Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 32

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 32
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR fólks sé þess virði að lifa því. Þær Ieita þvert á móti svara við spurningum um það hvernig bæta megi lífs- gæði fatlaðs fólks og hvernig stofnanir samfélagsins og samfélagið í heild geti betur lagað sig að marg- breytileika mannlífsins. Bank-Mikelsen, yfirmaður málefna þroskaheftra í danska félagsmálaráðuneytinu á sjötta og sjöunda áratugi 20. aldarinnar, setti fyrstur manna fram hug- myndina um „normalíseringu". Normalísering er sú stefna að fatlað fólk eigi rétt á að fá þjónustu sem geri því kleift að lifa sem eðlilegustu lífi, bæði inni á stofn- unum og utan þeirra (4). Þessi hugsun markaði djúp‘ spor bæði í löggjöf og framkvæmd félags- og heil- brigðisþjónustu norrænu velferðarríkjanna og varð til þess að leysa margt fatlað fólk úr viðjum sjúklings- hlutverksins (5,6). Hugmyndin um normalíseringu átti eftir að breyta sýn fagfólks, stjórnenda og margra vísindamanna í hinum vestræna heimi á fötlun í sam- félaginu. í Bandaríkjunum tengdust hugmyndirnar fljótlega baráttumálum blökkumanna og kvenna. Þar urðu þær að beittu vopni í baráttu fyrir mannréttind- um fatlaðs fólks (7,8). Á sjöunda áratugi 20. aldarinnar tóku félagsfræð- ingar að rannsaka fötlun frá sjónarhóli fatlaðs fólks. Edgerton kannaði fyrstur manna viðhorf og viðbrögð fólks, sem var stimplað þroskaheft, til aðstæðna sinna. Hann komst að því að þroskaheft fólk hafnaði stimpluninni eða leitaðist við að sveipa hana hulu, án þess þó að afneita þörf sinni fyrir stuðning og hjálp við tilteknar aðstæður (9). Á síðustu áratugum 20. aldarinnar lögðu margir fræðimenn sig sérstaklega eftir reynslu fólks sem var gert að utangarðsfólki sök- urn fötlunar, sem og fjölskyldna þeirra og vina (10- 12). Menn beindu athygli að skipulagi þjónustu sem tekur mið af þörfum og óskum einstaklinga og skóla- málum fatlaðra nemenda (13-15). Vöxtur hljóp í rannsóknir á sögu fatlaðs fólks (16,17). Enn fremur tók fatlað fólk sjálft að berjast fyrir réttindum sínum (18). Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) breytti skilgreiningu á fötlun árið 1976 (19,20). í stað þess að skilgreina fötlun sem læknisfræðilegt fyrirbæri, galla eða skerðingu á mannslíkamanum, með viðeigandi vanmætti fatlaðs einstaklings, þá var nú gerður grein- armunur á skerðingu (impairment), sem getur verið andlegs, líkamlegs eða skynræns eðlis, fötlun (dis- ability) og hömlun (handicap). Skerðingin ein er líf- fræðilegs eðlis, en bæði fötlun og hömlun eru hins vegar félagslegs eðlis. Breskir félagsfræðingar tóku að rannsaka á hvern hátt samfélagið merkir, útskúfar og arðrænir fólk sem er fatlað með því að skipuleggja og reka samfélagið með hagsmuni ófatlaðra einna í huga (21-26). Þeir höfnuðu hinu svokallaða einstak- lingslíkani af fötlun, sem snýst um að einblína á skerðinguna og það að gallinn búi í einstaklingnum sjálfum. Með þessu höfnuðu þeir því að það sé hlut- verk lækna, sérkennara og þjálfara að „gera við“ einstaklinginn og reyna að gera hann „eðlilegan“. Bretarnir voru ekki að andmæla þeirri nauðsyn að læknar, kennarar og aðrir fagmenn ynnu störf sín og kappkostuðu að lina þjáningar, kenna eða endurhæfa fatlað fólk. Þeir mótmæltu hins vegar forræði þessara starfsstétta og hins opinbera yfir lífi fatlaðs fólks. Þeir aðhylltust hið svonefnda félagslega líkan af fötlun, sem hvílir á ólíku kennimiði (paradigm). Samkvæmt því býr sá vandi sem skerðing skapar ekki í einslak- lingnum sjálfum. heldur í samspili einstaklingsins og þess umhverfis sem tekur einungis mið af ófötluðu fólki. Félagslega líkanið snýst því um líf fatlaðs fólks í samfélagi við aðra. Pólitísk hlið þessa kennimiðs tengist baráttu fyrir mannréttindum fatlaðra í hví- vetna og þeirri kröfu að fagstéttir og samfélagið allt breyti um afstöðu og skipuleggi bæði aðgengi og all- an aðbúnað, jafnt hlutlægan sem huglægan, með hagsmuni fatlaðs fólks að leiðarljósi. Foreldrar fatlaðra barna, fatlað fólk og sum hags- munafélög þess, ýmsir fagmenn, vísindamenn og stjórnmálamenn hófu merki réttindabarátlu fatlaðra á Ioft. En margir forvígismenn fatlaðs fólks, bæði austan hafs og vestan gagnrýndu þó bæði rannsóknir, aðferðir og túlkun ófatlaðra félagsvísindamanna óvægilega (27,28). Bent hefur verið á að ófatlaðir vís- indamenn, sem rannsaka fötlun, einblíni á skerðing- una og þau vandkvæði sem fatlað fólk á við að stríða en skeyti minna urn viðkomandi reynsluheim, persónu og sjónarmið fatlaðs fólks. Gagnrýnendurnir benda hins vegar á ýmsar nýjar leiðir við rannsóknir og túlkun á fötlun í samfélaginu. Uppistöður fötlunarfræði spretta ekki einungis úr félagsvísindum og heimspeki, heldur af reynsluheimi fatlaðs fólks. Þessi nýja fræðigrein á enn víða í vök að verjast bæði innan vísindasamfélagsins og á vettvangi stjórnmála og stjórnunar. Enn á einstaklingslíkanið af fötlun og sú viðgerðarþjónusta og forræðishyggja, sem andstæðingar stefnunnar finna henni til foráttu, víðtækt fylgi, bæði rneðal lærðra og leikra. Breytingar á þekkingu læknavísinda, lífeðlis- og efnafræða og líftækni hafa annars vegar gert mönnum kleift að lina þjáningar eða fyrirbyggja þær með nýjum og full- komnari hætti. Þessari þekkingu fylgir líklega meiri ógnun við margbreytileika mannlífsins, en nokkru sinni fyrr. Um gildi þessa fyrir lífsmöguleika og lífs- gæði einstaklinga og hópa eru skiptar skoðanir. Félagslega líkanið af fötlun liggur til grundvallar fötlunarfræði og er í fullkominni mótsögn við ein- staklingslíkanið, sem stundum er líka nefnt læknis- fræðilega líkanið um fötlun (29). Félagslega líkanið er ekki einslit stefna um tengsl einstaklings, fötlunar og samfélags, fremur en einstaklingslíkanið. Olík fræðileg sjónarhorn koma saman innan félagslega líkansins, og tengjast innbyrðis með margvíslegum hætti. Mér virðist af lestri á nýlegum heimildum. að nú séu eftirtaldar fjórar mismunandi stefnur helstar. I fyrsta lagi stefna sem snýst um það að undirokun fatlaðs fólks stafi af félagslegri og efnahagslegri kúg- 32 Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.