Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Síða 40

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Síða 40
■ ÁGRIP ERINDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ Aspergillus. Upplýsingar um lestrarupphaf, innraðir og lestrarlok eru notaðar til að útbúa ólígónúkleotíð vísa sem síðan eru notaðir til að magna upp skaraða búta án innraða. Þessum DNA bútum er blandað við opna genaferju og blöndunni er komið inn í liþíum ase- tat meðhöndlaða gersveppi. Öflugt endurröðunarkerfi gersvepps- ins splæsir síðan lesröðina saman í tjáningarferjunni. Að lokum er skoðað hvort afurð hins snyrta og ferjaða gens myndar fjölketíð synþasa ensím og hvort það hvatar myndun samsvarandi fjölketíðs. Niðurstiiður ug ályktanir: Staðfest hefur verið að skaraðir DNA bútar geta endurraðast inn í tjáningarferju í gersveppum. Ekkert virðist því til fyrirstöðu að þessi tækni verði notuð til að flytja starf- hæf gen eða lesraðir úr ýmsum heilkjörnungum í gersveppinn Saccharomyces cerevisae. Einnig verður greint frá niðurstöðum mælinga á fjölketíð afurðum hinna ferjuðu gena. E 54 Umritunarvirkni Mitf stjórnast af samskiptum þess og stjórnþáttanna p300 og p66 Alexander Schepskyi, Gunnar J. Gunnarssoni.2, Jón H. Hallssoni, Sigríöur Valgeirsdóttir2, Eiríkur Steingrímssonl.2 tLífefna- og sameindalíffræðistofa læknadeildar HÍ, 2Urður, Verðandi, Skuld alexansc@hi.is Inngangur: Microphthalmia (Mitf) próteinið telst til fjölskyldu basic-helix-loop helix-Leucine Zipper (bHLH-Zip) umritunarþátta. Mitf er mikilvægt fyrir þroskun ýmissa frumugerða. Til að auka skilning á virkni Mitf próteinsins höfum við notað tvfblendingskerfi í gersvepp til að einangra samstarfsþætti þess. Meðal þeirra þátta sem voru einangraðir var p66 próteinið en það er hluti MeCPl histone deacetylasa/DNA metýlasa próteinflókans. Hér eru hlut- verk samskipta Mitf og p66 greind nánar. Efniviður og aðferðir: Fyrst var p66 cDNA í fullri lengd einangrað úr músa- cDNA safni og tjáningarmunslur p66 skoðað með North- ern blot. Staðsetning p66 og Mitf frumunnar var skoðuð með því að transfectera p66-GFP og Mitf-dsRED próteinum inn í 293T frum- ur. Samskipti próteinanna voru staðfest með co-immunoprecipita- tion á c-myc-p66 og Mitf úr 293T frumum. Ahrif p66 á umritunar- virkni Mitf voru skoðuð með co-transfection tilraunum. Niðurstöður: Athugun á amínósýruröð p66 próteinsins sýndi að það er GATA-zinc-finger prótein sem á sér samsvörun í manni, Drosophila, Xenopus og C. elegans. p66 genið er tjáð víða bæði í heilbrigðum vef og í æxlum, eins og við var að búast með deacetýl- asa flóka. Tjáning p66-GFP og Mitf-dsRED samrunapróteinanna sýndi að þau voru bæði staðsett í kjarna 293T frumnanna. Þar að auki féllu c-myc-p66 og Mitf saman út í co-immunoprecipitation úr 293T frumum. Umritunarvirkni Mitf minnkar ef því er co-trans- fected með p66 og reporter construcli. Alyktarnir: Við sýnum hér fram á samskipti milli p66 og Mitf í kjarnanum og að þessi samskipti draga úr umritunarvirkni Mitf. Áður hefur verið sýnt að Mitf a samskipti við p300 próteinið og veldur það aukinni umritunarvirkni. Þar sem p66 er hluti af deace- týlasaflóka