Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2007, Page 22

Frjáls verslun - 01.03.2007, Page 22
22 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 7 obert Tchenguiz er einhver kunnasti og umtalaðasti fjárfestirinn í bresku viðskiptalífi. Hann er hressilegur, hefur mikla útgeislun og góða nærveru. Hann er ekkert að flækja hlutina og segir að sá sem er ekki í viðskiptum til að græða peninga ætti að snúa sér að einhverju öðru. Hann er með skrifstofu í Mayfairhverfinu eins og Björgólfur Thor Björgólfsson og fleiri fjárfestar. Mayfair er fjármálahverfi – en þó með öðrum brag en City. Í City setja skýjakljúfar svip á umhverfið sem og menn í jakkafötum með bindið vandlega hnýtt. Í Mayfair er þetta frjálslegra, karlarnir eru reyndar í vel sniðnum jakkafötum, en sjaldnast með bindi. Í City ráða stórfyrir- tæki og risabankar ríkjum, en í Mayfair eru menn að vinna fyrir sjálfa sig í fjárfestingasjóðum af ýmsu tagi. Eignarhaldsfyrirtæki Roberts, R20, er á 5. hæð í húsi sem einu sinni hýsti MI5, bresku leyniþjónustuna. Skrifstofan er opin og björt, stórir gluggar og glerveggir og í endanum er rúmgóð skrifstofa, allt með stóru sniði og glæsibrag. Í gluggakistunni er stórt líkan af snekkju Tchenguiz. Út um gluggann blasa við aðrar byggingar, hann bendir á skrifstofu Vincents bróður síns í húsinu beint á móti og handan þess segir hann að sé skrifstofa Björgólfs Thors Björgólfssonar. Íslendingarnir góðir í að meta áhættu Það var verðbréfamiðlari í London sem kom Tchenguiz í samband við Kaupþing á sínum tíma og þau kynni hafa síðan undið upp á sig. Hann lætur vel af kynnum við íslenska athafnamenn, þeir séu góðir í að meta áhættu, sjá út tækifæri þrátt fyrir hvað margir þeirra séu ungir. Það er ekki laust við að Tchenguiz hafi sjálfur íslensk einkenni; hann er ekki gefinn fyrir málalengingar þó gránandi hármakkinn og skarpir andlitsdrættir bendi til fjarlægari uppruna. Tchenguiz er Gyðingur, fjölskyldan er ættuð frá Írak en settist að í Íran og þar ólst hann upp þangað til hann fór í framhaldsnám í Bandaríkjunum og fluttist svo til London þar sem fjölskyldan bjó og býr enn. Faðir hans er kominn á eftirlaun. Hann var einnig umsvifamikill í viðskiptum og hjálpaði sonunum tveimur, Vincent og Robert, til að hefja viðskipti. Systir hans er gift góðum vini Tchenguiz og samstarfs- manni. Samstarfi bræðranna lauk fyrir nokkrum árum. „Því lauk með ósköpum, hvellur þegar það gerðist,“ segir Robert hlæjandi. „En nú erum við aftur góðir vinir. Við störfum í ólíkum geirum, erum ekkert að þvælast hvor fyrir öðrum í okkar fjárfest- ingum,“ bætir hann við. Kynnin af Íslendingum „Það vildi svo til,“ segir Tchenguiz, þegar hann er spurður nánar út í kynnin af Íslendingum, „að ég átti fund með Ármanni Þorvaldssyni, FORSÍÐUGREIN • ROBERT TCHENGUIZ EINKAVIÐTAL VIÐ ROBERT TCHENGUIZ: „Sá sem er ekki í viðskiptum til að græða peninga ætti að snúa sér að einhverju öðru!“ R

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.