Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Blaðsíða 33
Stuttur Frakki er ekki eins fræg sumarmynd og Veggfóður eða Sódóma Reykjavík, en kvikmyndin, sem kom út vorið 1993, átti virkilega góða spretti. Allt herra Eggerti Þorleifssyni að þakka. Í myndinni leikur hann vörubílstjóra sem pikkar upp Frakkann, leikinn af Jean-Phillipe Lapadine. Á Reykjavíkur- vegi hellir Eggert ofan í túristann brennivíni og fer hreinlega á kostum er hann talar um lýsi.„Every morning my children cry for lýsi. Lýsi, lýsi they scream.“ Íslendingar fengu ekki nóg af þessari senu sem eiginlega bjargaði myndinni. Myndin fjallaði aðallega um stórtónleika í Höllinni 16. júní 1992. Þetta voru sögulegir tónleikar þar sem allir helstu tónlistarmenn Íslands komu fram. Þess má geta að keyrt var á franska leikarann fyrir utan skemmti- staðinn 22 frumsýningarkvöldið.Það óhapp olli handleggsbroti. DV Helgarblað FöStudAguR 27. JúnÍ 2008 33 Sumar myndir koma manni í gott Skap Brúðguminn er falleg og fyndin mynd eftir Baltasar Kormák. Hún sló heldur betur í gegn þegar hún var sýnd síðastliðið vor og sannaði að Balti er jafnvígur á grín og alvöru. Brúðguminn er eins konar íslenskur farsi um Jón Jónsson háskólakennara sem er að fara að giftast Þóru, fyrrverandi nemanda sínum. Þóra er 18 árum yngri en hann og á foreldra sem eru búsettir í Flatey á Breiðafirði. Myndin gerist aðallega þar svo áhorfendur fá að njóta einstakrar íslenskrar fegurðar að sumri til. Lay Low og K.K. kóróna svo pakkann með þægilegri og fallegri tónlist. Aðalhlutverkin leika Hilmir Snær, Ólafur darri, Margrét Vilhjálms og Laufey Eiríksdóttir svo það ætti enginn að verða svikinn af þessari. Hver hefði trúað því að leit að sjónvarpsfjarstýringu gæti orðið svona ógeðslega fyndin? Sódóma Reykjavík var frumsýnd sumarið 1992. Sódóma skartaði Birni Jörundi í hlutverki erkilúðans og bifvélavirkjans Axels sem til að reyna að bjarga gullfiskum sínum frá því að vera sturtað ofan í klósettið af sjónvarpsfíklinum móður hans fer í leit að fjarstýringu hennar sem finnst ekki. upphefst svo spennandi og ævintýraleg leit þar sem nýjar og fyndnar persónur bætast inn í söguþráðinn í hverju atriði. Sódóma keppti um verðlaun sem nefndust gullna kvikmyndavélin í Cannes árið 1993 og í Asíu var sýndur áhugi á að gera japanska endurgerð af henni þótt ekkert hafi orðið úr því. Þriðja og síðasta myndin í Líf-þríleik Þráins Bertelssonar um þá hrakfallabálka Þór og danna. Þrátt fyrir að vera af flestum talin sísta myndin í trílógíunni er ekki annað hægt en að telja hana með þegar taldar eru upp mestu „feel good“- myndir íslenska kvikmyndavorsins. Hún er líka klárlega sumarmynd þar sem hún gerist öll að sumri til. Ýmislegt gott í henni, en bílaeltingarleikurinn var „over the top“. Þráinn tók hárrétta ákvörðun þegar hann ákvað að gera ekki fleiri myndir um félagana óborganlegu. tvíburarnir Jón Oddur og Jón Bjarni voru ósköp venjulegir frískir strákhnokkar. Stundum áttu þeir það til að vera ansi uppátektarsamir og jafnvel óþekkir en með barnslegu sakleysi bræddu þeir auðveldlega hvers manns hjarta. tvíburabræð- urnir höfðu mikil áhrif á litla grallara um land allt og urðu prakkarastrik þeirra vinsæl á mörgum heimilum. Eftirminnilegt atriði úr myndinni var þegar þeir bræður brettu upp á augun á sér og er óhætt að segja að uppátækið hafi orðið vinsælt hjá ungu kynslóðinni. Jón Oddur & Jón Bjarni er kvikmynd eftir Þráin Bertelsson gerð eftir samnefndri sögu guðrúnar Helgadóttur. Myndin var fyrsta kvikmynd Þráins í fullri lengd og þótti metnaðarfull barnamynd. „Stella í orlofi, Stella í orlofi, henni kemur þetta bara ekki við því hún er í orlofi ...“ Það er nóg að heyra fyrstu orðin í titillagi þessarar einnar af ástkærustu myndum íslensku þjóðarinnar til að komast í hæstu hæðir hamingju og nostalgíu. Edda Björgvinsdóttir hafði gert ýmislegt gott á leiklistarsviðinu áður en hún lék Stellu á því herrans ári 1986, en eftir að myndin var frumsýnd var Edda elskuð af hverju einasta mannsbarni hér á landi. Framhaldið, Stella í framboði sem gert var fyrir nokkrum árum, var því miður ekki alveg jafnhressandi. Strákarnir okkar fjallar um fótboltamann sem hefur hlotið mikla frægð á Íslandi fyrir hæfileika sína, en er rekinn úr liðinu þegar hann viðurkennir að vera hommi. Hann ákveður að stofna sitt eigið lið sem er einungis skipað samkynhneigðum leikmönn- um. Þeir mæta töluverðum fordómum enda hefur fótbolti sjaldnast verið tengdur við samkynhneigð. Myndin nær algjöru hámarki þegar liðið fer í keppnisferð til Raufarhafnar og lendir í partíi með heimamönnum. Krummi og félagar úr Mínus rokka í myndinni í bland við gras, homma, takkaskó og svitabönd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.