimsótti landlækni á skrif- stofu sína að nýloknum kosningum var bjart yfir nes- inu og Sigurður Guðmundsson naut hins fagra út- sýnis yfir Faxaflóann og sundin blá. Blaðamaður gekk um húsakynnin undir leiðsögn landlæknis og ræddi við nokkra starfsmenn en svo settumst við nið- ur á skrifstofu hans og ég bað hann að segja lesendum Læknablaðsins frá starfsemi embættisins. Gæðí og lýðheilsa Vilborg Ingólfsdóttir ber titilinn yfirhjúkrunarfræðingur en hún er ráð- herraskipaður ráðgjafi heilbrigðis- stjórnarinnar á sviði hjúkrunar. Auk þess er hún framkvæmdastjóri gæða- og lýðheilsusviðs en þar er unnið að gæða- málum og faglegu eftirliti í heilbrigðis- þjónustunni og hugað að skipulagi mæðra- og ungbarnaverndar. „Við sinnum eftirliti með heilbrigðis- stofnunum og stefnumótun í hjúkrun, sjáum um svonefnt RAI-mat á öldruðu fólki, skipuleggjum heilsueflingu og átak í skólurn, auk þess sem neyðarsím- svörun er á okkar könnu. Þá höfum við skipulagt forvarnir vegna sjálfsvíga og á fleiri sviðum,“ segir Vilborg. Vilborg hefur starfað hjá Landlækn- isembættinu með hléum frá 1985 en inn á milli hefur hún gegnt formennsku í samtökum hjúkrunarfræðinga og starf- að hjá WHO í Genf og Kaupmanna- höfn. „Embættið hefur vaxið mikið frá því ég byrjaði. Þá var ég þriðji sérfræðingur- inn hjá stofnuninni en auk mín voru tveir læknar - landlæknir og aðstoðar- landlæknir - og þrír almennir starfs- menn. Nú erum við sex starfsmenn á mínu sviði, auk nokkurra lausráðinna,“ segir hún. Eins og lýsingin á starfsemi gæða- og lýðheilsusviðs gefur til kynna mun það hafa náið samstarf við hina nýstofnuðu Lýðheilsustöð og segist Vilborg hlakka til að starfa með Guðjóni Magnússyni og starfsfólki hans. „Ég hef starfað með honurn áður og líst vel á að taka upp þráðinn að nýju,“ segir hún. 530 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.