Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2004, Page 53

Læknablaðið - 15.11.2004, Page 53
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AÐALFUNDUR LÍ Hver á að gera hvað og hvers vegna? Líflegar umræður á málþingi um verkaskiptingu í heilbrigðiskerfinu í tengslum við aðalfund LÍ var haldið málþing að morgni laugardagsins 2. október. Par var fjallað um tillögur formanns LÍ sem hann lagði fram í nefnd um verkaskiptingu í heilbrigðiskerfinu sem kennd er við formanninn, Jónínu Bjartmarz alþingismann. Um- ræðurnar á málþinginu snerust einkum um starfsemi göngudeilda sjúkrahúsa, hvort þær væru æskilegar eða jafnvel nauðsynlegar fyrir rekstur sjúkrahúsa og hvernig verkaskiptingu þeirra og sjálfstætt starfandi sérfræðinga skuli háttað. Málþingið hófst á því að formaður LI, Sigurbjörn Sveinsson, gerði grein fyrir starfi Jónínunefndar og tillöguflutningi lækna þar. Hann sagði að þar hefði átt sér stað talsverð upplýsingaöflun og margir kallaðir til að segja álit sitt á heilbrigðiskerfinu en lítið verið um nýja hugsun eða umræður um grundvallaratriði og meginsjónarmið. Tillögugerö lækna Töluverðar umræður urðu þó í baknefnd LÍ um hlut- verkaskipun í heilbrigðiskerfinu og reynt að setja fram málefnalegar tillögur og almennar leikreglur sem giltu fyrir alla lækna og sjúklinga og gætu auk þess nýst fjárveitendum í þeirra störfum. Ljóst væri þó að erfitt væri að ákveða út í hörgul hver eigi að gera hvað í heilbrigðiskerfinu, reynslan yrði að skera úr um hvar best og hagkvæmast væri að gera hlutina. Gera þyrfti faglegar kröfur sem landlæknir væri best fallinn til að hafa eftirlit með og miðuðust við að verk væru unnin á lægsta mögulega þrepi innan heilbrigðis- kerfisins en þó þannig að efniviður nægði til að halda uppi ákveðinni rútínu á stofnunum kerfisins. Þegar ákvarðanir eru teknar um hvar gera skuli hlutina gæti fjármagnið orðið þáttur í staðarvalinu. Þess vegna þyrfti nauðsynlega að skipta upp heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, ekki þannig að ráðuneytum fjölgaði heldur þannig að trygginga- þátturinn yrði fluttur annað, til dæmis í félagsmála- ráðuneytið. Með því móti var ábyrgðin á því að kaupa heilbrigðisþjónustu ekki lengur á herðum þess sem sjálfur stendur í rekstri heilbrigðisstofnana. Hins veg- ar væri í tillögum lækna ekki gert ráð fyrir einkavæð- ingu fjármögnunar enda enginn meirihlutaáhugi fyrir því í þjóðfélaginu. Sú spurning kom upp í baknefndinni hvort LÍ væri að sveigja af þeirri einörðu stefnu sem félagið hefur haft í tvo áratugi að sem mest af göngudeildarþjón- ustu eigi að vera utan sjúkrahúsanna. Bent var á að vaxandi fjöldi lækna á sjúkrahúsum starfar ekki utan þeirra en býr yfir sérþekkingu sem þeir vilja nýta í þágu sjúklinga og Læknafélagið gæti ekki komið í veg fyrir að það gerðist á sjúkrahúsum ef því yrði við komið þar. Hins vegar ættu hagkvæmnissjónarmið að ráða því hvort réttara sé að veita þjónustuna innan eða utan sjúkrahúsa. I lok máls síns reifaði Sigurbjörn nokkuð starf nefndarinnar sem hann var ekki bjartsýnn á að myndi skila árangri. - Kannski hefur hún þegar gegnt sínu hlutverki sem stuðpúði fyrir erfiðar spurningar sem beint hefur verið að ráðherra. Mér þótti oft kyndugt að heyra vitnað til þess að tiltekin mál væru til um- ræðu í nefndinni þótt ég vissi að svo væri alls ekki, sagði hann. Sjúkrahúsin þurfa göngudeildir Að lokinni framsögu formannsins tóku við erindi annarra frummælenda sem voru þrír. Friðbjörn Sig- urðsson formaður læknaráðs Landspítala, Guðmund- ur Porgeirsson yfiræknir og Guðmundur lngi Eyjólfs- Lœknablaðið kom úr prenlun meðan á aðalfund- inum stóð og var því dreift volgu meðal fundarmanna sem flettu því afmiklum áhuga. Þröstur Haraldsson Læknablaðið 2004/90 781

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.