Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2014, Síða 177

Frjáls verslun - 01.04.2014, Síða 177
FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 177 að leika í stórum Hollywood­ myndum sem hafa gert lítið fyrir hana sem leikkonu en fært henni auðfenginn pening að eigin sögn. Glæsilegur ferill Ferill Helen Mirren er glæsi leg ­ ur, hvort sem litið er til leikhúss, kvikmynda eða sjónvarps. Í leikhúsinu hefur hún leikið öll stærstu hlutverk sem í boði eru fyrir leikkonur og gert það með miklum glæsibrag. Sjálf segir hún að eitt eftirminnilegasta leikritið sem hún hafi leikið í sé Morning Becomes Electra eftir Eugene O’Neill í uppsetningu National Theatre árið 2003. „Ein besta lífsreynsla mín á ævinni. Sýningin var fjögurra og hálfs tíma löng og ég hef aldrei upp lifað önnur eins viðbrögð hjá áhorfendum, sem fannst sýn ingin ekki mínútu of löng enda frábært leikrit í ótrúlega flottri sviðsetningu og styrkri leikstjórn.“ Þess má svo geta að í fyrra lék hún enn eina ferðina Elísabetu II; nú á sviði í leikrit­ inu The Audience eftir Peter Morgan í leikstjórn Stephens Daldrys. Fékk hún hin eftirsóttu Olivier­verðlaun fyrir leik sinn. Helen Mirren hélt sig að lang­ mestu leyti á heimaslóðum í upphafi kvikmyndaferils síns og breskar kvikmyndir sem komu á eftir The Age of Consent voru meðal annars Midsummer Night’s Dream, O Lucky Man, Cal, Calicula, Excalibur, The Long Good Friday, The Mad- ness of King George, Teaching Mrs. Tingle og The Cook, The Thief, His Wife and Her Lover, allt úrvalsmyndir ef Calicula er undanskilin, sem mörgum þótti argasta klám og vílaði Helen Mirren ekki fyrir sér að koma allsnakin fram í henni. Eftir því sem árin liðu fór Mirr ­ en meira að leika í alþjóðlegum kvikmyndum án þess þó að láta Hollywood ná tökum á sér og má nefna úrvalsmyndir eins og The Mosquito Coast, White Nights, Painted Lady, Gosford Park, Calender Girls og Raising Helen. Nýrri myndir Mirren auk The Queen eru helstar Inkheart, State of Play, The Last Station, The Debt, Brighton Rock og Hitchcock. Í sjónvarpi er Mirren þekkt ust fyrir túlkun sína á lögreglu kon­ unni Jane Tennison í Prime Suspect. Fékk hún hvorki meira né minna en þrenn BAFTA­verð ­ laun fyrir leik sinn í þátta röðinni og ein Emmy z­verðlaun. Hefur túlkun hennar á Tennison verið fyrirmynd í mörgum sjónvarps ­ seríum. Af öðrum afrekum hennar í sjónvarpi má nefna titilhlutverkið í Elizabeth I, The Passion of Ayn Rand og The Roman Spring of Mrs. Stone, en fyrir leik sinn í þessum sjón varpsmyndum hlaut Mirren mörg verðlaun. Þrátt fyrir fjölmarga leiksigra má segja að Mirren komist ekki á A­lista kvikmyndaleikara, sem svo er nefndur, fyrr en eftir The Queen og þá fer hún einnig að taka að sér aukahlutverk í dýrum stórmyndum. Meðal slíkra mynda má nefna National Treasure 2: Book of Secret, Red og Red II. Helen Mirren er vön að fá verðlaun og kippir sér ekki upp við ein slík í viðbót en viðurkenn­ ir að Óskarsverðlaunin séu sérstök. „Það var stórkostlegt að fá Óskarinn og eftir það fannst mér ég geta allt og það sem var kannski best að nú var ég laus við þá hugsun sem stundum ásótti mig: „Af hverju fékk hún Óskarinn en ekki ég!““ Einkalíf Í einkalífinu var Helen Mirren ekki við eina fjölina felld á yngri árum. Elskhugar komu og fóru og hefur hún viðurkennt að partíin sem hún sótti hafi oftar en ekki verið villt og hún hafi neytt kókaíns í mörgum þeirra en sé löngu hætt þeirri iðju. Meðal kærasta hennar á þess­ um árum var Liam Neeson, en þau kynntust við tökur á Excali­ bur og bjuggu saman um tíma. Mirren róaðist ekki fyrr en hún hitti leikstjórann Taylor Hackford (An Officer and a Gentleman, Dolores Claiburne, The Devil’s Advocate, Ray) við tökur á White Nights, en hann leikstýrði henni í þeirri kvik mynd. Þau hófu sambúð 1986 en giftu sig ekki fyrr en 1997. Ekki hafa þau unnið mikið saman. Hefur Mirr­ en aðeins leikið í einni kvik mynd í hans leikstjórn eftir að þau kynntust, Love Ranch (2010). „Eiginmaður minn er ekki sá vinalegasti á tökustað og getur verið harður húsbóndi. Og þar sem ég er tilfinningalega bundin honum er erfitt fyrir mig að fylgjast með honum skamma aðra og oft var ég að taka til eftir hann og hughreysta fólk og segja að hann væri ekki svona heima. Svo er ég á því að hjón þurfi ekki alltaf að vera saman, við erum atvinnumenn í okkar fagi. Aftur á móti hef ég mjög gaman af að fara á tökustað þar sem hann leikstýrir og þurfa ekki að taka við skipunum frá hon um, vera aðeins eiginkona hans.“ Helen Mirren er ekkert að hægja ferðina og eru fjórar kvik­ myndir væntanlegar með henni að The Hundred-Food Journey meðtalinni. Í The Woman in Gold leikur Mirren gyðingakonu á níræðisaldri sem reynir að endurheimta málverk sem hún telur að fjölskylda sín hafi átt. Trumbo er byggð á ævi þekkts handritshöfundar í Hollywood sem lenti á hinum alræmda „svarta lista“. Bryan Cranston leikur Dalton Trumbo og Mirren eiginkonu hans. Fjórða myndin er spennumyndin Eye in the Sky þar sem mótleikari hennar er Colin Firth. Helen Mirren í sinni fyrstu kvikmynd, Age of Consent frá árinu 1969. „Það var stórkostlegt að fá Óskarinn og eftir það fannst mér ég geta allt og það sem var kannski best að nú var ég laus við þá hugsun sem stundum ásótti mig: „Af hverju fékk hún Óskarinn en ekki ég!““ Helen Mirren sem Jane ten- nison í sjónvarpsþáttaröðinni vinsælu Prime Suspect. Óskarsverðlaunin fékk Helen Mirren fyrir að leika Elísabetu drottningu í the Queen.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.