Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2005, Blaðsíða 80

Frjáls verslun - 01.01.2005, Blaðsíða 80
80 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 5 fyrir sjálfstæði fréttastofunnar. Ég held að sú barátta hafi skilað árangri.“ „Það skal tekið fram að umrætt fyrirtæki á hlut í sjónvarpsstöðinni“ „Eignarhald á fyrir- tækinu, sama hvernig það svo er á hverjum tíma, kallar alltaf á það að fréttamenn eru á varðbergi gagnvart eigendum sínum. Það þekkist til dæmis hjá sjónvarpsfrétta- stofum í Bandaríkjunum að fréttamenn geta þess sérstaklega ef fjallað er um fyrirtæki sem tengjast eignarhaldi viðkomandi sjón- varpsstöðvar. Fréttamenn enda fréttina þá gjarnan á því að segja: „það skal tekið fram að umrætt fyrirtæki er í eigu sömu aðila og eiga x% hlut í þessari sjónvarpsstöð...“ Þannig leggja fréttamenn það í dóm áhorf- enda hvort umfjöllunin um fyrirtækið sé hlutdræg vegna eignatengsla eða ekki. Við höfum stundum velt þessu fyrir okkur hvort ástæða væri til að taka þetta upp á Stöð 2, en höfum komist að því að það er óvinnandi vegur. Gefum okkur til dæmis að Baugur eigi hlut í hundruðum fyrirtækja á Íslandi. Og það sem Baugur átti í gær er ekki víst að hann eigi í dag eða morgun. Það er ekki hægt fyrir fréttamenn að láta eignarhald af þessu tagi trufla sig í sambandi við frétta- flutning, það gengur bara ekki upp. Ef fréttamenn ættu að ganga með þann kistil á herðum sér frá degi til dags, að spyrja sig hver á hvaða fyrirtæki og spá í hvort það tengdist sjónvarpsstöðinni beint eða óbeint, gerðu þeir ekkert annað. Einfaldast er fyrir okkur að halda okkar striki, fjalla um fólk og fyrirtæki á faglegan hátt án þess að spá í eignartengsl.“ Er fréttastofan þungur baggi á rekstri Stöðvar 2? „Nei alls ekki. Þetta fyrirkomulag, að vera með opinn fréttatíma á annars læstri áskriftarsjónvarpsstöð er þekkt mjög víða og flestar áskriftarstöðvar í Evrópu hafa þennan háttinn á. Það er hafður opinn gluggi til að hámarka áhorfendafjöldann - til að ná fleiri augum og eyrum. Þetta er gert annars vegar vegna auglýsingatekna og hins vegar til kynningar á eigin efni. Auk þess er góð og vönduð fréttastofa snar hluti af almennri ímynd og ásjónu fyrirtækisins.“ „Fréttastofan nýtur mikils trausts almenn- ings“ „Ég tel að Stöð 2 njóti mikils góð- vilja hjá almenningi. Auðvitað lendum við stundum í pólitískum sviptivindum þar sem stjórnmálamenn keppast um að hallmæla okkur eða reyna að sverta trúverðugleika fréttastofunnar. Allar kannanir benda ein- dregið til þess að fréttastofan njóti mikils trausts, enda eru yfir hundrað þúsund manns að horfa á fréttir stöðvarinnar á hverju kvöldi. Óánægja gagnvart fréttastofunni er fyrst og fremst í nösunum á misvitrum stjórnmálamönnum, þegar það hentar þeim í pólitískum þrætubókarleik dagsins.“ Mælikvarði á velvild í okkar garð kemur frá áhorfendum, ekki stjórnmálamönnum. Það er miklu betra fyrir fréttastofu ef stjórn- málamenn hallmæla henni en hæla. Ég færi fyrst að hafa áhyggjur ef ráðamenn í samfé- laginu færu að hlaða á okkur lofi. Við erum fyrst og fremst fréttastofa fólksins í landinu og það ætlum við að vera áfram.“ Breytingar eru oft óþægilegar en að sama skapi nauðsynlegar Páll segir að breyting- arnar á fyrirtækinu frá stofnun þess hafa verið gríðarlegar. „Það er auðvitað orðið miklu miklu stærra en það var. Þegar fyrir- tækið er að nálgast það að verða 20 ára eins og Stöð 2, leiðir það af sjálfu sér að andrú- mið inni í því er talsvert öðruvísi en þegar það hóf göngu sína. Þetta er dýnamískt og skapandi fyrirtæki og verður að vera í stöð- ugri endurnýjun á sjálfu sér. Það á að vera í takt við tímann og svara kröfum áhorfenda og viðskiptavina sinna á hverjum tíma. Hvernig sérð þú framtíð Stöðvar 2? „Ég hef oft sagt að líf Stöðvar 2 sé eilíft kraftaverk. Í öllu þessu tali um vandræða- gang fyrirtækisins og að það hafi verið oft í lífshættu er það staðreynd að Stöð tvö hefur verið rekin með hagnaði lengst af. Vandræði Stöðvar 2 og Íslenska útvarpsfé- lagsins hafa falist í mikilli skuldsetningu, sem hefur skapast af alls konar kringum- stæðum öðrum en þeim sem tengjast rekstri þess. Fyrirtækið hefur að minnsta kosti tvisvar ef ekki þrisvar verið látið kaupa sjálft sig, þ.e. með skuldsettri yfirtöku, og borgað skuldirnar sjálft. Ef maður les hagfræðib- ækur þá er talið vafasamt fyrir fyrirtæki að gera það einu sinni, hvað þá þrisvar. Ógæfa Stöðvar 2 hefur aldrei falist í rekstri hennar heldur í misgæfulegum eigendum hennar og hvernig þeir hafa farið með hana. En von- andi er nú komin betri tíð með blóm í haga í þeim efnum. Ég efast um að það séu til mörg fyrirtæki á Íslandi sem eru jafnglæsileg í rek- strarlegu tilliti og Stöð 2 hefur verið lengst af. Framtíðin er björt og Stöð 2 á eftir að lifa góðu lífi,“ segir Páll Magnússon. F J Ö L M I Ð L A R Fréttastjóraskiptin á Stöð 2 F rá stofnun Stöðvar 2 árið 1986 hafa sex fréttastjórar verið starf- andi á tæplega 19 ára starfstíma stöðvarinnar. Páll Magnússon hefur verið langlífastur í starfi, eða samtals 9 ár í þremur áföngum. Í lok ársins 2004 var Páll gerður að sjónvarps- stjóra Stöðvar 2, jafnframt því sem hann hefur gegnt starfi fréttastjóra Stöðvar 2 og Bylgjunnar, eftir að Sig- ríði Árnadóttur var sagt upp störfum í byrjun árs 2005. Páll segist ekki sjá sig sem fréttastjóra til allrar framtíðar, en hvort það verður í eitt ár, tvö eða þrjú ár veit hann ekki. „Ég er ekki að bíða eftir einhverjum sérstökum til að taka við fréttastjórastarfinu á Stöð 2. Ég hef heyrt alveg ótrúlegustu kjaftasögur um verðandi fréttastjóra. Þær sögusagnir eru allar úr lausu lofti gripnar. Það hefur engin ákvörðun verið tekin um nýjan fréttastjóra,“ segir Páll. 1. 1986: Páll Magnússon 2. 1990: Sigurveig Jónsdóttir 3. 1992: Ingvi Hrafn Jónsson 4. 1994: Elín Hirst 5. 1996: Páll Magnússon 6. 2000: Karl Garðarsson 7. 2004: Sigríður Árnadóttir 8. 2005: Páll Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.