Þjóðlíf - 01.02.1988, Blaðsíða 59

Þjóðlíf - 01.02.1988, Blaðsíða 59
B A R N A L í F Fimleikavakning meðal barna Nýjasta áhugamál krakka og unglinga er án efa fimleikar. Þúsundir barna sækja nú fimleikanámskeið á höfuðborgarsvæðinu og út á landsbyggðinni sækja líka stöðugt fleiri krakkar í fimleika, segja þjálfarar krakk- anna. Nú munu vera starfandi ellefu fim- leikafélög sem bjóða upp á námskeið fyrir börn og unglinga. Þau hamast í teygjum, stökkum og þrekæfingum af miklum áhuga og fara eftir sérstökum fimleikastiga sem þjálfararnir hafa samræmt fyrir öll félögin. Áhuginn hefur aukist svo mikið að ekki komast allir að sem vilja. Hjá Gerplu í Kópa- vogi eru nú t.d. 500 krakkar á aldrinum 5 til 17 ára á fimleikanámskeiðum eftir áramótin. Yngstu krakkarnir keppast við í tvo tíma í hverri viku en þau eldri æfa 5 daga í viku, 3-4 tíma í senn. „Stelpurnar hafa verið í miklum meiri- hluta til þessa, en nú eru sífellt fleiri strákar að bætast í hópinn," segir Elsa Jónsdóttir hjá Gerplu í samtali við Þjóðlíf. „Það sem háir öllum félögunum er plássleysi," bætir hún við. Þó flestir krakkar séu líka í leikfimi í skól- anum nægir það þeim engan veginn. Það var makalaust að sjá hvað krakkarnir hjá Gerplu lögðu mikið á sig við æfingarnar þegar við Þjóðlífsmenn litum þar inn í tíma fyrir skemmstu. Það er líka til nokkurs að vinna. Haldin eru fimleikamót fyrir krakkana. Ný- afstaðið er unglingamót Fimleikasambands íslands sem 200 unglingar sóttu víðsvegar að af landinu og svo eru hópakeppnir fyrir þau Myndir: Björn Haraldsson. yngri. Efnilegustu krakkarnir geta átt von á að vera send í æfingabúðir erlendis. „Það er mikil vakning meðal krakka í fimleikum," segja þjálfararnir og kannski er ekki ýkja langt í að íslenskar fimleikastjörnur geri garðinn frægan ... 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.