Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2007, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.03.2007, Blaðsíða 22
22 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 7 obert Tchenguiz er einhver kunnasti og umtalaðasti fjárfestirinn í bresku viðskiptalífi. Hann er hressilegur, hefur mikla útgeislun og góða nærveru. Hann er ekkert að flækja hlutina og segir að sá sem er ekki í viðskiptum til að græða peninga ætti að snúa sér að einhverju öðru. Hann er með skrifstofu í Mayfairhverfinu eins og Björgólfur Thor Björgólfsson og fleiri fjárfestar. Mayfair er fjármálahverfi – en þó með öðrum brag en City. Í City setja skýjakljúfar svip á umhverfið sem og menn í jakkafötum með bindið vandlega hnýtt. Í Mayfair er þetta frjálslegra, karlarnir eru reyndar í vel sniðnum jakkafötum, en sjaldnast með bindi. Í City ráða stórfyrir- tæki og risabankar ríkjum, en í Mayfair eru menn að vinna fyrir sjálfa sig í fjárfestingasjóðum af ýmsu tagi. Eignarhaldsfyrirtæki Roberts, R20, er á 5. hæð í húsi sem einu sinni hýsti MI5, bresku leyniþjónustuna. Skrifstofan er opin og björt, stórir gluggar og glerveggir og í endanum er rúmgóð skrifstofa, allt með stóru sniði og glæsibrag. Í gluggakistunni er stórt líkan af snekkju Tchenguiz. Út um gluggann blasa við aðrar byggingar, hann bendir á skrifstofu Vincents bróður síns í húsinu beint á móti og handan þess segir hann að sé skrifstofa Björgólfs Thors Björgólfssonar. Íslendingarnir góðir í að meta áhættu Það var verðbréfamiðlari í London sem kom Tchenguiz í samband við Kaupþing á sínum tíma og þau kynni hafa síðan undið upp á sig. Hann lætur vel af kynnum við íslenska athafnamenn, þeir séu góðir í að meta áhættu, sjá út tækifæri þrátt fyrir hvað margir þeirra séu ungir. Það er ekki laust við að Tchenguiz hafi sjálfur íslensk einkenni; hann er ekki gefinn fyrir málalengingar þó gránandi hármakkinn og skarpir andlitsdrættir bendi til fjarlægari uppruna. Tchenguiz er Gyðingur, fjölskyldan er ættuð frá Írak en settist að í Íran og þar ólst hann upp þangað til hann fór í framhaldsnám í Bandaríkjunum og fluttist svo til London þar sem fjölskyldan bjó og býr enn. Faðir hans er kominn á eftirlaun. Hann var einnig umsvifamikill í viðskiptum og hjálpaði sonunum tveimur, Vincent og Robert, til að hefja viðskipti. Systir hans er gift góðum vini Tchenguiz og samstarfs- manni. Samstarfi bræðranna lauk fyrir nokkrum árum. „Því lauk með ósköpum, hvellur þegar það gerðist,“ segir Robert hlæjandi. „En nú erum við aftur góðir vinir. Við störfum í ólíkum geirum, erum ekkert að þvælast hvor fyrir öðrum í okkar fjárfest- ingum,“ bætir hann við. Kynnin af Íslendingum „Það vildi svo til,“ segir Tchenguiz, þegar hann er spurður nánar út í kynnin af Íslendingum, „að ég átti fund með Ármanni Þorvaldssyni, FORSÍÐUGREIN • ROBERT TCHENGUIZ EINKAVIÐTAL VIÐ ROBERT TCHENGUIZ: „Sá sem er ekki í viðskiptum til að græða peninga ætti að snúa sér að einhverju öðru!“ R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.