Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2007, Blaðsíða 74

Frjáls verslun - 01.03.2007, Blaðsíða 74
74 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 7 Sagan á bak við Stóra eplið Það eru til ýmsar sögur af því hvernig nafnið Big Apple er til komið. Við skulum skoða söguna á bak við Stóra eplið sem hefur verið vinsælt nafn á borginni frá byrjun áttunda áratugarins þegar borgaryfirvöld notuðu það í auglýsingaherferð til að laða að ferðamenn. Eplið kemur t.d. við sögu í hinu þekkta slagorði „I love New York“ - Ég elska New York. Ein algengasta sagan á bak við Big Apple viðurnefnið er sú að blaðamaðurinn John Fitz Gerald hafi fyrstur komið með nafngiftina. Sagan segir að hann hafi fyrst notað þetta nafn árið 1921 í grein sinni um kappreiðar í New York í blaðinu New York Morning Telegraph. En hvernig má það vera? Jú, epli var þá komið til sögunnar sem eins konar „gulrót fyrir knapa“, þ.e. tákn knapa í veðreiðum að ná settu marki og vinna; fá eplið. Stærstu veðreiðarnar voru veðreiðarnar í New York og þar með voru verðlaunin á því móti stærstu verðlaunin; Stóra eplið. Þetta var nóg, John Fitz Gerald var kominn með nafnið. Rudy Giuliani og sagan um Stóra eplið En það kom þó meira til. Hér er ekki nema hálf sagan um Stóra eplið sögð. Látum Rudy Giuliani, fyrrum borgarstjóra í New York, botna söguna. Þegar Rudy gaf horninu við suðvestur 54. stræti og Broadway nafnið Big Apple Corner árið 1997 hafði hann orð á því að í byrjun fjórða áratugarins hefðu ýmsir djass- tónlistarmenn verið byrjaðir að kalla borgina Stóra eplið. Ástæðan var sú að þeir töldu New York höfuðborg djasstónlistarinnar – sérstaklega Harlem-hverfið. Eftir að nafnið Stóra eplið festist í sessi á meðal tónlistarmanna fór það að breiðast út og notkun þess varð almenn. Nafnið fékk síðan byr undir báða vængi í áðurnefndri auglýsingaherferð í byrjun áttunda áratugarins þegar borgin átti á brattann að sækja fjárhagslega og þurfti að auglýsa sig upp sem ferðamannaborg. Eplið var kjarninn í herferðinni. Rudy Giuliani lauk ræðu sinni um Epla- hornið í New York með þeim orðum að suðvesturhornið við 54. stræti og Broadway væri eini staðurinn í New York sem kæmi til greina sem Big Apple Corner. Þar hefði John J. Fitz Gerald búið á árunum 1934 til 1963. Þetta væri til heiðurs honum. En New York er ekki bara höfuðborg djasstónlistar og djass-klúbba. Hún er miðstöð viðskipta, tónlistar, tísku og menningar í heiminum. Borgin iðar frá feRðalaG 1. Dómshúsið neðst á Manhattan. 2. Í Wall Street, við Kauphöllina í New York. 3. Aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York. Skoðunarferð þangað ætti að vera ofarlega á gátlistanum. 1 2 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.