Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2005, Blaðsíða 84

Frjáls verslun - 01.01.2005, Blaðsíða 84
84 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 5 RÁÐSTEFNUR OG FUNDIR R áðstefnu- og fundahald í dag er orðið mjög flókið samspil margra þátta þar sem tæknimálin verða sífellt þýðingar-meiri þáttur. Í framkvæmd eru þau vitaskuld býsna flókin en þegar að málum koma starfsmenn, sem hafa langa reynslu til dæmis úr afþreyingariðnaðinum til dæmis leikhúsi og sjónvarpi, ganga hlutirnir yfirleitt vel fram og ganga upp þótt á ögurstundu sé komið,“ segir Haraldur Flosi Tryggvason, framkvæmdastjóri Exton – Kastljóss ehf, en starfsemin skiptist jafnframt upp í fleiri dóttur- fyrirtæki. Tækni fyrir nútímafólk Exton - Kastljós ehf. var stofnað árið 1999 með samruna tveggja eldri félaga sem áttu sér all- langa sögu. Verkefni þeirra voru frá upphafi tengd tæknilegum uppsetningum ljós-, hljóð- og mynd- búnaðar fyrir hverskonar viðburði. „Þetta er enn meginsvið fyrirtækisins en áherslur hafa breyst. Áður skilgreinum við okkur á tæknisviðinu en í dag segjum við okkur vera þjónustufyrirtæki. Sú nálgun byggir á því að hvers konar tækni er í dag orðin nánast hluti af daglegri neyslu fólks. Nokkuð sem nútímafólk getur tæplega verið án,“ segir Haraldur Flosi. Hann bætir því við að alltaf sé talsvert að gera hjá Exton – Kast- ljósi við að sinna tækniþjónustu á fundum og ráðstefnum sem séu svo áberandi á fyrstu mánuðum árs. Þar geti viðfangsefnin bæði snúist um hljóð, tölvur og ljósa- og myndbúnað. „Verkefnin sem við fáum upp í hendurnar eru ólík að umfangi. Lítill og fámennur fundur er lítið mál í samanburði við fund utan- ríkisráðherra NATO sem hér var haldinn árið 2002 og er langstærsta verkefni sem við höfum komið að á ráðstefnusviðinu. Metallica-tón- leikarnir í Egilshöll í fyrra voru líka mikið dæmi og að sama skapi skemmtilegt. Í báðum þessum uppsetningum reyndi mjög á verk- efnastjórnun og hæfni okkar til að svara mjög breytilegum kröfum.“ Frumsýningu ekki frestað Margir starfsmenn Exton hafa starfs- reynslu úr hljómsveitum, leikhúsunum eða af útvarps- og sjón- varpsstöðvum. Alþekkt er af þeim vettvangi að hlutirnir þurfa að ganga greitt fyrir sig – og þurfa að vera tilbúnir á mínútunni. Frum- sýningu verður nefnilega aldrei frestað. „Stundum koma hingað til lands menn vegna undir- búnings ráðstefna eða tónleika - sem á að halda ef til vill að einum til tveimur árum liðnum - og spyrja hvort þetta eða hitt sé gerlegt. Hvort við treystum okkur í hlutina eða hvort eitthvað tiltekið verkefni sé of stórt þannig að við treystum okkur í það. Við reynum að sjálf- sögðu að svara slíkum fyrirspurnum og miðla af reynslu okkar sem best við getum. En oftar en ekki í stærri verkefnum verðum við að renna blint í sjóinn þar sem verið er að gera hlutina í fyrsta sinn hér á landi,“ segir Haraldur Flosi. Ólíkt – en svipað í grunninn Jafnframt því að leigja út tækni búnað til hvers konar samkomuhalds annast Exton ehf. einnig sölu á slíkum búnaði. „Fyrir marga sem til dæmis reka sali er ágætt að eiga einhvern ákveðinn grunnbúnað en leigja síðan tæki fyrir stærri verkefnin. Að skilgreina þarfir viðskiptavinarins og leggja til heildar- lausnir er kjarninn í þjónustu okkar,“ segir Haraldur Flosi Tryggva- son að síðustu. Þjónusta í tækni EXTON-KASTLJÓS EHF. „Áður skilgreindum við okkur á tæknisviðinu en í dag segjum við okkur þjónustu fyrirtæki,“ segir Haraldur Flosi Tryggvason, fram- kvæmdastjóri Exton Kastljóss ehf. Heildstæðar lausnir í tæknimálum fyrir tón- leika, ráðstefnur og fleira hjá Exton-Kastljósi ehf. Eddan 2003 Todmobil og Sinfóníuhljómsveitin 2003 NATO fundurinn 2002 Kristnitökuhátíðin 2000 EXPO 2000 Kynning hjá Skeljung 2001 Skipholti 11-13 | S: 551 2555 | Fax: 562 6490 | www.exton.is EXTON er alhliða þjónustufyrirtæki á sviði ljósa, mynd-, hljóð- og sviðsbúnaðar. Fyrirtækið sérhæfir sig í sölu, þjónustu og leigu á búnaði fyrir leikhús, sjónvarps- og útvarpsstarfsemi, svo og öðrum viðburðum s.s. ráðstefnum, vörusýningum, tónleikum o.fl. Við bjóðum þér ráðgjöf varðandi ljós, hljóð og mynd... ... allt frá ræðupúlti til rokktónleika fimm eða fimmþúsund ræður réttur hljómburður og lýsing úrslitum Hvort sem þú talar við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.