Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2008, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2008, Blaðsíða 21
Í fyrra hélt Akranesbær sína ár- legu hátíð – Írska daga. Þeir voru hins vegar frábrugðnir fyrri Írsk- um dögum að því leyti að hátíð- in fór gersamlega úr böndunum. Í fréttaflutningi frá hátíðinni fyr- ir ári kom fram að helstu vand- ræðin hefðu fylgt hópsöfnun ungs fólks á tjaldsvæði bæjarins eftir að skipulögðu skemmtana- haldi lauk. Þar átti sér stað mikil unglingadrykkja og þurfti sífelld afskipti lögreglu til að halda há- tíðinni áfallalausri samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra lög- reglunnar á Akranesi. Það er auðvitað óviðunandi fyrir bæði bæjarbúa og hátíðar- gesti hvarvetna að slíkt eigi sér stað og ekkert nema eðlilegt og sjálfsagt að bæjarstjórnin leiti ráða til að reyna að bæta ástandið og koma í veg fyrir að slíkur ófögn- uður endurtaki sig. Því miður féll bæjarstjórn sjálfstæðismanna á Akranesi illilega á prófinu en eins og í ljós kom fyrir hátíðina þetta árið taldi hún lausnina falda í að meina ungum en þó fullorðnum einstaklingum á aldrinum 18-23 ára aðgang að tjaldsvæði bæjar- ins líkt og flokksfélagar þeirra í bæjarstjórn Akureyrar tóku upp á árið áður. Þetta úrræði bæjarstjórnar- innar verður að teljast með öllu galið. Með þessu var bæjastjórn- in að refsa stórum hópi saklausra ungra einstaklinga sem hafði ein- ungis það til saka unnið að vera á ákveðnu aldursbili fyrir brot ör- fárra óeirðaseggja á öllum aldri árið áður. Svona refsiaðgerðir gegn saklausum hópum á grund- velli líkindareiknings ganga ein- faldlega ekki upp. Yfirgnæfandi meirihluti gerenda kynferðis- brota á svona hátíðum eru karl- menn. Það dettur þó ekki nokkr- um heilvita manni í hug að meina karlmönnum aðgang að slíkum hátíðum. Þeir fá einfaldlega að njóta vafans og vera saklausir af framtíðarkynferðisbrotum þar til annað kemur í ljós. Á sama hátt áttu ungmenni á aldrinum 18-23 ára að fá að vera saklaus af fram- tíðaróeirðum þar til annað kæmi í ljós. Nú, að hátíð lokinni, er afar athyglisvert að skoða hvaða áhrif aðgerðir bæjarstjórnarinn- ar höfðu. Það er ljóst að umfang Írsku daganna minnkaði milli ára. Þetta árið sóttu þrjú til fjög- ur þúsund manns hátíðina, en um sex þúsund í fyrra. Munurinn felst vafalaust í unga fólkinu sem var óvelkomið til Akranesbæj- ar. Fréttaflutningur frá hátíðinni liðna helgi var hins vegar ekki allskostar ólíkur þeim frá árinu áður. Lögreglan átti erilsama nótt og glímdi við mikla ölvun, fíkni- efnaneyslu og slagsmál. Reyndar fækkaði lögreglumálum eitthvað milli ára en taka verður mið af þeirri staðreynd að gestum hafði fækkað um næstum helming. Það er því vart hægt að segja að bann- ið hafi skilað tilætluðum árangri, að minnsta kosti ekki slíkum að hann réttlæti misréttið sem það felur í sér. Þess verður einnig að geta að fleiri útihátíðir fóru fram um helgina. Humarhátíð á Höfn, Landsmót hestamanna á Hellu og Goslokahátíð í Vestmanna- eyjum ásamt fleiri hátíðum víða um land. Hvergi nema á Akranesi voru settar nokkrar takmarkanir á komu hátíðargesta. Munurinn á afskiptum lögreglu og björgun- arsveitarmanna af hátíðagestum þar og á Akranesi var nær enginn og ekki hægt að sjá að aldurstak- mörkun bæjarstjórnar Akranes- bæjar hafi skilað betri árangri en á öðrum mannamótum. Það er auðséð að það er ekki forsvaranlegt að sveitarfélögin mismuni borgurum sínum með svo