Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 20

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 20
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 brot á lærhnútu eftir leiðréttingu á heildarbeinþéttni í lærleggshálsi. Alyktanir: Þunnt skelbein á efra yfirborði miðs lærleggsháls gæti verið ákvarðandi þáttur í minnkandi mótstöðu gegn broti í eldri einstaklingum. E 7 Notkun Basic Erosive Wear Examination kvarðans til að meta sýrueyðingu tanna meðal sjúklinga sem vísað var til sérfræðings Peter Holbrook, Elísa Kristín Arnarsdóttir, Sverrir Örn Hlöðversson, Sigurður Rúnar Sæmundsson Tannlæknadeild HÍ phol@hl.is Inngangur: Areiðanlegan kvarða skortir til að meta sýrueyðingu tanna, skrá fjölda þeirra og alvarleika eyðingarinnar. Kvarðinn ætti að nýtast í faraldsfræði- og einstaklingsrannsóknum samanber DMF. Markmiðið er að meta Basic Erosive Wear Examination (BEWE) kvarðann með endurskoðun á gögnum um sjúklinga, sem vísað hafði verið til sérfræðings, og kanna gagnsemi hans með tilliti til áhrifa a) neyslu súrra drykkja og b) bakflæðis á tennur. Efniviður og aðferðir: Gögn voru fengin frá sérfræðingi um 352 sjúklinga, sem vísað hafði verið til hans, með upplýsingum um stig sýrueyðingar (Lussi 0-3), neyslu súrra drykkja og niðurstöður úr bakflæðisrannsóknum. Gögnin voru endurskoðuð með BEWE kvarðanum. Munninum er þá skipt í sex hluta, sýrueyðing tanna skoðuð í hverjum þeirra og hæsta Lussi gildi skráð. Gildin sex eru loks lögð saman og gefur útkoman BEWE. Niðurstöður: Af hópnum höfðu 12,2% enga sýrueyðingu (BEWE 0-2), 44,2% lágt BEWE stig (3-8), 32,7% mið BEWE (9-13) og 9,9% hátt BEWE (14-18). Sýrueyðingin var algengari hjá körlum (71%; BEWE meðaltal 8,1) en konum (29%; BEWE meðaltal 6,0) (p<0,001). Af körlum höfðu 12,8% hátt BEWE stig en 2,9% kvenna (p<0,01). Karlar sem neyttu a0,5L súrra drykkja á dag höfðu BEWE að meðaltali 7,4 en konur 5,0 (p<0,002). Meðaltal þeirra sem sendir voru í bakflæðisrannsóknir var BEWE 9,4 en þeir sem ekki voru rannsakaðir höfðu BEWE 6,0 (p<0,001). Ekki var marktækur munur innan rannsakaða hópsins með tilliti til BEWE hvort sem þeir voru greindir með sjúklegt bakflæði eða ekki. Alyktanir: BEWE kvarðar sýrueyðingu, leyfir samanburð, er einfaldur í notkun og gagnlegur. Notkun BEWE virðist benda hl samspils annarra þátta um hugsanleg áhrif á sýrueyðinguna. Takmarkanir voru bundnar við sýrueyðingu tengda bakflæði. Ekki er hægt að styðjast við óbreyttan kvarðann við meðferð. Betrumbætur með því að tilgreina fjölda sjöttunga með sýrueyðingu myndu auka notagildi kvarðans verulega. E 8 Áhrif tvenns konar skyndibita á efnaskipti eftir máltíð Fjóla Dröfn Guðmundsdóttir', Alfons Ramel1, Pálmi V. Jónsson2, Inga Þórsdóttir' ‘Rannsóknarstofu í næringarfræði Landspítala og matvæla- og næringarfræðideild HÍ 'Öldrunarsviði Landspítala og læknadeild HÍ alfonsra@hi.is Inngangur: Markmið var að rannsaka áhrif af tvenns konar skyndibita á efnaskipti eftir máltíð. