Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2008, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2008, Blaðsíða 17
DV Golf miðvikudagur 9. júlí 2008 17 Golfklúbbur Vatnsleysustrand- ar hefur undanfarin þrjú ár hald- ið opið golfmót til styrktar Guðjóni Sigurðssyni og fjölskyldu sem eiga í harðri baráttu við MND-hrörnunar- sjúkdóminn. Að þessu sinni verður mótið haldið 20. júlí næstkomandi á Kálfatjarnarvelli á Vatnsleysu- strönd. Öll innkoma mótsins renn- ur beint til fjölskyldunnar en þátt- takendur greiða að lágmarki 3.500 krónur í mótsgjald en frjáls fram- lög eru vel þegin. „Fyrirtæki hafa verið mjög dugleg að styrkja fjöl- skylduna og mótið með því að gefa okkur verðlaun fyrir styrktarmót- in, verðlaunin hafa reyndar verið svo rausnarleg að héðan fer nánast enginn tómhentur. Það hafa ýmist verið gjafabréf á snyrtistofur, arm- bandsúr, golfvörur og margt fleira,“ segir Haukur Hauksson, formaður mótanefndar golfklúbbsins. Verð- laun eru veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í höggleik með og án forgjafar auk sérstakra verðlauna fyrir að skjóta næst holu á þriðju og lengsta teig- höggið á níundu holunni. Guðjón starfaði sem pípari hjá Orkuveitunni þegar hann greindist með MND-sjúkdóminn. „Orkuveit- an hefur alltaf stutt vel við fjölskyldu Guðjóns,“ segir Haukur en hún hef- ur einnig verið liðlegur styrktaraðili mótsins. Hugmyndin að mótinu kviknaði hjá einum félaga Guðjóns í klúbbn- Þyraum en þeir voru fyrstir til að styrkja við bakið á MND-sjúklingi með þessum hætti. „Á þeim tíma voru styrktarmót í golfi ekki eins al- geng og þau eru í dag. Ég sá um dag- inn að Logi Bergmann og félagar voru einmitt að styrkja MND-félagið með golfmóti sem fór fram um allt landið. Það er mjög jákvætt að fleiri séu farnir að veita þessum sjúkdómi athygli,“ segir Haukur, en þetta er eina styrktarmótið sem Golfklúbb- ur Vatnsleysustrandar stendur fyr- ir. „Guðjón var virkur meðlimur í stjórn golfklúbbsins og við gerum okkar besta til að styðja við bakið á honum.“ segir Haukur en Guðjón er enn í dag félagi í klúbbnum. Mótið hefur farið stækkandi ár frá ári og búist er við góðri þátttöku í ár: „Nú þegar hafa margir skráð sig til leiks en allir eru velkomnir. Völl- urinn tekur kannski ekki endalaust við en myndi alveg þola rúmlega hundrað manns. Ég hvet alla til að taka daginn frá til að spila golf og styrkja gott málefni í leiðinni,“ seg- ir Haukur sem var einmitt staddur á vellinum þegar DV hafði samband við hann. Þrumur og eldingar tefja evrópumót Kylfingar styrkja veikan félagsmann „Það voru þrumur og eldingar hér í morgun og alveg til hádegis, því var ekki byrjað á mótinu í dag. Deginum var aflýst en eftir fyrsta daginn verður raðað í riðla,“ sagði Arnar Már Ólafs- son, þjálfari piltalandsliðsins. Í gær hófst Evrópumót unglinga á aldrinum fjórtán til átján ára og stendur til laugardags. Evrópumót piltalandsliðsins fer fram á elsta golf- velli í Slóveníu en hann var opnaður árið 1937. Hann var síðan endurbyggð- ur árið 1972 af Donald Harridine. Fyrirkomulag mótsins er eins og í Evrópukeppni karla. Fyrst eru leiknir tveir átján holu hringir og niðurstaða höggleiksins ræðst af því hvaða riðli er spilað í. Í íslenska piltalandsliðinu eru þeir Andri Már Óskarsson GHR, Andri Þór Björnsson GR, Axel Bóasson GK, Haraldur Franklín Magnús GR, Pétur Freyr Pétursson GR og Rúnar Arnórs- son GK. Liðsstjóri strákalandsliðsins er Ragnar Ólafsson og þjálfari liðsins er Arnar Már Ólafsson. Evrópumót stúlknalandsliða fer fram á golfvellinum Murcuar Links sem er norðan við Aberdeen í Skot- landi. Klúbburinn var stofnaður árið 1909. Fyrirkomulag mótsins er það sama og í öðrum liðakeppnum Evr- ópumótanna, það eru tveir hringir höggleikur og síðan raðað í riðla eftir skori. Nítján þjóðir taka þátt í keppn- inni að þessu sinni. Keppendur ís- lenska stúlknalandsliðsins eru þær Eygló Mirra Óskarsdóttir GO, Ingunn Gunnarsdóttir GKG, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR og Signý Arnórsdótt- ir GK. Liðsstjóri stúlknalandsliðsins er Steinunn Eggertsdóttir. „Við sendum út tvö landslið, bæði pilta- og stúlknalið,“ segir Stefán Garð- arsson, markaðsmaður Golfsambands Íslands. „Þetta er landsliðskeppni en ekki einstaklingskeppni. Það þurfa all- ir að standa saman þegar um lands- liðið er að ræða. Það er allt annað að keppa sem einstaklingur en lið.“ berglindb@dv.is Samkvæmt heimsmetabók Guinness er lengsti golfbíll í heimi í Flórída: 6 metra langur golfbíll Golflimminn vekur mikla lukku og ekki síst hjá stjörnunum. Golf í blíðunni veðrið hefur leikið við kylfinga undanfarið. Þyrlast upp kylfingurinn slær högg í sandgloppunni. golfklúbbur vatnsleysustrandar hefur undanfarin þrjú ár haldið styrktarmót fyrir Guðjón Sigurðsson og fjölskyldu, en guðjón berst við mNd-sjúkdóminn. „guðjón var virkur með- limur í stjórn golfklúbbsins og við gerum okkar besta til að styðja við bakið á honum,“ segir Haukur Hauksson, formaður mótanefndar golfklúbbsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.