Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2008, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2008, Blaðsíða 10
miðvikudagur 9. júlí 200810 Fréttir DV Hótel Windsor við Toya-vatn í Jap- an hefur verið breytt nú þegar G8- fundurinn stendur yfir. Tuttugu þúsund öryggisverðir eru á svæð- inu en þeim fáu mótmælendum sem eru að komnir til að mótmæla er haldið 150 kílómetra frá fundin- um. Leiðtogarnir þurfa því ekki að bera mótmælendurna augum. Mót- mælendum og almenningi er hald- ið fyrir utan miklar öryggisgirðing- ar, japanskar herflugvélar sveima yfir svæðinu og aðgangi fjölmiðla er haldið í lágmarki. Á G8 verður rætt um hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu, loftslags- breytingar – en þar eru leiðtogarnir ekki sammála – og fleiri mál. Á með- an leiðtogarnir skeggræða mestu og stærstu vandamál samtíma okk- ar gæða þeir sér á konunglegum máltíðum. Matseðill fundarins lít- ur vægast sagt mjög vel út og eru það 26 meistarakokkar sem elda fyrir leiðtogana átta. Kaldhæðnin í málinu er sú að á meðan félagarn- ir George W. Bush og Nikolas Sark- ozy gæða sér á matnum munu þeir ræða hækkandi matvælaverð og hvernig það kemur við fátækustu þjóðir heimsins. Búa til drullukökur til að lifa af Sífellt hækkandi matvælaverð um allan heim kemur hvað verst við það fólk sem þarf að lifa á und- ir 160 krónum á dag. Fyrir þetta fólk snýst hver dagur um það að finna mat fyrir fjölskyldu sína til þess að lifa af. Hungrið er gildra sem einn tæpur milljarður manna er fastur í. Mýmörg dæmi eru um að hækk- andi matarverð hafi leitt til þess að fólk í fátækustu ríkjum heims hefur þurft að grípa til ráðstafana. Í Ha- ítí, fátækasta landi Mið-Ameríku, hefur fólk fundið leið til þess að lifa af. 80 prósent Haítí-búa lifa á und- ir 160 krónum á dag. Svokallaðar drullukökur sem búnar eru til úr leðju úr jarðveginum, salti og græn- meti eru orðnar daglegt brauð á flestum heimilum landsins. Drullu- kökurnar kosta ekki nema andvirði fjögurra króna á meðan tveir bollar af hrísgrjónum eru komnir upp í 50 krónur. Eiga ekki lengur fyrir mat Ráðstefnan kostar 36 milljarða íslenskra króna en bent hefur ver- ið á að sú upphæð myndi nægja til þess að kaupa flugnanet fyrir alla íbúa Afríku, en milljónir deyja þar ár hvert vegna sjúkdóma sem moskítóflugur bera með sér. Sam- kvæmt Food and Agriculture Org- aniztion, sem starfar innan Sam- einuðu þjóðanna, eru fleiri en 850 milljónir manna vannærðar í dag. Víðast hvar í Afríku er maís, hirsi og annar kornmatur aðalfæðan. Oftast búa menn til graut og brauð úr korninu og þegar ástandið er gott borða menn sig sadda tvisv- ar þrisvar á dag, en í dag eru það margir sem ekki fá mat daglega. Verð á tefi, sem er sérstök korn- tegund sem er aðalfæða margra í Eþíópíu, hefur meira en tífald- ast í verði á síðustu þremur árum. Í mörgum ríkjum Afríku er hlut- fall vannærðra mjög hátt, í Eritreu og Malaví eru til að mynda 70-80 prósent íbúanna vannærð. Margir launamenn segja að áður fyrr not- uðu þeir 50-80% launa sinna í mat en núna duga launin engan veg- Ræða fátækt við veisluboRðið Hækkandi matvælaverð, heimsmarkaðsverð á olíu og loftslags- breytingar eru aðeins fá mál sem rædd verða á leiðtogafundi G8-ríkjanna. Það eru í kringum tuttugu öryggis- og sérsveitar- menn á hvern mótmælanda. Leiðtogarnir hafa það þægilegt við vatnið og á meðan þeir ræða lausnir á þeim mikla vanda sem fram undan er í alþjóðamálum gæða þeir sér á fínum máls- verðum í Japan. Á sama tíma borða 80 prósent Haítí-búa drullukökur vegna þess að þeir hafa ekki efni á hrísgrjónum. Maria Antoinette, drottning Frakklands, á eitt sinn að hafa sagt um hungraða þegna „ef þeir eiga ekki brauð af hverju borða þeir þá ekki kökur?“ Leiðtogar ríkustu þjóða heimsins sjá enga lausn í sjónmáli en láta verk sín tala. Þeg- ar stór hluti jarðarbúa situr við tómt matarborð gæða þeir sér á 19 mismunandi réttum, þar á meðal mjólkurlambi bragðbættu með fjalla- kryddum og sinnepi. JÓN BJARKI MAGNÚSSON blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is G8-fundur Á g8-fundina mæta leiðtogar frá Þýskalandi, Bretlandi, ítalíu, Frakklandi, kanada, Bandaríkjunum, rússlandi, japan og fleiri ríkjum. Mótmælendur mikil löggæsla er á svæðinu og komast mótmælendur ekki nær fundinum en 150 kílómetra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.