Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Side 93

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Side 93
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I ar uxu frá 640 (52,1%). Pneumókokkar með skert penisillínnæmi (PMSP, MIC>0,094, E-test) voru 89 (7,2%). Börn sem fengu sýkla- lyf við sýnatöku eða mánuðinn á undan voru lfklegri til að bera PMSP heldur en þau sem ekki fengu sýklalyf (OR=3,48). Börn sem höfðu ekki fengið sýklalyfjameðferð en voru á leikskóla þar sem sýklalyfjanotkunin var mest voru líklegri til að bera PMSP heldur en börn sem ekki höfðu fengið sýklalyf á leikskólum þar sem sýkla- lyfjanotkunin var minni (OR=l,99). Fimm hundruð áttatíu og einn stofn var hjúpgreindur og voru 279 (48,0%) af einni af þremur al- gengustu hjúpgerðunum 6A, 6B eða 23F og 432 (74,4%) á meðal sjö algengustu. Fimmtíu og tvö prósent pneumókokkanna tilheyra hjúpgerðum sem eru í nýju 7-gildu próteintengdu bóluefni. PMSP voru ílangflestum tilfellum af hjúpgerð 6B eða 19A. Hlutfall hjúp- gerðanna breyttist töluvert milli ára. Sérstaklega var áberandi aukn- ing pneumókokka af hjúpgerð 6A árið 1996, en hún samanstóð af mörgum klónum innan hjúpgerðarinnar. Alyktanir: Penisillínónæmi á meðal pneumókokka tengdist sýkla- lyfjanotkun. Hlutfall hjúpgerða getur breyst talsvert milli ára og að- eins helmingurinn var af hjúpgerðum sem eru í nýju 7-gildu bólu- efni. V 115 F. nucleatum stofnar úr nefkoki barna með bráðar miðeyra sýkingar eru upprunnir úr munnholi Gunnsteinn Haraldsson1-, Eija Könönen2, Hannele Jousimies-Somer2, W. Peter Holbrookl 'Tannlæknadeild HÍ, 2National Public Health Institute, Helsinki Gunnsteinn.Haraldsson@ktl.fi Inngangur: Við sýkingar í efri öndunarvegi og miðeyra verða mikl- ar umhverfis- og vistfræðilegar breytingar í nefkoki ungabarna. Iðu- lega er hægt að einangra loftfirrðar bakteríur úr nefkokssýnum frá börnum með eyrnasýkingar og eru Fusobacterium nucleatum og sykurkljúfandi Prevotella tegundir algengustu hóparnir. Loftfirrðar bakteríur finnast yfirleitt ekki í nefkoki heilbrigðra barna. Þar sem munnvatn er líklegasta flutningsefni þessara þekktu munnhols- baktería frá munni í nefkok var markmið þessarar rannsóknar að bera saman nefkoks og munnvatns F. nucleatum á klónalstigi. Efniviður og aðfcrðir: Ellefu F. nucleatum stofnar sem voru ein- angraðir, í gegnum nefhol, úr nefkoki átta barna með bráða mið- eyrasýkingu og 161 F. nucleatum stofnar sem einangraðir voru úr munnvatni fyrir (n=48) og eftir (n=l 13) sýkingar þessara sömu barna voru bornir saman með AP-PCR aðferð. AP-PCR var framkvæmt með C1 (5’-3’ GAT GAG TTC GTG TCC GTA CAA CTG G), C2 (5’-3’ GGT TAT CGA AAT CAG CCA CAG CGC C), D8635 (5’- 3’ GAG CGG CCA AAG GGA GCA GAC), og D11344 (5’-3’ AGT GAA TTC GCG GTG AGA TGC CA) prímerum, sem allir hafa verið notaðir áður við greiningu Fusobacterium stofna. DNA var einangrað með suðu nokkurra kólonía í jónabindiefni í 10 mínútur, þá var það hrist stuttlega og spunnið í 10 mínútur. PCR var framkvæmt í 25 pl rúmmáli í 500 pl PCR glasi, og innihélt 5 pl af DNA upplausn og 0,8 pM af einum prímer. PCR afurðirnar voru aðskildar með agarósa rafdrætti, litaðar með ethidíum brómíði og myndaðar stafrænt í útfjólubláu ljósi. Niðurstöður: í fimm af átta börnum