Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 25

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 25
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR notkun. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að takmarka fjölda þeirra og viðgang. A spjöldum sög- unnar má sjá að hinir „vísu“ menn hafa endurtekið verið að leita eigin lausna á þeim vanda sem þroska- hömlum eða lág greind hefur í för með sér. Við þekkjum dæmin um skipulagðar ófrjósemiaðgerðir á þroskaheftum konum og öðrum þeim sem erfða- fræðilegar líkur bentu til að eignuðust afkomendur með lága greind og ég efast um að heilbrigðisstarfs- mönnum hafi alltaf verið mjög umhugað um að með- vitað samþykki þessara einstaklinga lægi fyrir. Töl- fræðilegar staðreyndir um slíka hluti frá löndum á borð við Svíþjóð og þau dæmi sem hafa ratað upp á yfirborðið hér á landi eru ekki góður vitnisburður um siðmenningu og víðsýni. Nú á tímum erum við að fá fréttir frá Ameríku af viðamiklum og sársaukafullum andlitsaðgerðum á einstaklingum með Downs heilkenni, að því er sagt er til að þeir geti dulið útlit sitt fyrir samfélaginu og dregið þannig úr félagslegum þætti fötlunar sinnar!!! Og það allra nýjasta er það að verið sé að þróa tækni sem geti mælt líklega greind fósturs, takið eftir, greind en ekki heilkenni, sem leiða til hugsanlegrar fötlunar. Greind virðist vera geysilega eftirsóknaverð um þessar mundir og svo virðist sem samfélagsleg eftir- spurn eftir henni sé langt umfram náttúrulegt fram- boð, svo gripið sé til orðtaka viðskiptafræðanna. Til hvers mannkynið ætlar síðan að nýta þessa greind er hins vegar óljósara, svo ekki sé talað um hvort aukið framboð muni leiða af sér aukin lífsgæði og aukna hamingju. Þakka ykkurfyrir að minna mig á að ég erþroskaheft, án ykkar myndi ég kannski gleyma því. - Birgitta, dönsk kona með Downs heilkenni Það mál sem hér er til umfjöllunar er skimun fyrir Downs heilkennum snemma á meðgöngu, það snemma að foreldrar geti í framhaldi af því valið á milli þess að eignast barn með hugsanlega fósturgalla svo sem Downs heilkenni eða rjúfa meðgöngu. Val sitt verða foreldrar að byggja á upplýsingum sem við- komandi heilbrigðisstarfsmenn gefa foreldrum um hugsanlega framtíð verðandi barns og þeim upplýs- ingum öðrum sem foreldrar geta aflað sér. En eins og oft áður hefur verið sagt: „Það er erfitl að spá og þá sérstaklega um framtíðina." Einnig er rétt að hafa hugfast að þessa ákvörðun verður verðandi móðir eða foreldrár að taka undir miklu álagi sem óhjá- kvæmilega fylgir því að frétta að barn það sem móðirin ber undir belti sé ekki eins og ráðgert var og einnig má minna á að foreldrarnir eru undir nokkuð mikilli tímapressu. Reynslan bendir til þess að verði þessi skimun framkvæmd á öllum barnshafandi konum hér á landi muni það hafa þau áhrif, að einstaklingum með Downs heilkenni muni allavega fækka verulega. Hagir einstaklinga með Downs heilkenni Á síðustu árum og áratugum hefur orðið gríðarleg breyting á högum einstaklinga með Downs heil- kenni. Fyrir 25-30 árum var algengt að börn með Downs heilkenni byggju á sólahringsstofnunum á ís- landi. Þá þóttust menn trúa því, meðal annars heil- brigðisstarfsmenn, að slíkum börnum væri best fyrir komið á slíkum stöðum vegna þess að þar átti að starfa fólk með sérþekkingu á þörfum þeirra. Ekkert barn býr við slíkar aðstæður í dag, þar sem löngu er orðið ljóst að slíkar uppseldisaðstæður eru engum til góðs. Menn eru enn þann dag í dag að glíma við af- leiðingar þeirra misþyrminga sem fólgin var í því að ala börn upp á stofnunum. Bylting hefur orðið á lífslíkum fólks með Downs heilkenni bæði hvað varðar lífslengd og sem betur fer einnig á lífsgæðum. I Svíþjóð er meðalævilengd fólks með Downs heilkenni nú 57 ár. Möguleikar þessara einstaklinga til að nýta sér náttúrulega greind sína hafa líka breyst verulega til bóta, þökk sé viðhorfs- breytingum og aukinni þekkingu á þjálfun og kennslu. Fyrir 20 árum var það nánast þumalfingursregla að ætla að einstaklingur sem hafði Downs heilkenni gæti ekki lært að lesa. Þessir einstaklingar voru því afar sjaldséðir í skólum, til dæmis Öskjuhlíðarskóla, og nánast algjörlega óþekktir í hinum almenna grunnskóla. Nú les maður um bjartsýnar tilraunir þar sem gera megi ráð fyrir að allt að 70% einstaklinga með Downs heilkenni geti lært að lesa og skrifa og ýmsar niðurstöður benda til þess að almennt geti menn vænst þess, að að minnsta kosti 50% þeirra nái einhverjum tökum á lestri og skrift. Á Islandi í dag stunda mörg börn með Downs heilkenni nám í heimaskóla sínum. Því spyr ég hvaða gagn hefðu foreldrar til dæmis fyrir 25 árum haft af upplýsingum um framtíð væntalegs afkomanda, sem hefðu þó verið gefnar af bestu vitund? I beinu framhaldi af þeirri spurningu er eðlilegt að spyrja hvort það sé víst að við séum betur til þess fallin í dag að spá í framtíð væntanlegs barns með Downs heilkenni? Það vita til dæmis fáir að um götur borgarinnar ekur nú ung, bráðmyndarleg kona með Downs heil- kenni, á sínum VW Golf og stundar íþróttaæfingar af kappi. Flún og fleiri einstaklingar með Downs heil- kenni búa í íbúðum hér og þar meðal okkar, vissulega með stuðningi og aðstoð, en miðað við þær forsendur sem þau gefa sér sjálf, sjálfstæðu og hamingjusömu lífi. Takið eftir, lifa hamingjusömu lífi á eigin for- sendum. Er það ekki sú eina sanna lífshamingja sem við öll ættum að virða, ekki síst heilbrigðisstarfsfólk, sem dags daglega tekur ákvarðanir um líf og heilsu fólks? Eða eru heilbrigðisstarfsmenn ennþá upp- teknari af hugsanlegum hjartagöllum og IQ vísitölu greindar en aðrir? Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.