Þjóðlíf - 01.02.1988, Blaðsíða 56

Þjóðlíf - 01.02.1988, Blaðsíða 56
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL Sadismi í kvikmyndum. Úr „Sagan af 0“ eftir Marquis de Sade. „hart" klám ýti undir kynferöislegar ofbeld- ishneigöir hjá körlum. Klámrit og klám- myndir séu því í mörgum tilvikum orsök kyn- ferðisglæpa. Því cr reyndar ekki að neita. að skoðanir sérfræðinga eru skiptar í þessu efni. Þó munu flestir hallast að því, að myndir. þar sem konur eru niðurlægðar sem kynferðis- verur, geti liaft háskaleg áhrif á hugarfar óharðnaðra unglinga. Þess eru dæmi. að nauðgarar hafi látið uppi við yfirheyrslur. að þeir hafi fcngið hugmyndina að glæpnum úr „harðri" klámmynd. Hvað sem líður áliti svonefndra kynlífs- fræðinga, þá er ljóst að það væri lítil eftirsjá í slíkum myndum. Kynlíf er fagurt fyrirbæri og það er miður, að óprúttnir og lágkúrulegir höndlarar, gagnteknir af gróðafíkn. skuli rnaka krókinn með því að afskræma það í máli og ntyndum. En auðvitað er ekki við höndlarana eina að sakast. Forsenda þess, að klámiðnaðurinn þrífist, er sú að neytcnd- ur kaupi framleiðsluna. Og þar stendur ein- rnitt hnífurinn í kúnni. Það eru ekki aðeins unglingar á gelgjuskeiði. sem slægjast eftir „hörðu" klámi. heldur einkurn og sér í lagi fullvaxnir karlmenn. Til að koma í veg fyrir að „klámpúkinn" haldi áfram að tútna og blása út. hafa þær Emmu-konur lagt frarn lagafrumvarp, sem stefnt er til höfuðs púkanum. í frumvarpinu er kveðið á um að konur geti borið fram kæru. hvenær sem þær rekast á mynd eða Klámbrúður fyrir karla að riðlast á. texta. þar sem virðingu kvenna er misboðið. Þessi tillaga hefur vakið verulega athygli hér í Vestur-Þýskalandi. Heilbrigðisráðherrann, Rita Siissmuth, lýsti því yfir á ráðstefnu með Emmu-konum á dögunum, að hún fagnaði þessu frumkvæði. Hins vegar lét hún í veðri vaka, að það væri ólíklegt að slíkt frumvarp fengi hljómgrunn á þinginu í Bonn. - Þótt enginn geri ráð fyrir að umrætt frumvarp verði að lögum, þá hefur það engu að síður leitt til þess, að líflegar umræður hafa orðið um klámfárið að undanförnu. í þeim umræð- um hefur kornið fram. að vestur-þýskir rót- tækiingar eru dálítið tvístígandi í þessu máli. Það er ekki undarlegt. þegar haft er í huga. að það voru einmitt málsvarar '68 kynslóðar- innar, sem börðust fyrir því á sínum tíma, að losað yrði urn böndin í kynferðismálum. Þessir sömu róttæklingar óttast nú. að laga- breytingar geri einungis illt verra og verði til þess að ýta undir bælingu og alls kyns brask. Hver svo sem niðurstaða þessarar urnræðu verður. þá er ljóst að þær Entmu-konur hafa stungið á ýmsum kýlum sem var orðið tíma- bært að krukka í. Arthúr Björgvin Bollason. Múnchen. 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.