Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2013, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.05.2013, Blaðsíða 46
46 FRJÁLS VERSLUN 5. 2013 Þegar talað er um stúdíó í kvikmyndagerð­ inni getur bæði verið átt við fyrirtækið og aðstöðuna fyrir upptökur. Aðstaðan skiptir miklu máli og draumurinn er að koma upp stúdíói í Reykjavík. Það þarf ekki að vera glæsibygging; flugvallarskemma væri nóg. Baltasar segir að slík bygging yrði helst að rísa í eða alveg við Reykjavík – herstöðin á Keflavíkurflugvelli er of langt í burtu – og hann segir að þetta gerist ekki án stuðnings ríkis eða borgar. Fullkomið kvikmyndaver freistar aðþjóðlegra framleiðenda kvik mynda. Aðstaða af þessu tagi er mikilvæg til að ná til landsins broti af kvikmyndagerð heims­ ins. Efnahagsumhverfið þarf líka að vera hagstætt. Nú þegar er það svo að lönd eins og Ungverjaland og Nýja­Sjáland lokka til sín kvikmyndafyrirtækin vegna að stöð unnar. beTra en álver Landið sjálft laðar líka að. Það er eftirspurn eftir sérstæðum upptökustöðum, sér stak­ lega fyrir ævintýramyndir. Þessu fylgir eftirspurn eftir þjónustu eins og hótel gist­ ingu, leiðsögn og leigu á bílum. Spurning er alltaf hversu stöðug þessi vinna er. Hún getur verið háð tískusveiflum og árangri einstakra manna. Baltasar Kormákur fullyrðir hins vegar að vinna við kvikmyndagerð sé áhugaverðari en að standa við bræðsluker í álveri. Það er þess virði að vera með í samkeppninni á kvikmyndamarkaðnum. „Markaðurinn fyrir kvikmyndir hverfur ekki en það þarf að hafa fyrir því að ná stórum verkefnum til landsins,“ segir Balt­ asar Kormákur. Hann segir líka að í það minnsta enn um stund sé landið það framandi og landslagið svo spennandi að það veki áhuga. Hann óttast ekki ofnotkun á landinu sem leik­ tjöldum. Íslenskt landslag kemur þrátt fyrir allt ekki fyrir í svo mörgum myndum. „Við finnum alltaf nýja og nýja vinkla fyrir myndavélarnar og svo hafa upptökur til þessa takmarkast við tiltölulega lítinn hluta landsins,“ segir Baltasar Kormákur. eldgos og ný Tækni Landið hefur líka sjálft séð um kynningu á sér. Gosið í Eyjafjallajökli skilaði að lokum meiri landkynningu en nokkurn óraði fyrir. „Þar sannaðist að öll kynning er góð þegar upp er staðið,“ segir Baltasar Kormákur. „Ég held þó að menningin reynist að lok­ um stærri en Eyjafjallajökull. Menningin lifir allt af en eitt og eitt eldgos hjálpar til við að kynna hana,“ segir Baltasar. Ný tækni hjálpar auk þess við að koma heimaframleiðslu á kvikmyndum út á hinn stóra markað. Myndum er dreift á netinu. „Streaming“ er lausnarorðið við dreifingu á bæði tónlist og myndum. Litlir framleiðendur geta fundið áhugasama kaupendur án þess að þurfa að leita til stórra dreifingarfyrirtækja. Markaðurinn breikkar með nýrri tækni og fleiri smáir kom ast að. Þetta hefur verið leið margra nýrra lista ­ manna út í heim. Það er miklu auð veldara og ódýrara en áður að koma efni – þar á meðal kvikmyndum – á framfæri um netið. Listamenn geta fundið sinn markhóp án þess að leggja í dýra markaðssetningu eða leita á náðir stórra dreifingarfyrirtækja. En myndirnar verða þá að vera áhugaverðar. Um það snýst allt. Netið hefur líka leitt af sér vanda við að