Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2012, Blaðsíða 77

Frjáls verslun - 01.07.2012, Blaðsíða 77
FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012 77 Ég fékk þá hugmynd að ef börnin væru í tæki sem leyfði breyti­legan þungaburð þá gæti það verið áhrifa r íkara til auka beinþéttni og jafn vel skemmtilegra fyrir börnin því sum hreyfihömluð börn eru ekkert endilega ánægð með að standa kyrr í standgrindum. Ég hugs aði að þetta gæti haft áhrif á fleiri þætti þar sem sum barnanna eru spastísk en hreyfing er góð til að vinna á móti áhrifum þess auk þess sem þetta gæti hugsanlega aukið þol þeirra.“ Þjóðbjörg lét smíða hreyfanlegt standbretti þegar hún var enn í náminu og ætlaði svo ekkert að halda áfram með hugmyndina. Hún var hins vegar hvött til að þróa hugmynd­ ina áfram eftir að heim kom og byrjaði að kenna við Háskóla Ís lands. „Mikil tækniþróun hafði orðið á þessum örfáu árum sem gerði það mögulegt að þróa fullkomnara tæki en ég hafði úti. Ég sló til og fór í samstarf við verkfræðideildina.“ Þess má geta að verkefnið hlaut styrk, verðlaun og viðurkenningu. Síðar flutti Þjóðbjörg tækniþróunina út úr háskólanum og fór í samstarf við verkfræðifyrirtækið Samey og í dag er til frumgerð af göngu­ hermi. Svona tæki eru til á markaðn­um en það eru stór tæki sem ekki er hægt að nota nema inni á stofnunum. Fötluð börn alast hins vegar upp heima hjá sér og hefur markmiðið alltaf verið að búa til lítið tæki sem hægt er að nota á heimilum. Tækið verður á viðráðanlegu verði. Virknin er tvenns konar: Tækið hjálpar mest fötluðu börnunum algjörlega að hreyfa sig en svo er önnur útfærsla þar sem börn, sem eitthvað geta hreyft sig, fá smáaðstoð.“ æTLAðUR Á HEIMILI HREyFIHAMLAðRA BARNA Þjóðbjörg Guðjónsdóttir, lektor í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands, fékk hug mynd að gönguhermi þegar hún var í framhaldsnámi í barna sjúkra- þjálf un í Bandaríkjunum á sínum tíma. Gönguhermir Þjóðbjörg Guðjónsdóttir. FORVARNIR GEGN ÞUNGLyNDI Eiríkur örn Arnarson, prófessor í sálfræði við lækna- deild Háskóla Íslands og sérfræðingur í klínískri sál- fræði á geðsviði Landspítala, hlaut fyrstu verðlaun í sam keppninni Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands árið 2005 fyrir hugmynd að verkefninu Hugur og heilsa sem miðar að forvörn þunglyndis hjá ungmennum. Fyrir tækið Hugarheill var svo stofnað í kjölfarið. Eiríkur Örn Arnarson. Þunglyndi greinist sjald an hjá þeim sem eru yngri en 14 ára en þá er vendipunkt­ur og eykst tíðni þess verulega og kynjamunur kemur í ljós,“ segir Eiríkur Örn. „Rann sóknir hafa leitt í ljós að tæp tuttugu prósent átján ára ungmenna hafa þegar farið í gegn um meiriháttar þunglyndis­ kast. Það vakti áhuga að kanna hvort hægt væri að sporna við þessari þróun, m.a. með hlið sjón af spám Alþjóðaheilbrigðis mála ­ stofnunarinnar um að þung­ lyndi verði næstþungbærasta heil brigðis vandamál heimsins árið 2020. Eftir að þunglyndi hef ur eitt sinn gert vart við sig er líklegt að það komi aftur fram síðar á lífsleiðinni og er því til mik ils að vinna.“ Rannsókn var framkvæmd í sex sveitarfélögum meðal nemenda í 9. bekk og skim að fyrir einkenn um þung­ lyndis. Ungmennum með mörg einkenni þunglyndis var boðin þátttaka í námskeiði sem sótt er 14 sinnum á þremur mánuðum. Námskeiðið Hugur og heilsa miðar að því að kenna ungling­ um leiðir til að gera þá færari til að takast á við daglegt líf. Meðal þess sem kennt er eru samskipti, tengsl hugsunar og líðanar, slök ­ un, að læra að setja sér lang­ og skammtímamarkmið, leiðir til að leysa vandamál og að tjá tilfinn­ ingar sínar og skoð anir. Námskeiðshópur var borinn saman við hliðstæðan hóp sem ekki sótti námskeið og kom í ljós marktækur munur á hópun­ um. Við eftirfylgd 12 mánuðum síðar voru fimm sinnum meiri líkur á því að þeir sem höfðu ekki setið námskeiðið hefðu þróað með sér meiriháttar þunglyndi eða óyndi.“ Niðurstöður rannsóknanna hafa verið birtar í erlendum vísindarit­ um og vakið þar athygli. Þetta hefur leitt til þess að námskeiðið var þýtt á ensku og portúgölsku og er t.d. verið að halda sam ­ bæri leg námskeið í Portúgal til að rannsaka hvort hliðstæður ár angur náist í öðru menningar­ samfélagi. „Námskeiðshópur var borinn saman við hliðstæðan hóp sem ekki sótti námskeið og kom í ljós marktækur munur á hópunum.“ Hugarheil l „Virknin er tvenns konar: Tækið hjálpar mest fötluðu börnunum algjör- lega að hreyfa sig en svo er önnur útfærsla þar sem börn, sem eitt- hvað geta hreyft sig, fá smáaðstoð.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.