Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2007, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.03.2007, Blaðsíða 26
26 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 7 „Það gildir almennt að ef ekki er hægt að endurfjárfesta í fyrirtæk- inu þá er betra að borga peningana út sem arð – en það er líka erfitt að setja fram altæka reglu. Fyrirtæki getur miðað við afrakstur upp á 20-30 prósent af eigin fjármagni, en ef það getur til dæmis ekki vaxið þá er eins gott að borga út arð og láta hann vaxa annars staðar. Ég get kannski trútt um talað því að við þurfum ekki á peningunum að halda en mér finnst til dæmis að Kaupþing eigi ekki að borga út arð því að þeir geta ávaxtað pen- ingana betur en flestir aðrir. Það er einfaldlega arðbærara að láta peningana liggja í Kaupþingi – en ég veit að þar á móti kemur að ýmsir vilja arðgreiðslur af því að þeir lifa á þeim. En um skuldsetninguna sjálfa, þá er ekkert eitt rétt hvað varðar hlutfall lána og eigna.“ Skopskyn skiptir miklu máli í viðskiptum Þar sem Tchenguiz hefur hingað til vegnað vel í viðskiptum liggur beint við að spyrja hvaða ráðum hann lumi á. Svarið lætur ekki á sér standa: „Heilindi – og mikilvægi þess að halda góðu sambandi við fólk.“ Og hvað er það sem getur gert út af við annars góð fyrirtæki að hans mati? „Í skráðum fyrirtækjum er það fyrst og fremst misskiln- ingur milli leiðandi hluthafa sem getur gert út af við fyrirtæki. Það sem helst skaðar einkafyrirtæki er ágreiningur sem veldur því að eigendur tapa áttum og geta ekki tekið ákvarðanir.“ En snúast viðskipti þá aðeins um þekk- ingu og tölur – hvað með skopskynið: Er skopskyn mikilvægt í viðskiptum? Tchenguiz tekur þessari spurningu fagnandi og tekur eindregið undir mikilvægi skopskyns í við- skiptum líkt og í lífinu almennt. „Ég stunda viðskipti til að græða – en það næstmikilvægasta er að maður hafi gaman af þeim. Ég vil frekar græða aðeins minna og að gamanið sé þá ósvikið. Og veistu, Íslendingar hafa frábært skopskyn! Og það er vel af sér vikið að þeir geta verið fyndnir á ensku því það er alltaf erfitt að vera fyndinn á öðru máli en sínu eigin.“ Hvað gerir London svo frábæra? Tchenguiz er aðkomumaður í London rétt eins og margir í viðskipta- lífinu þar og hann er á því að borgin sé kjörin til viðskipta. „Það sem FORSÍÐUGREIN • ROBERT TCHENGUIZ Skrifstofa Roberts Tchenguiz er afarstór og á 5. hæð í húsi sem einu sinni hýsti MI5, bresku leyniþjónustuna. Hún er opin og björt, með stórum gluggum – og glerveggir setja svip sinn á hana. „Þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir eru mjög séðir umsvifamenn. Þeir hafa gott og næmt viðskiptavit, þeir eru heillandi persónuleikar, snjallir og vinna með eindæmum.“ BÍL ÁRSINS 2007 UPPLIFÐU The pursuit of perfection Þegar Lexus IS250 ber þig mjúklega eftir þjóðbrautinni og þú finnur aflið, sem þér er gefið, verður þér ljóst hvers vegna Bandalag íslenskra bílablaðamanna útnefndi þennan kjörgrip „Bíl ársins 2007“. Innrétting, munaðarþægindi, gæði, aksturseiginleikar og tæknibúnaður í IS250 eru fullkomin umgjörð um líf þeirra sem vilja skara fram úr, ekki aðeins í ár eða á næsta ári heldur um ókomna framtíð. Sjáðu, snertu og prófaðu Lexus IS250. Við erum sannfærðir um að niðurstaða þín verður í samræmi við niðurstöðu dómnefndar BÍBB. Hún kom okkur reyndar ekki á óvart. Við gerum nefnilega sömu kröfur til lúxusbíla og þú sem og íslenskir bílablaðamenn. Við njótum þess að tvinna saman afl og hugvit í fullkomna heild. Verð frá 4.350.000 kr. ÍS L E N S K A /S IA .I S /T O Y 3 74 20 0 4/ 07 Nýbýlavegi 6 Kópavogur Sími 570 5400 www.lexus.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.