verja höfundarrétt. Það er auðvelt að stela efni af netinu: „Þetta er bara tímabundið ástand. Tæknilega er ekkert því til fyrirstöðu að koma í veg fyrir þjófnað á hugverkum,“ segir Baltasar. landamæri hverfa Baltasar bendir einnig á að kvikmynda gerð­ in sé alþjóðlegri en áður: „Það er kostur fyrir Íslendinga að kvik­ myndagerðin er ekki eins bundin af landa­ mærum og áður. Erlendir fjárfestar koma með peninga inn í landið,“ segir Baltasar. „Fyrir hrun voru íslenskir fjárfestar mun ákafari en nú í að leggja fé í kvikmyndagerð. Núna verður í meira mæli en áður að leita út á alþjóðlega fjármálamarkaði. En íslenskir peningamenn hafa líka lært af reynslunni. Þeir vita núna meira um áhættuna og nauð­ syn þess að dreifa henni. Þeir eru komn ir niður á jörðina.“ Kvikmyndagerð er dýr listgrein. Það þarf helst milljarða til að framleiða kvikmynd fyrir alþjóðlegan markað. En ef hæfileikana skortir og hin persónulegu sambönd duga milljarðar skammt. smáTT og sTórT Baltasar bendir þó á að ekki sé alltaf nauð­ synlegt að stefna út á hinn stóra mark að. Heimamarkaðurinn skipti líka máli. Hann líkir þessu við muninn á kaup mann inum á horninu og stórmörkuðum: „Fólk kemur og kaupir bæði hjá kaup­ manninum á horninu og í stórmörkuðum. Fólk kemur líka bæði til að sjá ódýrar myndir gerðar fyrir heimamarkað og alþjóðlegar stórmyndir,“ segir Baltasar. Heimamarkaðurinn er líka oftast leið nýliðanna út í hinn stóra heim. Baltasar nefnir Hafstein Gunnar Sigurðsson, sem gerði myndina „Á annan veg“ árið 2011 og nú verður endurgerð hennar á ensku frum­ sýnd í haust. Góð hugmynd vekur áhuga. Óskar Þór Axelsson gerði einnig myndina „Svartur á leik“ í samvinnu íslenskra og erlendra aðila. Dagur Kári Pétursson hefur einnig haslað sér völl bæði innanlands og utan með samvinnu af þessu tagi. „Það eru margir hæfileikamenn sem þegar eru búnir að hasla sér völl,“ segir Baltasar Kormákur. Baltasar Kormákur Fæddur 27. febrúar 1966 Leikari og leikstjóri. Útskrifaðist frá Leiklistar­ skóla Íslands árið 1990. Foreldrar: Kristjana og Balt asar Samper. Baltasar Kormákur og eiginkona hans, Lilja Pálmadóttir, reka saman framleiðslufyrirtækið Sögn ehf./Blueeyes Pro­ ductions og hefur það framleitt ýmis sviðsverk, kvikmyndir og sjónvarpsefni. Balt as ar setti upp Pétur Gaut í Þjóðleikhúsinu 2005 og sú uppfærsla var sýnd víðar um lönd. Kvikmyndaleikstjórn: 101 Reykjavík – 2000 Hafið – 2002 Skroppið til himna (A Little Trip to Heaven) – 2005 Mýrin – 2006 Brúðguminn – 2008 Inhale – 2010 Contraband (ensk endurgerð Reykjavík­ Rotterdam) – 2012 Djúpið – 2012 2 Guns – 2013 Kvikmyndaleikur: Veggfóður: erótísk ástarsaga – 1992 Agnes – 1995 Draumadísir – 1996 Djöflaeyjan – 1996 101 Reykjavík – 2000 Englar alheimsins – 2000 Regína – 2001 Stormviðri – 2003 Reykjavík­Rotterdam – 2008 hvert er þitt hlutverk? Gold Enterprise Resource Planning Silver Independent Software Vendor (ISV) TM Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 102, Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is - snjallar lausnir Wise sérhær sig í viðskiptalausnum, sem einfalda þér þitt hlutverk. Wise - snjallar lausnir FoRSÍðUEFNi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.