Þjóðlíf - 01.02.1988, Blaðsíða 31

Þjóðlíf - 01.02.1988, Blaðsíða 31
MENNING Gallerí við Laufásveg Gallerí Svart á hvítu opnaði í nýju húsnæði að Laufásvegi 17, þann 19. febrúar s.l. Frá stofnun galleríisins, haustið 1986, var það til húsa við Óðinstorgið við fremur þröngan kost. í nýja húsinu, sem er rétt fyrir ofan hið nývígða Listasafn íslands, er hærra til lofts og víðara til veggja en markmiðið er ávallt það sama: Að sýna það besta sem er að gerast í íslenskri myndlist á hverjum tíma og kynna erlenda listamenn eftir því sem kostur gefst, svo vitnað sé í fregnmiða frá galleríinu. Fyrsta sýningin í nýja salnum er á teikningum og grafíkverkum Olafs Lárussonar, sem hefur víða numið, sýnt og kennt síðasta hálfan annan áratuginn. Sýning Olafs stendur til 6. mars. Þá tekur við sýning á verkum Ragnheiðar Hrafnkelsdóttur, — Rönku. Jafnframt búferlaflutningum Svarts á hvítu tekur galleríið nú upp umboðssölu á listaverk- um í mun meira mæli en áður tíðkaðist, og í sérstökum sal getur að líta verk eftir tugi listamanna. Af öðrum listamönnum sem sýna í Gallerí Svart á hvítu á næstunni má nefna Karl Kvaran, Jón Óskar. Stefán Axel, Bynhildi Þorgeirsdóttur, Jón Axel, Saskja de Virjedendt (Hollandi) og Bong Kyu Im (Suður-Kóreru). 28. feb. í Hallgrímskirkjunni spilar orgel- leikari Þröstur Eiríksson verk eftir Buxte- hude og spjallar um höfundinn í tónleikaröð sem nefnist Norðurþýskir barokkmeistar- ar“. Sigurður Þórir á Kjarvalsstöðum. Innri veruleiki manneskjunnar „Nú sem endranær er manneskjan aðal- viðfangsefni mitt. Ég reyni að lýsa því hvernig ytra umhverfi mótar innri raun- veruleika mannsins", segir Sigurður Þór- ir, um sýningu sína sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum. Á sýningunni er bæði olíumálverk og teikningar, frá síðustu tveimur árum, en þá vígði Sigurður Þórir Gallerí Svart á hvítu við opnun þess. Sýning Sigurðar stendur til 6. mars og er opin alla daga frá klukkan 14—22. Daði á Gallerí Borg. SÖFN OG SÝNINGAR I nýjum húsakynnum sínum að Fríkirkjuvegi 7 býður Listasafn íslands upp á yfirlitssýn- inguna „Aldarspegil“, sem lýsir þróun ís- lenskrar málaralistar frá aldamótum. Safnið sjálft er mesta augnayndið, hátt til lofts og vítt til veggja. með bæði bókasafn og kaffi- hús á staðnum. Opið daglega frá 11:30 til 16:30. Grafíklistamaðurinn Lennart Iverus sýnir í anddyri Norræna hússins til 28. febrúar, en í kjallaranum verður sýning um „Hið græna gull Norðurlandanna" frá 20. feb. til 13 mars. Hún segir frá skógarbúskap og tréiðnaði í máli og myndum. Finnsk bókmenntakynning verður 27. feb. og dönsk bókmenntakynning 15. mars, báð- ar kl. 15:00. Fimmtudaginn 10. mars flytur Hanno Heik- en Heimo fyrirlestur um óperur á vegum Islenskrar Óperunnar. Þá taka við sýningar Sigurðar Þóris Sigurðs- sonar, Sæmundar Valdimarssonar og Lista- félags Færeyja. Fyrir skömmu var grafíkdeild Gallerí Borgar flutt úr kjallaranum í Pósthússtrætinu og yfir í glæsilegan sýningarsal í Austurstræti 10, þar sem Galleríið hefur deilt húsnæði með Penn- anum síðan í fyrrasumar. I nýja húsnæðinu fær grafíkin mun meira pláss en áður, og er varla annarsstaðar jafnmikið samankomið af grafík sem í Austurstrætinu núna. Verð myndanna er við flestra hæfi, þetta frá 2400 kr. til 16000 og er þá gert ráð fyrir að myndirnar séu innrammaðar. í húsnæðinu sem Iosnar við þessa tilhögun verður lögð áhersla á litlar og ódýrar frum- myndir íslenskra myndlistarmanna. Eftir sem áður ráða „gömlu meistararnir" lögum og lofum í neðsta kjallara Gallerís Borgar. Þann 25. febrúar opnar Daði Guðbjörnsson sýningu í Gallerí Borg. Daði er fæddur árið 1954. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík og síðan fram- haldsnám við Ríkisakademíuna Amster- dam. Þetta er áttunda einkasýning Daða. Á sýningunni eru aðallega olíumyndir, en nokkuð af grafíkmyndum. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10-18 og um helgar frá kl. 14-18. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.