Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2007, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.03.2007, Blaðsíða 29
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 7 29 FORSÍÐUGREIN • ROBERT TCHENGUIZ vikunnar. Nú reyni ég að taka mér oftar frí. Það hefur breytt öllu að eignast barn, kennir mér að slappa af.“ Tchenguiz segist hitta foreldra sína og systkin einu sinni eða tvisvar í viku. Áhugamál hans eru dýraveiðar, skíði og sjóíþróttir á snekkjunni sinni í St. Tropez í Suður-Frakklandi en þangað flýgur hann helst um hverja helgi. Svo spilar hann tennis. Auðvelt er að giska á að golf sé of hæggeng íþrótt fyrir svona orkubúnt eins og hann greinilega er. Lífið snýst um að græða peninga „Lífið snýst um að græða peninga – já, og láta sér ekki leiðast. Þegar maður hefur nóg fyrir sig og sína getur maður svo farið að gefa,“ segir Tchenguiz. „Sá sem segist vera í viðskiptum í öðrum tilgangi en að græða er örugglega ekki að segja satt,“ fullyrðir hann. „Við- skipti snúast um gróða, ekki síst ef maður er að sýsla með peninga annarra. Ég fer ekki í vinnuna á morgnana til að tapa!“ Hverjar eru fyrirmyndir Tchenguiz í viðskiptum? „Áhugaverð spurning!“ segir Tchenguiz. „Ég hef reyndar aldrei hugsað út í hverjum ég dáist helst að í viðskiptalífinu – en ætli það séu ekki Kirk Kerkorian fyrir úthald og elju og Carl Icahn sem er snillingur í að greina verðmæti í fyr- irtækjum.“ Kirk Kerkorian fæddist í Kaliforníu 1917, er af armenskum ættum, hætti í skóla, gerðist boxari og svo flugmaður í breska hernum í seinni heimstyrjöldinni. Hann byrjaði á selja og kaupa flugvélar, fjárfesti síðan í bílum, kvikmyndaiðnaðinum, til dæmis í MGM-samsteypunni,í hót- elum og spilavítum. Hann hefur gefið um 100 milljónir til góðra málefna, vill aldrei láta neitt heita eftir sér, veitir ekki viðtöl og kemur helst aldrei fram opinberlega. Hann hefur tekið ýmsar dýfur á langri ævi en á alþjóðlegum lista Forbes 2007 er hann í 31. sæti með eignir metnar á 15 milljarða dala. Carl Icahn fæddist í New York 1936, hætti í læknanámi og fór út í viðskipti. Hann var áberandi í uppsveiflu 9. áratugarins, slapp með skrekkinn þegar bólan brast og hefur ekki sóst eftir athygli síðan. Hann hefur stundum verið kallaður ræningi því hann hikar ekki við fjandsamlegar yfirtökur, fjárfestir í tækni og fjölmiðlum, á til dæmis hlut í Motorola og í Time Warner þar sem hann hefur látið mikið til sín taka. Veðreiðahestar eru áhugamál hans. Hann er þekktur fyrir gjafmildi og gefur undir nafni. Icahn-íþróttavöll- urinn skammt frá New York heitir eftir honum og sama er um Icahn-stofnunina við Mount Sinai spítalann í New York. Hann er í 42. sæti á Forbes auðmannalistanum í ár, eignir hans metnar á 13 milljarða dala. „Núna erum við bestu vinir,“ segir Tchenguiz en viðurkennir að endirinn á samstarfi bræðranna hafi gerst með látum. Líka auðvelt að ímynda sér að Tchenguiz sé ekki maður sem hvíslar þegar honum mislíkar eitthvað. „Bróðir minn hefur valið sér önnur svið en ég. Hann hefur áhuga á umhverfismálum og fjárfestir í fyrirtækjum á því sviði. Við höldum okkur langt hvor frá öðrum í viðskiptum og keppum alls ekki.“ Saga Tchenguiz-fjölskyldunnar er hliðstæð sögu margra annarra gyðingafjölskyldna: hún hefur flutt úr einu landi í annað. Tchenguiz segist hafa fengið trúaruppeldi, hann fari í sýnagógu einu sinni á ári en tengslin við Íran hafi gufað upp og hann eigi ekki lengur fjölskyldu þar. Nátengdari Íslandi en Íran „Ég er nátengdari Íslandi en Íran,“ segir hann spaugandi – og um ástandið í Írak vill hann ekkert segja, hristir bara höfuðið. Það sem hann segist hafa fengið í vegarnesti að heiman sé ábyrgðartilfinning og heilbrigð skynsemi. „Maður kemst langt í viðskiptum á heilbrigðri skynsemi einni saman að viðbættri reynslu. Núna hef ég verið í við- skiptum í tuttugu ár og ég væri sannarlega auðugri ef ég hefði vitað í byrjun það sem ég veit núna!“ Nú segist hann vera að læra að njóta lífsins. „Ég hef aldrei lært að taka lífinu með ró. Ég fór að vinna strax eftir skólann, gaf mér aldrei tíma til hvíldar heldur hef alltaf unnið þetta 12-15 tíma sex daga „Ég stunda viðskipti til að græða peninga – en það næstmikilvægasta er að maður hafi gaman af þessu.“ Robert Tchenguiz segist vera nátengdari Íslandi en Íran.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.