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var tilraun sem fór fram á rannsóknastofu í næringarfræði á Landspítala og í HÍ. Tuttugu og fimm þátttakendur mættu tvisvar sinnum á fastandi maga með viku millibili og fengu þá skyndibitamáltíð í bæði skiptin og var röð máltíðanna tilviljunarkennd. Viðmiðunarmáltíð var dæmigert skyndibitafæði (hamborgari með kóki). Tilraunarmáltíðin var laxaborgari með grófu rúgbrauði, salati og appelsínusafa. Orkuinnihald skyndibitamáltíðanna var það sama en fitusýrusamsetning, trefja- og grænmetismagn var mismunandi. Blóðsýni voru tekin fyrir og eftir máltíð og að auki svöruðu þátttakendur stuttum spurningalista um skyndibitaneyslu, hungur, saðningu og seddu. Niðurstöður: Þátttakendum (27,0±4,8 ára, líkamsþyngdarstuðull =26,6±6,5 kg/m2) fannst laxaborgari jafn góður og hamborgarinn. Þótt orkuinnihaldið væri jafn mikið í báðum máltíðum, voru þátttakendur saddari strax eftir laxamáltíð (P=0,028). Rúmlega helmingur þátttakenda myndi kaupa slíkan laxaborgara í staðinn fyrir hamborgara ef hann væri jafn dýr og venjulegur hamborgari. Blóðsykur 20, 40, 60 og 80 mínútum eftir hamborgaramáltíð var marktækt hærri í samanburði við laxamáltíð og insúlin var líka tvöfalt hærra einum og tveimur klukkutímum eftir hamborgaramáltíð (öll p<0,001). Hækkun blóðfitu eftir máltíð var lítil og svipuð eftir báðar máltíðir. Það urðu engar breytingar á c-reaktífu próteini. Ályktanir: Rannsóknin sýnir að skyndibitafæði með æskilegri samsetningu og með innihaldsefnum sem dæmigerð eru fyrir Norðurlöndin er vel tekið af einstaklingum sem borða reglulega skyndibitafæði. Niðurstöðurnar benda til þess að slíkt fæði valdi minna álagi á efnaskipti eftir máltíð en dæmigerður hamborgari. Niðurstöðumar geta verið áhugaverðar fyrir heilbrigðisstarfsfólk og aðrar starfsgreinar. E 9 Uppvöxtur í sveit dregur úr áhættu á myndun sykursýki af tegund 2 Elín Ólafsdóttir1-2, Jóhanna E. Torfadóttir', Laufey Steingrímsdóttir/ Thor Aspelund2'4 5,Gunnar Sigurðsson3-6, Bolli Þórsson2, Rafn Benediktsson3-6, Guðný Eiríksdóttir2, Unnur A. Valdimarsdóttir1, Vilmundur Guðnason2-3 ‘Miðstöð í lýðheilsuvísindum HÍ,2Hjartavemd,3læknadeild og 'raunvísindadeild HÍ, 5rannsóknastofu í næringarfræði við matvæla- og næringarfræðideild HÍ og Landspítala, 6Landspítala eio8@hi.is Inngangur: Ymsir hafa kannað tengsl fæðingarþyngdar og næringar á fyrstu æviárum við áhættu á að fá sykursýki af tegund 2 (T2D) síðar á ævinni. Mikill breytileiki var á fæðuvenjum Islendinga efhr búsetu á fyrri hluta 20. aldar en ekki er vitað hvort búseta á æskuárum tengist áhættunni á að fá T2D síðar á lífsleiðinni. Efniviður og aðferðir: Gögnin eru úr Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar frá 1967-1987, alls 8610 karlar og 9241 kona, fædd 1907- 1935, sem gáfu upplýsingar um búsetu frá fæðingu. Búseta var flokkuð í þrennt: sveit, sjávarþorp og borg. Notuð var tvíkosta aðhvarfsgreining til að greina áhættu á að fá T2D síðar á ævinni eftir búsetu í sveit samanborið við búsetu í Reykjavík frá fæðingu. Leiðrétt var fyrir aldri, slagbils- (systolic) blóðþrýstingi, líkamsþyngdarstuðli og þríglýseríðum í blóði. Niðurstöður: Meðalaldur við fyrstu komu í Hjartavernd var 52 ár. Algengi T2D í hópi karla, sem búið höfðu að meðaltali 20 ár í sveit en eftir það í Reykjavík, var 3,0% og 2,8% í hópi kvenna. Algengi T2D í hópi þeirra sem búið höfðu í Reykjavík frá fæðingu reyndist 4,9% meðal karla og 3,5% meðai kvenna. I sjávarþorpum var algengi T2D að meðaltali 4,5% meðal karla og 2,9% meðal kvenna. Við samanburð á áhættu við að fá sykursýld eftir búsetu (sveit/borg) er áhættuhlutfallið 0,56 (95% CI 0,41-0,76) hjá körlum og 0,74 (95% CI 0,54-1,01) hjá konum. Ályktanir: Áhætta á að fá T2D var umtalsvert lægri í hópi þeirra sem búið höfðu í sveit á æskuárum miðað við búsetu alla ævi í Reykjavík, einkum meðal karla. Munur á lifnaðarháttum bæði hvað varðar mataræði og 20 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.