Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2008, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2008, Blaðsíða 28
Kung Fu Panda segir sögu sem sögð hefur verið aftur og aftur í kvik- myndum, bókum og blöðum um all- an heim. Um einmana og misheppn- aðan dagdraumamann sem þráir ekkert heitar en að lifa spennandi lífi og gerast hetja. En sagan er líka sögð aftur og aftur því hún er góð og þá er það útfærslan og smáatriðin sem skipta máli. Þau eru öll á sínum stað í þessari bráðskemmtilegu fjölskyldu- mynd. Po er panda sem býr hjá föður sínum sem er, eins undarlegt og það hljómar, gæs. Fjölskylduhefðin er að elda núðlur og faðir Po þráir ekk- ert heitar en að hann taki við fjöl- skylduveitingastaðnum. Po hins veg- ar dreymir um að vera kung fu-hetja enda fæddur og uppalinn í dal frið- arins sem er heimkynni bardagalist- arinnar. Hetjur Po eru hin fræknu fimm, kung fu-meistarar héraðsins, og þeg- ar tilkynna á hver er drekastríðsmað- urinn goðsagnakenndi verður Po að vera viðstaddur. En á einhvern óskilj- anlegan hátt velur gamli spekingur- inn Oogway Po sem stríðsmanninn og hefst þá ævintýrið. Í fyrsta lagi lítur Kung Fu Panda ótrúlega vel út. Án ef ein flottasta teiknimynd sem ég hef séð. Hún er snilldarlega vel teiknuð og notast er við hægar og hraðar senur til skiptis í bardagaatriðunum af stakri snilld. Hún er litrík, mjúk og bara virkilegt augnakonfekt fyrir þá yngstu sem og elstu í fjölskyldunni. Ekki skemmir fyrir að myndin er fyndin líka. Jack Black er fullkom- inn í hlutverki pöndunnar og Dust- in Hoffman er líka mjög sterkur sem þjakaði kung fu-meistarinn Shifu. Þá eiga Seth Rogen og hinn ofvaxni Michael Clarke Duncan einnig mjög skemmtilegar innkomur í myndina. Ekki má gleyma Ian McShane sem skapar frábært illmenni með þungri röddu sinni. Niðurstaðan er að þótt sagan sé langt frá því að vera sú frumlegasta er hún sögð á skemmtilegan og fynd- inn hátt og gengur frábærlega upp. Po er stórskemmtileg persóna sem á eflaust eftir að sjást aftur á hvíta tjaldinu og allar aukapersónur henn- ar gæða myndina miklu lífi. Klárlega skemmtilegasta myndin sem er í bíó um þessar mundir. Ásgeir Jónsson miðvikudagur 9. júlí 200828 Fókus DV Lifandi tónList á Organ í kvöld verður rífandi stemning á Organ þegar Mood og Johnny & The ResT mæta á staðinn og kalla fram skemmtilega tóna. auk þeirra ætlar elín eyþóRsdóTTiR að spila og syngja fyrir gesti og gangandi. aðgangseyrir er enginn og fjörið hefst klukkan 21.00. Kung Fu-sparK beint í marK djass á skógum Á föstudagskvöldið verða tónleikar með Ragnheiði Gröndal og kvart- ett bróður hennar Hauks Gröndal í félagsheimilinu Fossbúð undir Eyjafjöllum. Tónleikarnir eru liður í djasshátíðinni á Skógum undir Eyja- fjöllum, en hátíðin er haldin í fimmta skiptið núna um helgina. Stór hluti efnisskrárinnar er tileinkaður minn- ingu bandarísku söngkonunnar Billie Holliday. Í kvartettinum leika auk Hauks, Ásgeir J. Ásgeirsson á gít- ar, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Erik Qvick á trommur. Tónleik- arnir hefjast klukkan 21.00. Myndlistar- sýning í i8 Á fimmtudaginn opnar breski lista- maðurinn Hamish Fulton sýningu í i8. Hamish vinnur myndlist út frá upplifun sinni á löngum gönguferð- um í ólíkum löndum og setur hana fram í myndum og