Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2008, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2008, Blaðsíða 4
miðvikudagur 9. júlí 20084 Fréttir DV Ljóskastarar voru brotnir við Kópavogskirkju í skjóli nætur: Eitthvað mikið að „Þetta hafa sjálfsagt verið einhver eða einhverjir sem líður illa. Það er sjálfsagt þannig. Vegna þess að menn hagnast ekkert á þessu,“ seg- ir séra Ægir Sigurgeirsson, prestur í Kópavogi. Skemmdir voru unnar á ljóskösturum Kópavogskirkju ekki alls fyrir löngu. Kirkjan er flóðlýst og eru kastar- arnir undir hertu öryggisgleri. Þarf því mjög einbeittan brotavilja til að brjóta glerið og kastarana. Ekkert var skemmt annað en glerið og kast- ararnir og, eins og flest skemmdar- verk, algjörlega tilgangslaust. Ægir segir að það hafi verið nánast óvinn- andi vegur að brjóta glerið en það sé auðvitað allt hægt sé viljinn fyrir hendi. Erfitt getur verið að fá vara- hluti, kastarana sjálfa, perur, spegla og slíkt í slíka kastara og því verða væntanlega nýir fengnir í staðinn. Skemmdarverk á kirkjum eru mjög sjaldgæf enda standa kirkjubygging- ar mörgum Íslendingum mjög nærri. „Yfirleitt ber fólk virðingu fyrir eigum kirkjunnar og flestum er annt um að kirkjan og umhverfi hennar séu í lagi. Við finnum það mjög vel að fólki er mjög annt um þessa kirkju. Skemmdarverk hér eru mjög sjald- gæf. Þetta hefur þó komið fyrir áður en ekki í svona mörgum kösturum.“ Kópavogskirkja er flóðlýst og lýsir upp skammdegið yfir vetrartímann. „Kastararnir fara í gang eftir birtu- stigi. Núna er birtan næg og þetta verður sjálfsagt komið í lag þegar byrjar að rökkva.“ Ægir bætir við að alveg ljóst sé að þeim sem framkvæma slík skemmd- arverk líði afar illa. „Þetta lýsir ákveð- inni vanlýðan hjá þeim sem gerir eitthvað svona. En sennilega er þetta algjörlega ótengt kirkjunni. Þetta er kannski ákveðin áskorun að ná að brjóta þetta gler,“ segir Ægir og hlær. benni@dv.is Þriggja ára barn lét lífið í sjúkrabíl á leiðinni á spítala eftir að botnlanginn sprakk. Foreldr- ar þess höfðu tvívegis leitað læknis en í bæði skiptin verið sendir heim. Stað- gengill landlæknis, Kristján Odds- son, segir enga tilkynningu hafa borist Landlæknisembætt- inu enn sem komið er. Foreldrarnir syrgja sárt en hafa ekki tekið ákvörðun um hvort málið verði kært. Þriggja ára barn lét lífið tveimur dögum eftir að botnlanginn í því sprakk. Þá þegar höfðu foreldrar barnsins tvívegis farið með það sár- kvalið til læknis en í bæði skiptin voru þau send heim. Það var síðan aðfaranótt sunnudags fyrir rúmri viku sem foreldrar sáu að barnið var verulega illa haldið. Þá sótti heimil- isfaðirinn sjúkraliða sem bjó í sama húsi og hann athugaði með barnið. Hann sá strax að það væri í lífshættu og hringdi því á sjúkrabíl. Barnið dó í sjúkrabílnum. Kristján Oddsson, staðgengill landlæknis, segir málið ekki komið inn á borð Landlæknaembættisins en segist fullviss um að tilkynning muni berast þeim. Heimilislæknir sendi barnið heim Það var á föstudeginum síðustu helgina í júní, sem faðir þriggja ára barnsins fór í flýti úr verktakafyrir- tæki sem hann á hlut í. Ástæðan var sú að barnið hans var verulega veikt og foreldrar þess mátu sem svo að ekki væri unnt að bíða með að fara með það til læknis. Foreldar barns- ins fóru með það til heimilislæknis síns. Eftir að hann var búinn að sjúk- dómagreina barnið benti hann for- eldrunum á að koma aftur eftir helgi, ef ástandið versnaði til muna. Því fóru þau heim með barnið og von- uðu að það myndi ná sér en þá þegar var ljóst að það var nokkuð kvalið. Aftur send heim Eftir sólarhring hafði barninu ekki batnað. Þau ákváðu þá að fara á bráðamóttöku og reyna að finna bót á meini barnsins. Þegar þangað var komið var barnið svo kvalið að það grét mikið og var sárt um allan líkamann. Læknisskoðun mun hafa leitt í ljós að magakveisa væri mein- ið. Hjónin fengu ráð um það hvernig mætti vinna bug á henni og svo voru þau aftur send heim og sagt að hafa samband ef barninu batnaði ekki. Hjónin fóru að ráði læknis og fóru heim með barnið. Heilsa barnsins hríðversnaði eftir því sem leið á dag- inn. Deyr í sjúkrabílnum Það var ekki fyrr en á laugar- dagsnóttinni sem foreldarnir gerðu sér grein fyrir að eitthvað meirihátt- ar væri að barninu. Faðir þess hljóp þá til nágranna síns sem hann vissi að væri sjúkraliði. Hann bað sjúkra- liðann að líta á barnið sem hann og gerði. Þegar sjúkraliðinn hafði skoð- að barnið sá hann engan annan kost færan en að hringja á sjúkrabíl, barnið