Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 70

Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 70
198 LÆKNAblaðið 2014/100 Úr fórum Læknablaðsins – 1915-2014 Þriðji árgangur Læknablaðsins, 1917 ■ ■ ■ Védís Skarphéðinsdóttir Á fyrstu þremur árunum í sögu Læknablaðsins, 1915-1917, sátu í ritstjórn þeir Guðmundur Hannesson, Matthías Einarsson og M. Júlíus Magnús. Útgefandi er Læknafélag Reykjavíkur. Þessir ár- gangar eru í föstum skorðum, 12 tölublöð og hvert blað ein örk, 16 blaðsíður, alls 192 blaðsíður. Fimm auglýsingar í hverju tölublaði, á kápunni, og þar er auglýst tóbak, kryddað þorskalýsi, kodak- myndavélar, rannsóknastofa í smásjárskoðunum, og Bókaverslun Sigfúsar Eymundsson þar sem segir: Tímarit erlend og bækur lækna- fræðilegs efnis útvegum vér greiðlega, sendið oss pantanir yðar. Áberandi eru í blaðinu greinar um stéttarmál, umbætur á kjör- um, að koma á tímaritafélögum sem myndu kaupa þýsk læknarit sem væru send milli lækna. Í marsblaðinu segir í Smágreinum og fréttum: Heilbrigðisvottorð, svohljóðandi: „Ekkert að, alheilbrigð og öll líffærin ósködduð“, gaf læknir nokkur ungri stúlku, sem var að sækja um atvinnu. Svona gálauslega orðuðu vottorði er ekkert hægt að byggja á, því læknir- inn fullyrðir hér meira en hann getur vitað. Í sama blaði eru rakin skrifleg læknapróf sem haldin voru í febrúar 1917: Handlæknisfræði: Hvað er skilið við fractura intraarticularis? Hverjar eru hinar helztu? Hver eru einkenni þeirra? Hvernig eru horfur fyrir lækningu og hvernig á meðferðin að vera? Lyflæknisfræði: Hvað getur valdið greftri í þvagi? Hvernig verður hann fundinn í þvaginu? Hvernig verður ráðin bót á þessu meini með lyfjum? Réttarlæknisfræði: Henging. Hver eru útvoris og innvortis merki hennar. Væri hægt að leggja þessi próf fyrir nemendur 2014? Það eru margar stórmerkar greinar um íslenska læknisfræði í þessum þriðja árgangi blaðsins: um berkla, tvær eftir Sæmund Bjarnhéðinsson um lækningatilraunir á Holdsveikraspítalanum í Laugarnesi, Steingrímur Matthíasson sendir vel ættfærð, rekjanleg og afar ítarleg sjúkratilfelli norðan úr Gudmanns Minde á Akur- eyri, um mislingasmit, um dánarmein Íslendinga 1912, skýrsla um manndauða á landinu 1735-1915 og rekur gulusótt, blóðsótt, bólu, taksótt, hallæri og skyrbjúg, leiðbeiningar um rannsókn meltingarfæranna eftir Halldór Hansen. Guðmundur Hannesson opnar ýmsa glugga í austur og vestur, þýðir stuttar klausur úr erlendum læknaritum, setur inn skýrslur og tölur um rekstur ís- lenskra sjúkrahúsa og vitnar til Þjóðverja um hvernig best skuli hagað skoðun lækna á skólabörnum. Hann er andríkur og inn- blásinn og ekki annað hægt en hrífast með. Hér eru lokaorð hans í grein í októberblaðinu um skólaeftirlitið: - Skólalæknar hafa lengst af fengið störf sín illa borguð, og ekki vildi eg skoða 5-6000 börn fyrir 500 mörk, eins og mér skilst að sumir skóla- læknar í Berlín hafi gert. Hins er aftur að gæta, að til þess er hver læknir í heiminn kominn, að hann hjálpi öðrum, verji þá þeim meinum, sem hjá má komast, en lækni hin; með gómsætum lyfjum ef það nægir, með hníf eða ferrum candens, ef þess þarf við, og ekki eingöngu einstaklinga, heldur þjóðfélagið. Fróður, röggsamur og einbeittur skólalæknir getur ætíð látið gott af sér leiða. – Þau eru víst töluð til lækna orðin: Þér eruð salt jarðar, og ef saltið missir sinn kraft, með hverju á þá að salta? En langt ofar öllum krónum stendur meðvitundin um að hafa unnið drengilega verk sinnar köllunar, látið gott af sér leiða, og gert heiminn betri og farsælli en hann var, þó ekki sé nema í þeim litla verkahring, sem íslenskum héraðslækni er trúað fyrir. P R A -1 3 -0 1 -9 0 , O k to b e r 2 0 1 3 Pradaxa er ætlað til fyrirbyggjandi meðferðar gegn heilaslagi® og segareki í slagæðum hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif, sem ekki tengist hjartalokum, með einn eða fleiri áhættuþætti* *Einhvern tíma fengið heilaslag, tímabundna blóðþurrð í heila eða segarek í slagæð; Útfallsbrot vinstri slegils < 40%; Hjartabilun með einkennum, NYHA (New York Heart Association) flokkur II; Aldur 75 ár; Aldur 65 ár og jafnframt eitt af eftirfarandi: sykursýki, kransæðasjúkdómur eða háþrýstingur≥ ≥ Pradaxa (dabigatran) leiðir til marktækt minni hættu á dauðsfalli vegna æðasjúkdóms samanborið við Marevan (warfarín) ® 1 Pradaxa (dabigatran) 150 mg N = 6.076 Marevan (warfarín) N = 6.022 Fj ö ld i s jú kl in g a Heildarfjöldi dauðsfalla Dauðsföll vegna æðasjúkdóms Grafið er unnið af Boehringer Ingelheim Danmark A/S eftir upplýsingum frá heimild 1 Heimild 1: Connolly et al. Dabigatran versus warfarin in patients with atrial fibrillation. N Engl J Med. 2009;361: 1139–1151 and Connolly et al. Newly identified events in the RE-LY trial. N Engl J Med. 2010;363: 1875–1876. 438 487 274 317 ( =0,05)p ( =0,04)p 500 400 300 200 100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.