ómálefnalegum hætti sem hér hefur verið gert – beiti unga fólk- ið misrétti í nafni bæjarskemmt- unar. Nær væri að kosta meiru til löggæslu og forvarna. Ef bæjar- yfirvöld telja sig ekki geta hald- ið hátíðargestum í skefjum með öðrum og vægari úrræðum verð- ur ekki séð að ástæða sé til að halda slíka hátíð. Sandkassinn Makalausar vinkonur Býflugu fengu alveg hreint makalausa flugu í höfuðið í síðustu viku þeg- ar þær mönuðu hver aðra upp í að skella sér í sólarlandaferð með stuttum fyrirvara. Sameinaðar í sólarhug lögðumst við yfir netið og leituðum að hagstæðustu kjör- unum á spennandi sólríkum stöð- um sunnar í álfunni. Og tilbOðin trylltu; allar ferða- skrifstofur voru með freistandi tilboð með draumatölunni 39.900 krónur á konu og var þá um að ræða bæði flug og viku hótel- gistingu. Okkur stelpunum leist best á að skreppa annað hvort til Króatíu eða Tyrklands þar sem við vildum fremur komast á framandi slóðir en í hefðbundið Mallorka „mainstream“-frí. Þegar við hringdum á ferðaskrif- stofurnar til að fá nánari upplýs- ingar um hið töfrandi frí sem við töldum tryggt fram undan, kom í ljós að umrætt verð stóðst bara alls ekki. Þreytuleg rödd sölukon- unnar: ,,Sko, þetta er svona strippað gjald. Og miðast við tvo fullorðna og tvö börn. Og flugvallaskattur er ekki inni í verðinu. “ Svo kom löng, skömmustuleg þögn. alls staðar var sama sagan. Þar sem við vorum ekki kjarnafjöl- skylda; lesist heterósexúal hjón, með tvö hreinræktuð börn á ald- ursbilinu 2-11 ára og helst einn eldri borgara á framfæri, sáu bý- flugufélagar fram á að maka- og barnlausar kæmust þær ekki í ódýrt frí til útlanda til að sleikja sólina. Svo við gripum til annarra ráða og hugguðum okkur við að evran væri hvort sem er fokdýr sem hefði óneitanlega truflað til- veruna á sólarslóðum. Ein okkar splæsti í dekur hjá Baðhúsinu og er endurnærð og geislandi fögur eftir trítið þar, önnur bauð vini sínum í rómantíska, gamaldags tjaldútilegu í Þórsmörk og Býfluga flaug glöð í sinni í bústað austur á Þingvöllum þar sem hún er búin að suða í steikjandi sólinni á pallinum, dreypa á kældu hvítvíni og lesa frábærar bækur. Og hver hefði trúað því – kvikindið hefur neyðst til að dýfa tásunum reglu- lega ofan í jökulkalt Þingvalla- vatnið til þess að kæla sig niður í hitanum! Og kostnaðurinn við vikudvöl hér á fegursta stað jarð- ríkis er sko ekki 39.900 krónur vik- an. Mjög fjarri því. Áfram Ísland! Flugan fer víða Írafárið á Akranesi DV Umræða miðvikudAgur 9. júlÍ 2008 21 Fallegt Hálendi Íslands er einstaklega fallegt eins og þessi mynd ber vitni um. ljósmyndari dv var á ferðinni um síðustu helgi. myndin P lús eð a m ínu s Spurningin „já, ég var kindarlegur, því ég tek öll hlutverk mjög alvarlega og ég fór alla leið með það,“ segir jóhannes Haukur jóhannesson leikari. jóhannes sló á létta strengi og sneri út úr þjóðsöngn- um á skemmtun hjá ungum framsóknarmönnum. Varstu kindarleg- ur þegar þú söngst þjóðsönginn? Plúsinn fær Sæmundur Pálsson. Sæmi, sem er 72 ára, sem sneri niður bandbrjálaðan eiturlyfjastrák. Á þessum síðustu og verstu tímum er gott að vita að það er einhver sem þorir að bjóða eiturlyfjapakkinu byrginn. Fanney Birna Jónsdóttir skrifar Þetta árið sóttu þrjú til fjög- ur þúsund manns hátíðina, en um sex þúsund í fyrra. Munurinn felst vafalaust í unga fólkinu sem var óvel- komið til Akranesbæjar. -hvað er að frétta? Býflugan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.