Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2005, Blaðsíða 71

Frjáls verslun - 01.01.2005, Blaðsíða 71
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 5 71 o.s.frv. Þetta þýðir að stundum fáum við fyrir- fram vitneskju um ýmis pólitísk útspil. Það gefur augaleið að í þessu sambandi skiptir miklu máli að við höldum trúnað við alla. Það má því segja að þetta geti stundum verið heil- mikill línudans.“ Aðstoðarmenn fyrir stjórnarandstöðuna Til tals hefur komið að þingmenn fái að ráða sér aðstoðarmenn eins og víða tíðkast erlendis og væru launaðir af Alþingi. Helgi bendir á að það sé mjög erilsamt starf að vera þingmaður því að til viðbótar við vinnu í þinginu leggi þingmenn sig fram um að sinna kjördæmum sínum og kjósendum. Við gerðum einu sinni könnun á vinnutíma þingmanna og það var ótrúlegt að sjá hvað starf þeirra getur verið tímafrekt, ekki síst um helgar þegar aðrir landsmenn slaka á. „Ég hef ekki skoðun á því hvort feta eigi þessa braut með aðstoðarmenn eins og annars staðar en get þó ekki leynt því að mikilvægast er að leiðtogar stjórnarandstöðunnar, formenn stjórnarandstöðuflokkanna, fái meiri stuðning en þeir hafa nú í öllum sínum önnum. Það myndi jafna betur stöðu þeirra og ráðherr- anna sem hafa ráðuneytin sér til fulltingis. Að mínu mati er þörfin brýnust þar.“ Þegar Alþingi var gert að einni málstofu árið 1991 var tekin upp sú nýbreytni að forseti fékk aðstoðarmann við fundarstjórn í þingsal. Aðstoðarmaðurinn situr við hlið forseta í þingsalnum eins og allir vita sem hafa fylgst með sjónvarpsútsendingum frá þing- fundum. Nokkrir starfsmenn þingsins skipta með sér þessum starfa og segist Helgi stundum vera spurður að því hvað hann hafi fyrir stafni á þingfundum. „Sannleikurinn er sá að þó maður fari stundum með einhverja pappíra inn í þingsalinn til að líta í, þá er erillinn slíkur að yfirleitt gefst lítið tóm til að sökkva sér ofan í þá. Það getur nefni- lega verið býsna snúið verkefni að láta þinghaldið ganga snurðulaust fyrir sig og við þurfum oft að hafa okkur öll við til að það gerist. Við færum oftast mælendaskrá og þurfum að svara alls konar spurningum þingmanna um ýmis praktísk atriði, hvenær mál þeirra komist á dagskrá eða til umræðu, hvað umræður verði langar o.s.frv. Svo er mikilvægt að hlusta á ræðumenn, það getur verið gagnlegt til að undirbúa síðar atkvæðagreiðslur um mál, og ekki má gleyma því að þingmenn þurfa að gæta þingskapa í máli sínu, sýna öðrum þing- mönnum tilhlýðilega virðingu. Við starfsmenn, sem sitjum inni í þingsal, eigum líka að heita sérfræðingar í þingsköpum og starfsháttum þingsins. Þær reglur sem byggt er á eru ekki allar skráðar í þing- sköpum heldur skipta þingvenjur og hefðir líka máli. Þetta þekkjum við allvel. Og allt getur þetta verið flókið og sjálfsagt mjög framandi fyrir nýja þingmenn, að ég ekki tali um allan almenning sem fylgist með störfum Alþingis.“ Framkvæmdum í Alþingishúsinu lokið á árinu Fjárheimild Alþingis á fjárlögum 2005 nemur alls 1.809 milljónum króna og er það nokkru hærri heimild en á síðasta ári. Ástæðuna segir Helgi vera þá að á þessu ári sé stefnt að því að ljúka framkvæmdum að mestu innan dyra í Alþingishúsinu, auk þess sem bæði þing Norðurlandaráðs og fundur stjórnarnefndar NATO verða haldin hérlendis á árinu. Á síðustu árum hafa verið miklar framkvæmdir á vegum Alþingis. Haustið 2000 var tekin í gagnið ný bygging við Austurvöll þar sem nefndir þingsins hafa aðstöðu og árið 2002 var lokið við bygg- ingu Alþingisskálans sem hýsir mötuneyti og ýmsa sameiginlega aðstöðu, svo sem gæslu við inngang, póst og fleira fyrir þingmenn. Í sumar var lokið við stóran áfanga í miklum og tímabærum endur- bótum í þinghúsinu sjálfu en að sögn Helga er enn eftir að ganga frá ýmsu þar innandyra, auk utanhússviðhalds sem talsvert er enn eftir af. „Þetta eru viðfangsefnin framundan í verklegum framkvæmdum — fyrir utan öll hin,“ segir Helgi. A L Þ I N G I E R S T Ó R T F Y R I R T Æ K I „Við endurreisn þingsins árið 1845 voru ráðnir sérstakir „skrifarar“ fyrir forseta og árið 1875, þegar þingið fékk löggjafarvald að nýju, var titlinum breytt í „skrifstofustjóra“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.