Þjóðlíf - 01.02.1988, Blaðsíða 34

Þjóðlíf - 01.02.1988, Blaðsíða 34
ERLENT Götustrákur brýst til forystu Preben Mbller Hansen er alinn upp í verkamannahverfi í Kaupmannahöfn, varð snemma kjaftfor óknyttastrákur, og eins og fleiri slíkir var hann sendur til sjós. A þessum tíma, upp úr síðari heimsstyrjöld, bjuggu danskir farmenn við léleg kjör og slæm vinnuskilyrði. Mælska Prebens kom oft í góðar þarfir um borð í flutningadöllunum, og ungur að árum varð hann trúnaðarmaður um borð í sínu skipi. Með harðri baráttu tókst honum að tryggja sínum mönnum um- talsverðar kjarabætur: „Það fór svo að stýri- mennirnir þurftu að vinna öll óþrifalegustu verkin, en við hásetarnir blésum til brottfar- ar í hreinum göllurn frá útgerðinni. Við feng- um líka hærra kaup en stýrimennirnir og tvo ókeypis bjóra á dag að auki." Preben var gerður að aðaltrúnaðarmanni hjá skipafyrirtæki sínu, og um flotann barst orðstír þessa snaggaralega litla manns og goðsagnakenndar sagnir spunnust af hæfi- leikum hans í vinnudeilum. Á þessum tíma var Farmannasambandið algerlega undir stjórn sósíaldemókrata, en Preben var einn örfárra kommúnista í sambandinu. Þrátt fyrir þetta var Preben kosinn í sambands- stjórn 1963 og varaformaður 1966, og sem slíkur settist hann á skrifstofu sambandsins. Kratarnir reyndu að leiða hann hjá sér en það leið ekki á löngu þar til flestir farmenn sneru sér til hans með vandamál sín. Hann var einfaldlega duglegastur og harðastur við að greiða fram úr þeirn. Litinn hornauga Kratarnir sem réðu sambandinu litu Preben þó áfram hornauga og beittu loks meirihluta sínum í sambandsstjórn til að hrekja hann af skrifstofunum árið 1967. Hann varð aftur trúnaðarmaður og tók að byggja upp andstöðulið, þar sem tugur flokksbundinna kommúnista myndaði hinn harða kjarna. Eftir nokkur áhlaup náðu þeir stjórn Farmannasambandsins undir sig í árs- lok 1968, og hafði það þá ekki gerst um ára- tugaskeið, að kommúnistar ynnu á innan verkalýðshreyfingarinnar. Á nokkrum árum treystu Preben og félag- ar sig svo í sessi, að krötum hefur tæplega dottið í hug að reyna að endurheimta sam- bandið. Vinsældir Prebens má rekja beint til árangurs hans í kjaradeilum, og þennan ár- angur má rekja beint til harðra og oft ósvíf- inna aðferða. Farmenn fara alltaf í verkfall þegar verst stendur á hjá útgerðinni. Starfs- menn á ferjunum milli dönsku eyjanna haga til dæmis samningsgerð alltaf þannig að samningar verði lausir rétt fyrir páska, og síðan hóta þeir að stöðva páskaumferðina nema þeir fái umtalsverðar launahækkanir. Með slíkum aðferðum hefur Preben og Preben Möller Hansen. Þjóðlíf var eini fjölmiðillinn sem spáði honum inn á þing á sl. ári. í Danmörku var enginn sem spáði honum slíkri velgengni. félögum tekist að breyta farmannastéttinnni úr láglaunahópi í eina af hæstlaunuðu starfs- stéttum verkafólks. Á sama tíma hafa sam- tökin eflst og forysta Prebens orðið ótvíræð. Minnir á Jimmy Hoffa Ýmsar baráttuaðferðir Prebens hafa minnt menn á Jimmy Hoffa og aðra banda- ríska verkalýðsleiðtoga. Andstæðingar hans innan sambandsins hafa kvartað undan ódrengilegum vinnubrögðum og jafnvel barsmíðum, en Preben hefur þó einkum beitt bellibrögðum sínum út á við. Þannig hefur komið fyrir að Farmannasambandið hafi snúið sér til skipaeigenda, sem hefur legið sérstaklega á að losa skip sitt úr höfn. og tilkynnt því að skipið „komist ekki" úr höfn nema