texta. Hann hef- ur farið í yfir hundrað gönguferðir úti um allan heim. Sýningin í i8 er afrakstur tveggja vikna gönguferðar um Ísland frá 24. júní til 7. júlí núna í sumar. Áður hefur Hamish sýnt úti um allan heim, meðal annars á Tate Britain, Danese Gallery í New York og Koyanagi í Tókýó. Myndlist á siglufirði Um þessar mundir standa yfir tvær sýningar á verkum Jóhönnu Bogadóttur myndlistarkonu á Siglufirði. Önnur er í Gall- erí Gránu á Síldarminjasafninu og hin í Ráðhússalnum. Báðar sýningarnar standa til 4. ágúst svo ferðalöngum gefst kostur á að skoða verk hennar í sumar. Á sýningunum verða málverk, teikningar, grafík og ljósmynd- ir úr smiðju hennar. Jóhanna ólst upp í Vestmannaeyjum og á Siglufirði og bera myndir hennar svip af því. Viðfangsefni hennar eru oftast hafið og lífsbaráttan, auk mynda frá ströndinni í Benin í Afríku þar sem hún dvaldi um tíma. Metal Gear Solid eru toppleikir. Hvert einasta innslag hefur átt vel- gengni að fagna á hverri leikjatölvu fyrir sig. Nýjasti leikurinn, Guns of the Patriots, ber þó höfuð og herð- ar yfir útgáfur síðustu ára, en hér er um að ræða tölvuleik sem á eftir að sóma sér vel á flestum topplistum ársins. Leikmenn bregða sér enn sem áður í hlutverk Snake, reddara í nánustu framtíð, sem tekur að sér að lauma sér inn á átakasvæði til þess að rannsaka einhvern djöful- inn. Ferðin vindur upp á sig, gaml- ir óvinir reynast vera á bak við allt saman og hjólin fara að snúast all- svakalega. Að spila leikinn er stór- kostleg upplifun. Að laumast um vígvelli, fela sig í tunnum og pappa- kössum, svæfa menn með hönd- unum eða lyfjum, fela þá einhvers staðar, nota kamóflasjið, byssurnar, í raun allt sem býðst. Sjálf spilunin í MGS4 gerir hann að einhverjum öflugasta leik sem komið hefur út á þriðju kynslóðar leikjatölvu, en hins vegar má hugsanlega skella göllum leiksins á umfang hans. Köttatriðin á milli spilana, eru flest yfir 20 mín- útur hvert. Í raun horfir maður á nokkrar kvikmyndir á meðan leik- urinn spilast og sagan verður því fljótt svo flókin að maður lygnir aft- ur augunum og þykist vita hvað er að gerast. Þá býður leikurinn líka upp á svo ógurlega marga fídusa í spilun að margir fá að sitja á hak- anum. Smávægilegir gallar, en engu að síður eiga flestir fimm stjörnu leikir það sameiginlegt að taka eitt- hvað ógurlega flókið, en gera það um leið aðgengilegt og einfalt. Þessi leikur ætti þó að hitta beint í mark hjá þeim sem spilað hafa alla hina, en hér er einhvers konar bræðing- ur af öllum persónum og klisjum síðari ára. Hljóðið er gott, grafíkin með eindæmum frábær og ekkert leiðindarunk í gangi. Persónulega skemmti ég mér konunglega við að spila MSG4 og býst við því að allir aðrir geri það líka. Bara gæta þess að breytast ekki í Sneikarann og vaka ekki allt of lengi. Dóri DNA Gamli Snákurinn er Gullinn tölvuleikir metal gear SOlid 4 HHHHH HAsArleikur Ps3 bíódómur kung Fu Panda HHHHH leikStjórn: jOhn StevenSOn, mark OSbOrne aðalhlutverk: jack black, duStin hOFFman, angelina jOlie, jackie chan, lucy liu, ian mcShane, david crOSS, Seth rOgen, michael clarke duncan Jack Black sem Po drepfyndinn að vanda. Kung Fu Panda dustin hoffman og jack black eru þrælöflugir í myndinni. á m i ð v i K u d e g i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.