var í lífshættu. Stuttu síðar kom sjúkrabíll og sjúkraliðar hugð- ust ferja barnið á spítala. Á miðri leið lét barnið lífið. Blóðeitrun reyndist banamein þess, blóðeitrunina fékk barnið eftir að botnlanginn sprakk. Hrakar fljótt „Það er sem betur fer mjög sjald- gæft að ung börn deyi vegna botn- langabólgu,“ segir Kristján Oddsson, yfirlæknir og staðgengill landlæknis, en aðspurður segir hann embættið ekki hafa fengið málið inn á sitt borð. Hann segir það þó þess eðlis að það muni berast þeim. Foreldrarnir hafa ekki kvartað til embættisins en geri þeir það segir Kristján að málið fari í þann farveg að það verði skoðað í þaula. Þá getur embættið einnig rannsakað slík mál upp á eigin spýt- ur sjái það ástæðu til. „Það sem getur gerst með svona lítil börn er að þeim hrakar fljótt og því meiri hætta hugsanlega til stað- ar,“ segir Kristján um málið. Hann svarar því jafnframt að það geti verið vandkvæðum bundið að sjúkdóms- greina svo lítil börn. Jarðsungið í Póllandi Foreldrar barnsins héldu minn- ingarathöfn í upphafi vikunnar. Þau eru íslenskir ríkisborgarar með ræt- ur í Póllandi. Það var síðan í gær sem barnið var brennt og síðan munu þau halda til Póllands þar sem það verður jarðsungið. Engin ákvörðun liggur fyrir hjá foreldrum hvort þeir muni biðja um rannsókn á atvikinu. Að sögn aðstandenda syrgja for- eldrar barnsins það sárt. Fólk er bæði undrandi og reitt yfir því að svo lítið barn hafi látist eftir að for- eldrarnir hafi leitað tvívegis til lækn- is. vAlur grettissOn blaðamaður skrifar: valur@dv.is „Það sem getur gerst með svona lítil börn er að þeim hrakar fljótt og því meiri hætta hugsanlega til staðar.“ Dó í sjúkrabílnum Á öðrum degi var barnið ferjað með sjúkrabíl en þá var það orðið of seint; það dó á leiðinni. BARN LÉST EFTIR RANGA GREININGU Fór tvisvar til læknis Foreldrar þriggja ára barnsins leituðu tvisvar til læknis með barnið en voru tvívegis sendir heim. Elliheimili dæmt af Persónuvernd Heilsuvernd/Inpro var ekki heimilt að afla upplýsinga um veikindi stúlku sem vann á Elli- heimilinu Grund en stúlkan var ólögráða og var það forsjármað- ur stúlkunnar sem kvartaði til Persónuverndar. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að Inpro, sem hú heitir Heilsuvernd, var ekki heimilt að safna upplýsing- um um veikindi stúlkunnar en Grund var með slíkan samning við Inpro þar sem starfsmenn tilkynntu fjarvistir sínar til þeirra. Í niðurstöðu Persónuverndar kemur fram að stúlkan var ekki með skriflegan samning við fyr- irtækið og þurfti því ekki að veita upplýsingarnar InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is LEIðRÉTTING Í frétt sem birtist í blaðinu í gær varðandi Sæmund Pálsson, eða Sæma rokk eins og hann er jafnan kallaður, kom fram sú rangfærsla að atburðurinn hefði átt sér stað fyrir viku. Það er ekki rétt, rétt rúmar þrjár vikur eru síðan maðurinn ruddist inn á heimili hans. Þá vill hann árétta að þó greinin hafi verið mynd- skreytt með hnífi var maðurinn ekki vopnaður hnífi á heim- ili hans þegar hann yfirbugaði hann. Það kom þó ekki fram í fréttinni. Einnig vill Sæmundur koma þeim skilaboðum áleiðis að honum þyki leitt að svona hafi farið og hann hafi samúð með fíklinum sem ruddist inn til hans. Dráttarvextir í 17 ára hámarki Skuldurum er hollast að greiða skuldir sínar tímanlega eða semja um greiðslur. Annað getur reynst þeim dýrkeypt. Dráttarvextir eru hærri í dag en þeir hafa verið í sautján ár að því er fram kemur í Hálffimmfrétt- um Greiningardeildar Kaupþings. Stýrivextirnir hækkuðu í 26,5 pró- sent um mánaðamótin síðustu og hafa ekki verið hærri síðan í nóvember 1991 þegar þeir voru 27 prósent. Dráttarvextir geta aðeins breyst 1. janúar og 1. júlí og því ljóst að dráttarvextirnir verða háir næsta hálfa árið í það minnsta. Þriðjungs hækk- un á hálfu ári Bændur fá þriðjungi minna magn kjarnfóðurs fyrir pen- inga sína nú en þeir gerðu í ársbyrjun. Ástæðan er sú að fóðrið hefur hækkað gífurlega í verði það sem af er árinu. Samkvæmt frétt á vef Landssambands kúabænda hefur kjarnfóður hækkað um 31 til 35 prósent í verði frá ára- mótum til dagsins í dag. Verð- ið hækkaði um fjögur til fimm prósent í gær og var hækkunin þá komin í kringum þriðjung af því verði sem bændur gátu áður gengið að vísu. Helstu ástæðurnar fyrir hækkuninni eru sagðar lækkandi gengi krónunnar og dýrara hráefni. Þetta þýðir að rekstur bænda verður dýrari og getur það skil- að sér út í verðlagið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.