er hugsanlegt að p66 taki þátt í stjórnun Mitf með ace- týleringu. E 55 Úrfelling í CHEK2 geninu og tengsl við brjóstakrabbamein Steinunn Thorlaciusi, Porvaldur Jónsson2.3 lUrður, Verðandi, Skuld, ^Landspítali háskólasjúkrahús, 31æknadeild HÍ steinunn@uvs.is Inngangur: Stökkbreytingar í BRCAl og BRCA2 genunum út- skýra hluta af ættlægum brjóstakrabbameinum. Stökkbreytingar í CHEK2 geninu á litningi 22ql2.1 finnast í einstaklingum með Li- Fraumeni heilkennið (LFS). Krabbameinsáhætta er mikil í einstak- lingum með LFS, þar á meðal krabbamein í brjósti. CHEK2 genið kóðar fyrir próteinkínasa sem virkjast við DNA skemmdir og stöðvar frumuskiptingar á meðan gert er við erfðaefnið. Nýleg rannsókn hefur sýnt fram á að tíðni úrfellingarinnar CHEK2*1100delC er hærri meðal brjóstakrabbameinssjúklinga en viðmiða og hefur verið áætlað að áhætta arfbera á brjóstakrabba- meini sé tvöföld. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tíðni CHEK2U lOOdelC breytingarinnar meðal íslenskra brjóstakrabba- meinssjúklinga og heilbrigðra viðmiða. Efniviður og aðferðir: DNA var einangrað úr blóði 846 einstaklinga sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og 658 viðmiða. Skimað var fyrir CHEK2*1100C með PCR og DHPLC tækni, sem gerir kleift að aðskilja DNA búta eftir stærð og lögun. Stökkbreytingar voru staðfestar með raðgreiningu. Einnig var skimað fyrir þekktum stökkbreytingum í BRCAI og BRCA2. Skimun fyrir BRCAl G5193A breytingunni var gerð með DHPLC en BRCA2 999del5 stökkbreytigreining var gerð með PCR og rafdrætti. Niðurstöður: Niðurstöður fengust fyrir 817 sjúklinga og 629 viðmið. CHEK2*1100C úrfellingin fannst í þremur sjúklingum og einu heil- brigðu viðmiði. Enginn þessara einstaklinga reyndist hafa stökk- breytingu í BRCAl eða BRCA2. Ályktanir: CHEK2* 1100C úrfellingin finnst hjá íslenskum brjósta- krabbameinssjúklingum en er mjög sjaldgæf. E 56 Óvirkjun BRCA gena í brjóstakrabbameini Valgeröur Birgisdóttir1, Jórunn E. EyfjörðL2 IRannsóknarstofa Krabbameinsfélags íslands í sameinda- og frumulíffræði, 21æknadeild H1 valgerdurb@krabb.is Inngangur: Gallar í BRCAl og BRCA2 genum tengjast aukinni áhættu á brjóstakrabbameini. Þegar þessi gen eru óvirk hefur það meðal annars áhrif á DNA viðgerð tvíþátta brota og þar með stöð- ugleika erfðaefnisins. Markmið verkefnisins er að kanna óvirkjun BRCA gena í bijóstaæxlum. Óvirkjun BRCA2 má rekja til kímlínu- breytinga í geninu og taps á eðlilegu eintaki þess í æxlisvef. Óvirkj- un BRCAl verður á sama hátt, en virðist einnig geta orðið vegna epigenetískra áhrifa, það er meþýleringar á stjórnröð gensins. I verkefninu er meþýlering á BRCAl stýrilsvæði, sem hindrar tjáningu gensins, metin í brjóstaæxlissýnum. Jafnframt er ójafn- vægi/tap á BRCAl og BRCA2 genasvæðum í brjóstaæxlissýnum skoðað með örraðavísum og fylgni milli ójafnvægis/taps á BRCAl og BRCA2 genasvæðum metin. Efniviður og aöfcröir: Rannsökuð eru 200 sýnapör (æxli og eðli- legur vefur; 10 með BRCAl breytingu, 90 með BRCA2 breytingu, 100 án BRCA breytinga). Aðferðin sem notuð er við meþýleringar- A 40 L/EKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.