sem rannsökuð voru fundust sömu AP-PCR gerðirnar í nefkoki og munnvatni. Ályktanir: Þar sem loftfirrðar bakteríur finnast yfirleitt ekki í nef- koki heilbrigðra barna benda niðurstöðurnar til þess að uppruni þeirra sé í munnholi og að þær berist með munnvatni. V 116 Algengi síþreytu á meðal íslendinga á aldrinum 19-75 ára Sverrir BergmannL Eiríkur Líndal2, Jón G. Stefánsson2 iTaugadeild og 2geðdeild Landspítala háskólasjúkrahúss eirika@landspitali.is Inngangur: Á undanförnum árurn hefur orðið mikil aukning á sí- þreytutilfellum og hefur fjöldi rannsókna á þessu sviði aukist. Þó er margt mjög óljóst við síþreylu. Eitt vandamálið er greiningin sjálf. Greiningin á síþreytu hefur verið nokkuð á reiki og eru ýmsar skil- greiningar notaðar til að komast að niðurstöðu um það hvort ein- staklingar séu með síþreytu eða ekki. Sumar skilgreiningarnar eru almennari en aðrar. Aðallega er um að ræða fjórar skilgreiningar sem notast hefur við. Þær eru ástralskar, breskar og bandarískar (eftir þá Holmes, et al 1988, Lloyd, et al 1988, Sharpe, et al 1991 og Fukuda, et al 1994). Markmið rannsóknarinnar var að fá greinargóða úttekt á þeim fjölda sem telur sig vera með síþreytu á íslandi, hvernig aldurs- og kynskiptingin er og svo að athuga hvernig skerðingin hefur haft áhrif á líkamlega og andlega getu þeirra. Þær rannsóknir sem hafa verið gerðar hingað til eru á afmörkuðum hópum síþreyttra, svo sem sjúklingum sem fengu Akureyrarveikina og á öðrum undirflokkum. Efniviður og aðferðir: Valdir voru af handahófi úr þjóðskrá 4000 einstaklingar, 2000 konur og 2000 karlar á aldrinum 19-75 ára. Tek- ið var tillit til dreifingar á milli þéltbýlis og sveita. Öllum var sendur sérhannaður 95 atriða spurningalisti þar sem spurt var um einkenni síþreytu. Spurningalistinn var þannig gerður að unnt er að reikna tíðni síþreytu á íslandi út frá öllum fjórum skilgreiningarkenning- unum með því að slá listann inn í sérstakt forrit. Niðurstöður: Svarhlutfallið við spurningalistanum reyndist 63%. Tíðni síþreytu á íslandi reyndist vera frá 0-4,9%. V 117 Notkun stofnfrumna úr fósturvísum til lækninga. Viðhorfskönnun meðal íslenskra lækna, lögfræðinga og presta Trausti Óskarssoni, Flóki Guóinundsson2, Jóhann Ágúst Sigurðsson2, Linn Getz4, Vilhjálmur Árnason5 iLæknadeild HÍ, 2heimspekideild HÍ, 3heimilislæknisfræði HÍ, 4Landspítali háskólasjúkrahús, 5Siðfræðislofnun HÍ tuddilius@yahoo.com Inngangur: Rannsóknir á stofnfrumum hafa gefið mönnum nýja von í baráttunni við fjölmarga erfiða og ólæknandi sjúkdóma. Stofn- frumur fósturvísa eru í dag fjölhæfastar þeirra stofnfrumna sem völ er á og því ákjósanlegastar til notkunar í lækningaskyni. Við það að nálgast þessar stofnfrumur stöðvast þroski fósturvísisins og því hef- ur þessi framkvæmd vakið upp margar áleitnar siðferðisspurningar. Lítil samstaða hefur náðst erlendis viðvíkjandi þessar spurningar enda takast á ólík viðhorf sem lúta að upphafi lífsins og helgi þess. Læknar, lögfræðingar og prestar eru starfsstéttir með ólíkan bak- grunn og sjónarmið og því áhugavert að kanna viðhorf þeirra til sið- ferðisspurninga tengdum stofnfrumulækningum. Ekki hefur sam- LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88 93
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.