Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 45
LÆKNAblaðið 2014/100 173 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R gagnagrunnur sem rannsóknarvinna í sérgreininni byggir að miklu leyti á. Sam- bærileg skráning tíðkast á Norðurlöndum og víðar í Evrópu og góð samvinna hefur náðst við þessi lönd. „Þá finnst mér að við ættum að koma upp svipaðri skráningu á kvensjúkdómavængnum til að fá full- komnari yfirsýn yfir greinina og hafa slík- ar upplýsingar aðgengilegar til rannsókna. Það er reyndar aðeins fróm ósk af minni hálfu, þar sem slík skráning er í höndum Embættis landlæknis og kallar einnig á samstarf og samvinnu við sjálfstætt starf- andi sérfræðinga í kvensjúkdómalækn- ingum og á öðrum sjúkrahúsum landsins.“ Áhættuhópar meðal íslenskra kvenna Á þeim áratugum sem Þóra hefur starfað við fæðingafræði og mæðravernd hefur íslenskt samfélag tekið verulegum breytingum. „Við sjáum þetta glöggt í mæðraverndinni. Áður var þetta fremur einsleitur hópur, en nú hafa orðið til áhættuhópar meðgöngu- og fæðinga sem ekki voru til staðar áður. Annars vegar er um áhættuhóp kvenna að ræða sem stendur höllum fæti félagslega og hins vegar þann sístækkandi hóp kvenna sem glímir við offitu. Í fyrri hópnum eru konur sem búa við slæm félagsleg og efnahagsleg kjör. Þetta er stór hópur og innan hans eru konur af erlendum uppruna sem eiga erfitt með að nýta sér félags- og heilbrigðisþjón- ustu. Þar eru einnig konur sem eiga við fíknivanda að stríða. Mæðraverndin þarf að sjálfsögðu að ná til þessara kvenna ekki síður en annarra, en það getur verið flókið. Við státum okkur af lægstum burðar- máls- og ungbarnadauða í veröldinni. Ef við ætlum að halda þeim orðstír þurfum að við að halda vel utan um þennan hóp og gera enn betur í að ná til hans. Erlendar konur á barneignaraldri eru orðinn það stór hópur að það heyrir til algjörra und- antekninga ef ekki eru eitt eða fleiri útlent nafn á fæðingarlista kvennadeildarinnar á hverjum tíma. Offita er orðin gríðarlega algeng í hópi verðandi mæðra og hefur fjölmörg vanda- mál í för með sér. Það er ekki eitt, heldur nánast allt, sem verður áhættusamara á meðgöngu og í fæðingu ef konan er mjög feit. Sykurbúskapur feitra kvenna brengl- ast frekar á meðgöngunni og úr verður meðgöngusykursýki sem getur haft slæm áhrif á börnin í bráð og lengd. Keisara- skurðir og önnur inngrip eru algengari hjá þessum hópi, en þeim fylgir meiri áhætta en við eðlilega fæðingu og áhættan er svo enn meiri ef offita er einnig til staðar. Hvað varðar fræðslu til almennings tel ég mikilvægt að upplýsa konur í þessum hópum um þær áhættur sem eru til staðar við meðgöngu og fæðingu.“ Eðlileg fæðing Þóra segir mæðravernd og fæðingarhjálp í rauninni vera í svo góðu horfi og þeir er við það starfa svo þjálfaðir að langflest íslensk börn koma í dag lifandi og við góða heilsu í heiminn og mæður þeirra eru það líka. „Þetta kunnum við og gerum mjög vel í dag. Betur en margir aðrir. Þetta skyggir í rauninni á þann vanda sem margar konur eiga við að etja í pers- ónulegu lífi sínu og mikill tími lækna og ljósmæðra í mæðraverndinni fer í að sinna sálfélagslegum vanda mæðranna og fjöl- skyldnanna. Þarna finnum við mjög skýrt „Þessi blanda af klínísku starfi og rannsókna- vinnu er svo gefandi fyrir alla, kemur í veg fyrir margumrædda kulnun í starfi og nýtist skjólstæðingum okkar beint og óbeint,“ segir Þóra Steingrímsdóttir prófessor og yfirlæknir í fæðinga- og kvensjúk- dómalækningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.