farmenn fái sérstaka launaupp- bót og auk þess verði væn summa greidd í sjóði sambandsins. Þvílíkar aðferðir hafa reynst Preben og félögum drjúgar, og digr- um sjóðum sambandsins hefur líka verið óspart beitt til að styðja við bakið á öðrum stéttarhópum sem staðið hafa í verkföllum. Þannig er fræg sagan af verkfalli hafnar- verkamanna sem vinnudómstóllinn hafði dæmt ólöglegt og þar með bannað stéttar- félögum að styðja það. Farmannasambandið færði „kór hafnarverkamanna í Esbjerg" hundrað þúsund danskra króna í gjöf úr menningarsjóði sínum, og það stoðaði at- vinnurekendur lítt að kæra þessa gjöf. Preben brosti bara prakkaralega í sjónvarp- inu og sagði að það væri andskotans nóg að atvinnurekendur vildu skammta verkafólki laun og stjórna því í vinnunni, „en þeir skulu fjandinn hafi það ekki komast með puttana í það hvað við gerum í frítímanum". Sjón- varpsútsendingunni lauk síðan með því að hafnarverkamenn og konur þeirra sungu int- ernationalinn saman. svo að áhorfendur gátu séð að það veitti ekki af hundraðþúsundkalli til að æfa þennan kór. Rekinn úr flokknum Preben var lengst af flokksbundinn kommúnisti og hafði náin tengsl við austur- blokkina. Hann dró ekki dul á þá skoðun sína að honurn bæri formennska Kommún- istaflokksins, en jafnauðsætt var að forystu flokksins fannst nóg um fyrirgang hans og sjálfstæði. Loks kom að því að hann neitaði að hlýða fyrirmælum forystunnar og var rek- inn úr flokknum, í byrjun þessa áratugar. Hann hélt óskertum tökum á Farmannasam- bandinu, og flokksbundnir kommúnistar innan þess, sem hafði fjölgað verulega í for- mannstíð Prebens, gengu nær allir úr flokkn- um þegar hann var rekinn. Þeir stofnuðu flokksbrotið Fælles Kurs, sem flestir töldu að yrði minnst allra smá- hópanna á vinstri vængnum og myndi logn- ast út af. Nafnið vísar að sjálfsögðu til sjó- mannamáls, og væri kannski rétt að þýða það sem „Samflot", en í þessu nafni felst m.a. það markmið samtakanna að sameina flokka og flokksbrot yst á vinstri vængnum. Uppáhaldið Framan af varð Fælles Kurs ekki annað en fámennur söfnuður í kringum Preben, en honum óx þó brátt ásmegin. Fram að þessu höfðu flestir fjölmiðlar verið neikvæðir gagnvart honum og sögðu helst sögur af dólgslegum aðferðum hans í stéttabarátt- unni eða skrautlegar kvennafarssögur. En nú varð hann smám saman uppáhald þeirra. Ein af vinsælum uppákomum hans varð í verkfallsátökum vorið 1985. Þá hafði ríkis- stjórnin skammtað launafólki kaup með kjaradómi, og í mörgum verkalýðsfélögum og vinnustöðum lögðu menn niður vinnu. Þessi verkföll voru dæmd ólögleg, og þar- afleiðandi var verkalýðsfélögum óheimilt að styðja þau, að viðlögðum fjársektum. Á að- gerðafundi verkfallsmanna og stuðnings- manna þeirra gekk Preben í ræðustól með stóran kassa, og kvaðst hann hafa fengið kassann hjá frakkaklæddu stertimenni fyrir utan fundarsalinn. „Hann var helvíti líkur formanni Vinnuveitendasambandsins." Síð- an ljóstraði Preben því upp að í kassanum væri hálf milljón danskra króna, sem ætti að renna í verkfallssjóð. Verkfallsmönnum og almenningi var skemmt, en atvinnurekendum féllust hend- ur. Engum blandaðist hugur um að pening- arnir komu úr einhverjum leyndum sjóðum Farmannasambandsins, en atvinnurekendur gátu ekkert sannað og því ekki komið í veg fyrir að innihald pappakassans rynni óskert til verkfallsmanna. 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.